Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?

Jón Már Halldórsson

Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita).

Marglyttur hér við land eru á lirfustigi á vorin og vaxa jafnt og þétt þegar líður á sumarið. Þær eru því stærstar síðsumars og geta hveljur brennihveljunnar orðið hátt í 40 cm í þvermál. Hveljur bláglyttunnar verða öllu minni eða nærri 16 cm seinni hluta sumars.

Bláglytta (Aurelia aurita).

Ljóst er að með hækkandi sjávarhita hefur magn og útbreiðsla marglytta aukist mjög hér við land á undanförnum árum. Marglyttur lifa á sviflægum dýrum, meðal annars krabbaflóm og fisklirfum og með aukningu þeirra eru líkur á að röskun verði á fæðuvef sjávar á komandi árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Guðjón Már Sigurðsson. Gelatinous zooplankton in Icelandic coastal waters with special reference to the scyphozoans Aurelia aurita and Cyanea capillata. Research project for the degree of MSc. University of Iceland. Reykjavik, July 2009.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.9.2010

Spyrjandi

Baldur Freyr Hilmarsson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?“ Vísindavefurinn, 14. september 2010. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56955.

Jón Már Halldórsson. (2010, 14. september). Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56955

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2010. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56955>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?
Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita).

Marglyttur hér við land eru á lirfustigi á vorin og vaxa jafnt og þétt þegar líður á sumarið. Þær eru því stærstar síðsumars og geta hveljur brennihveljunnar orðið hátt í 40 cm í þvermál. Hveljur bláglyttunnar verða öllu minni eða nærri 16 cm seinni hluta sumars.

Bláglytta (Aurelia aurita).

Ljóst er að með hækkandi sjávarhita hefur magn og útbreiðsla marglytta aukist mjög hér við land á undanförnum árum. Marglyttur lifa á sviflægum dýrum, meðal annars krabbaflóm og fisklirfum og með aukningu þeirra eru líkur á að röskun verði á fæðuvef sjávar á komandi árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Guðjón Már Sigurðsson. Gelatinous zooplankton in Icelandic coastal waters with special reference to the scyphozoans Aurelia aurita and Cyanea capillata. Research project for the degree of MSc. University of Iceland. Reykjavik, July 2009.

Myndir:...