Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita).
Marglyttur hér við land eru á lirfustigi á vorin og vaxa jafnt og þétt þegar líður á sumarið. Þær eru því stærstar síðsumars og geta hveljur brennihveljunnar orðið hátt í 40 cm í þvermál. Hveljur bláglyttunnar verða öllu minni eða nærri 16 cm seinni hluta sumars.

- Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða? eftir Jón Má Halldórsson
- Úr hverju eru marglyttur? eftir JMH
- Hvað eru amerískar risahveljur? eftir Jón Má Halldórsson og Margréti Björk Sigurðardóttur
- Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim? eftir Jón Má Halldórsson
- Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum? eftir Jón Má Halldórsson
- Guðjón Már Sigurðsson. Gelatinous zooplankton in Icelandic coastal waters with special reference to the scyphozoans Aurelia aurita and Cyanea capillata. Research project for the degree of MSc. University of Iceland. Reykjavik, July 2009.
- Wikipedia.com - brennihvelja (Cyanea capillata). Fyrri mynd. Sótt 24.8.2010.
- Wikipedia.com - bláglytta (Aurelia aurita). Seinni mynd. Sótt 24.8.2010.