Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?

Jón Már Halldórsson

Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Í svari við spurningunni Úr hverju eru marglyttur? segir meðal annars þetta um marglyttur:
Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnist útlag (e. epidermis). Þar eru ýmsar gerðir skynfruma sem nema upplýsingar frá umhverfi marglyttunnar. Þar eru líka brennifrumur eða stingfrumur sem geta valdið sviða þegar marglyttan er snert. Meltingarholið er hins vegar umlukið frumulagi sem mætti kalla innlag (e. gastrodermis). Á milli þessara laga er svokallað miðhlaup (e. mesoglea), hlaupkennt lag sem er misþykkt eftir tegundum holdýra.

Inni í sérhæfðu brenni- eða stingfrumunum (e. cnidocytes) er svokallað stinghylki (e. nematocyst). Þegar fruman er látin óáreitt er hylkið samanvafið inni í frumunni. Ef stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert utanaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast fruman og stinghylkið skýst út. Marglyttur nota stinghylkið bæði til veiða og í sjálfsvörn.

Marglyttur eru skæðir afræningjar. Þær veiða ýmsar lífverur, sér í lagi aðrar marglyttur. Á matseðli marglyttna eru einnig sviflægar krabbaflær, hrogn og fisklirfur auk þess sem smáfiskar falla í valinn fyrir stærstu marglyttum.

Fjölmargar tegundir dýra veiða marglyttur, til að mynda túnfiskar, sverðfiskar, hákarlar og sæskjaldbökur. Klumbudragan (Caretta caretta) er til dæmis kunn fyrir að leggja sér til munns stórvaxið sambýli holdýra sem ber hið einkennilega heiti portúgalskt herskip og er reyndar sambú holdýra af tegundinni Physalia physalis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Scyphozoans. Sótt 9. 6. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.9.2009

Spyrjandi

Edda Hulda Ólafardóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?“ Vísindavefurinn, 22. september 2009, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53543.

Jón Már Halldórsson. (2009, 22. september). Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53543

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2009. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?
Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Í svari við spurningunni Úr hverju eru marglyttur? segir meðal annars þetta um marglyttur:

Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnist útlag (e. epidermis). Þar eru ýmsar gerðir skynfruma sem nema upplýsingar frá umhverfi marglyttunnar. Þar eru líka brennifrumur eða stingfrumur sem geta valdið sviða þegar marglyttan er snert. Meltingarholið er hins vegar umlukið frumulagi sem mætti kalla innlag (e. gastrodermis). Á milli þessara laga er svokallað miðhlaup (e. mesoglea), hlaupkennt lag sem er misþykkt eftir tegundum holdýra.

Inni í sérhæfðu brenni- eða stingfrumunum (e. cnidocytes) er svokallað stinghylki (e. nematocyst). Þegar fruman er látin óáreitt er hylkið samanvafið inni í frumunni. Ef stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert utanaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast fruman og stinghylkið skýst út. Marglyttur nota stinghylkið bæði til veiða og í sjálfsvörn.

Marglyttur eru skæðir afræningjar. Þær veiða ýmsar lífverur, sér í lagi aðrar marglyttur. Á matseðli marglyttna eru einnig sviflægar krabbaflær, hrogn og fisklirfur auk þess sem smáfiskar falla í valinn fyrir stærstu marglyttum.

Fjölmargar tegundir dýra veiða marglyttur, til að mynda túnfiskar, sverðfiskar, hákarlar og sæskjaldbökur. Klumbudragan (Caretta caretta) er til dæmis kunn fyrir að leggja sér til munns stórvaxið sambýli holdýra sem ber hið einkennilega heiti portúgalskt herskip og er reyndar sambú holdýra af tegundinni Physalia physalis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Scyphozoans. Sótt 9. 6. 2008....