Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?

Doktor.is

Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 20-30 ára og er algengari meðal karla.

Einkenni botnlangabólgu geta verið margvísleg en yfirleitt er ferillinn nokkuð hefðbundinn:
  • Botnlangabólga byrjar yfirleitt með kviðverk í eða ofan við nafla.
  • Á nokkrum klukkustundum flytur verkurinn sig niður og til hægri í kviðarholinu. Hann magnast upp og er sérstaklega slæmur við hreyfingu.
  • Margir finna fyrir ógleði og kasta jafnvel upp. Sumir fá niðurgang.
  • Líkamshitinn er yfirleitt í kringum 38° gráður en þriðji hver einstaklingur er hitalaus.
Ungbörn og eldra fólk hafa mjög oft óhefðbundin einkenni sem geta tafið fyrir greiningu sjúkdómsins og það getur leitt til slæmra fylgikvilla.

Botnlanginn er um það bil 7 cm löng tota úr eitilríkum vef. Hann tengist inn í botnristilinn sem er fyrsti hluti digurgirnis.

Botnlanginn er um það bil 7 cm löng tota úr eitilríkum vef. Hann tengist inn í botnristilinn (cecum) sem er fyrsti hluti digurgirnis. Innan á slímhúðaryfirborði botnlangans sitja meðal annars frumur sem framleiða slím. Við eðlilegar aðstæður fer slímið inn í botnristilinn. Þegar hindrun verður á flæðinu eykst þrýstingurinn innan í botnlangatotunni vegna uppsöfnunar á slími. Að lokum verður þrýstingurinn það mikill að hann hindrar eðlilegt blóðflæði (þrýstir saman æðum) til botnlangans og það myndast drep í vefnum. Við þær aðstæður ná bakteríur fótfestu og valda bólgu í öllum vefjalögum botnlangans.

Orsökin er ekki alltaf ljós en yfirleitt er um að ræða einhvers konar hindrun á rennsli frá botnlanganum, til dæmis af völdum saursparða, stækkaðs eitilvefs eða æxlis. Saurspörð eru algengasta orsökin.

Algengustu einkennum botnlangabólgu var lýst hér að ofan. Til þess að greina sjúkdóminn fer læknir vandlega yfir sjúkrasöguna með tilliti til eðli kviðverkjanna og annarra einkenna. Almenn lífsmörk eru metin, það er blóðþrýstingur, púls og hiti, og gerð er almenn líkamsskoðun með áherslu á kviðskoðun. Stundum er reynt að þreifa með fingri í endaþarmi eftir eymslum í botnlanga, til frekari staðfestingar á greiningunni. Einnig er tekið blóðsýni og í sumum tilfellum gerð ómun af kvið þar sem hugsanlega má greina botnlangabólgu.

Fjarlægja þarf bólginn botnlanga.

Það er ekki til sú rannsókn sem úrskurðar með vissu hvort um botnlangabólgu sé að ræða eða ekki. Þess vegna er sjúkrasagan ásamt líkamsskoðun mjög mikilvæg. Þetta skýrir hvers vegna margir sem fara í uppskurð reynast hafa heilbrigðan botnlanga.

Botnlangabólga er meðhöndluð með skurðaðgerð. Viðkomandi er látinn vera fastandi og gefinn vökvi í æð. Í svæfingu er botnlanginn fjarlægður annaðhvort með speglunartækni þar sem gerð eru 3 lítil göt á kviðvegginn, eða með hefðbundinni skurðaðgerð þar sem gerður er lítill skurður hægra megin rétt neðan við nafla. Ef allt gengur vel í aðgerðinni er útskrift eftir um það bil 3 daga. Það er beðið eftir því að þarmarnir taki til starfa aftur, loft gangi niður, og sjúklingurinn sé næsta hitalaus.

Myndir:

Þetta svar birtist áður á vefnum Doktor.is. Það er lítillega aðlagað og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

10.11.2010

Síðast uppfært

22.1.2019

Spyrjandi

Kristín Birna Benonýsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Doktor.is. „Hvernig lýsir botnlangabólga sér?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2010, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57574.

Doktor.is. (2010, 10. nóvember). Hvernig lýsir botnlangabólga sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57574

Doktor.is. „Hvernig lýsir botnlangabólga sér?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2010. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57574>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 20-30 ára og er algengari meðal karla.

Einkenni botnlangabólgu geta verið margvísleg en yfirleitt er ferillinn nokkuð hefðbundinn:
  • Botnlangabólga byrjar yfirleitt með kviðverk í eða ofan við nafla.
  • Á nokkrum klukkustundum flytur verkurinn sig niður og til hægri í kviðarholinu. Hann magnast upp og er sérstaklega slæmur við hreyfingu.
  • Margir finna fyrir ógleði og kasta jafnvel upp. Sumir fá niðurgang.
  • Líkamshitinn er yfirleitt í kringum 38° gráður en þriðji hver einstaklingur er hitalaus.
Ungbörn og eldra fólk hafa mjög oft óhefðbundin einkenni sem geta tafið fyrir greiningu sjúkdómsins og það getur leitt til slæmra fylgikvilla.

Botnlanginn er um það bil 7 cm löng tota úr eitilríkum vef. Hann tengist inn í botnristilinn sem er fyrsti hluti digurgirnis.

Botnlanginn er um það bil 7 cm löng tota úr eitilríkum vef. Hann tengist inn í botnristilinn (cecum) sem er fyrsti hluti digurgirnis. Innan á slímhúðaryfirborði botnlangans sitja meðal annars frumur sem framleiða slím. Við eðlilegar aðstæður fer slímið inn í botnristilinn. Þegar hindrun verður á flæðinu eykst þrýstingurinn innan í botnlangatotunni vegna uppsöfnunar á slími. Að lokum verður þrýstingurinn það mikill að hann hindrar eðlilegt blóðflæði (þrýstir saman æðum) til botnlangans og það myndast drep í vefnum. Við þær aðstæður ná bakteríur fótfestu og valda bólgu í öllum vefjalögum botnlangans.

Orsökin er ekki alltaf ljós en yfirleitt er um að ræða einhvers konar hindrun á rennsli frá botnlanganum, til dæmis af völdum saursparða, stækkaðs eitilvefs eða æxlis. Saurspörð eru algengasta orsökin.

Algengustu einkennum botnlangabólgu var lýst hér að ofan. Til þess að greina sjúkdóminn fer læknir vandlega yfir sjúkrasöguna með tilliti til eðli kviðverkjanna og annarra einkenna. Almenn lífsmörk eru metin, það er blóðþrýstingur, púls og hiti, og gerð er almenn líkamsskoðun með áherslu á kviðskoðun. Stundum er reynt að þreifa með fingri í endaþarmi eftir eymslum í botnlanga, til frekari staðfestingar á greiningunni. Einnig er tekið blóðsýni og í sumum tilfellum gerð ómun af kvið þar sem hugsanlega má greina botnlangabólgu.

Fjarlægja þarf bólginn botnlanga.

Það er ekki til sú rannsókn sem úrskurðar með vissu hvort um botnlangabólgu sé að ræða eða ekki. Þess vegna er sjúkrasagan ásamt líkamsskoðun mjög mikilvæg. Þetta skýrir hvers vegna margir sem fara í uppskurð reynast hafa heilbrigðan botnlanga.

Botnlangabólga er meðhöndluð með skurðaðgerð. Viðkomandi er látinn vera fastandi og gefinn vökvi í æð. Í svæfingu er botnlanginn fjarlægður annaðhvort með speglunartækni þar sem gerð eru 3 lítil göt á kviðvegginn, eða með hefðbundinni skurðaðgerð þar sem gerður er lítill skurður hægra megin rétt neðan við nafla. Ef allt gengur vel í aðgerðinni er útskrift eftir um það bil 3 daga. Það er beðið eftir því að þarmarnir taki til starfa aftur, loft gangi niður, og sjúklingurinn sé næsta hitalaus.

Myndir:

Þetta svar birtist áður á vefnum Doktor.is. Það er lítillega aðlagað og birt hér með góðfúslegu leyfi.

...