Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?

Jónína Hafsteinsdóttir

Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. Ísl. 1950, 55).

Mælt er að kletturinn beri nafn af því að þangað hafi Guðríði Símonardóttur, konu síra Hallgríms Péturssonar, oft orðið gengið einslega og hún sést sitja þar með prjóna sína og það stundum meðan maður hennar var að guðsþjónustu. En erindi Guðríðar að klettinum átti að hafa verið annað og meira. Sagt var að hún hefði haft með sér lítið líkneski af Múhameð spámanni og tilbeðið á þessum stað (örnefnaskrá Saurbæjar). Um sannleiksgildi sögunnar verður auðvitað ekki fullyrt nú, en svo mikið er þó víst að prjónalistin var komin til Íslands mun fyrr en þetta, sennilega ekki síðar en á fyrri hluta 16. aldar (Elsa E. Guðjónsson: „Um prjón á Íslandi“. Hugur og hönd 1985).

Það er alkunna að húsfreyjur á mannmörgum heimilum í íslenskum sveitum nýttu tíma sinn til hins ítrasta og létu enga stund fara til spillis. Því héldu þær gjarnan á prjónunum sínum er þær gáðu til kinda eða skruppu bæjarleið og gengu prjónandi. Í landi Hvamms í Dýrafirði er Prjónalág, sögð berjalaut á Prjónalágarholti. Engin skýring á nafninu er í örnefnaskrá, en ekki er ólíklegt að það eigi uppruna sinn að rekja til vinnusemi húsmæðra eða annarra kvenna.

Djúpt gil, nefnt Jókugil, klýfur hamrabelti fjallsins Bjólfs í Seyðisfirði. Munnmæli eru um að smalastúlka, er Jóka var nefnd, gætti fjár í Bjólfinum. „Það var venja hennar að ganga prjónandi upp og ofan gil þetta. Gil þetta er afar slæmt umferðar, svo að telja má, að Jóka hafi verið sérstaklega fótviss og vinnugefin“ (örnefnaskrá Fjarðar).

Prjónaskapur getur birst í örnefnum á fleiri vegu. Í landi Vogs í Hraunhreppi á Mýrum er keilumyndað holt eða hóll og heitir Prjónhúfa, „trúlega dregið af lögun hólsins, en efst á honum er há þúfa, líkt og prjónhúfa í laginu“ (örnefnaskrá Vogs). Sama örnefni er í Hrísdal í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Þar er hár keilumyndaður hóll, sem heitir Prjónhúfa; eru raunar tvær, Stóra- og Litla-Prjónhúfa, við Prjónhúfulæk (örnefnaskrá Hrísdals).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Ef lesendur kannast við fleiri örnefni þar sem prjón kemur við sögu má gjarnan senda

póst
um það á ritstjórn.

Höfundur

deildarstjóri á nafnfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

6.12.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jónína Hafsteinsdóttir. „Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap? “ Vísindavefurinn, 6. desember 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57924.

Jónína Hafsteinsdóttir. (2010, 6. desember). Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57924

Jónína Hafsteinsdóttir. „Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap? “ Vísindavefurinn. 6. des. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57924>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?
Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. Ísl. 1950, 55).

Mælt er að kletturinn beri nafn af því að þangað hafi Guðríði Símonardóttur, konu síra Hallgríms Péturssonar, oft orðið gengið einslega og hún sést sitja þar með prjóna sína og það stundum meðan maður hennar var að guðsþjónustu. En erindi Guðríðar að klettinum átti að hafa verið annað og meira. Sagt var að hún hefði haft með sér lítið líkneski af Múhameð spámanni og tilbeðið á þessum stað (örnefnaskrá Saurbæjar). Um sannleiksgildi sögunnar verður auðvitað ekki fullyrt nú, en svo mikið er þó víst að prjónalistin var komin til Íslands mun fyrr en þetta, sennilega ekki síðar en á fyrri hluta 16. aldar (Elsa E. Guðjónsson: „Um prjón á Íslandi“. Hugur og hönd 1985).

Það er alkunna að húsfreyjur á mannmörgum heimilum í íslenskum sveitum nýttu tíma sinn til hins ítrasta og létu enga stund fara til spillis. Því héldu þær gjarnan á prjónunum sínum er þær gáðu til kinda eða skruppu bæjarleið og gengu prjónandi. Í landi Hvamms í Dýrafirði er Prjónalág, sögð berjalaut á Prjónalágarholti. Engin skýring á nafninu er í örnefnaskrá, en ekki er ólíklegt að það eigi uppruna sinn að rekja til vinnusemi húsmæðra eða annarra kvenna.

Djúpt gil, nefnt Jókugil, klýfur hamrabelti fjallsins Bjólfs í Seyðisfirði. Munnmæli eru um að smalastúlka, er Jóka var nefnd, gætti fjár í Bjólfinum. „Það var venja hennar að ganga prjónandi upp og ofan gil þetta. Gil þetta er afar slæmt umferðar, svo að telja má, að Jóka hafi verið sérstaklega fótviss og vinnugefin“ (örnefnaskrá Fjarðar).

Prjónaskapur getur birst í örnefnum á fleiri vegu. Í landi Vogs í Hraunhreppi á Mýrum er keilumyndað holt eða hóll og heitir Prjónhúfa, „trúlega dregið af lögun hólsins, en efst á honum er há þúfa, líkt og prjónhúfa í laginu“ (örnefnaskrá Vogs). Sama örnefni er í Hrísdal í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Þar er hár keilumyndaður hóll, sem heitir Prjónhúfa; eru raunar tvær, Stóra- og Litla-Prjónhúfa, við Prjónhúfulæk (örnefnaskrá Hrísdals).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Ef lesendur kannast við fleiri örnefni þar sem prjón kemur við sögu má gjarnan senda

póst
um það á ritstjórn. ...