Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir?

ÍDÞ

Í svari Ara Ólafssonar við spurningunni: Hvernig myndast regnboginn? stendur:

Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið.

Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.

Þegar sólargeisli fer inn í vatnsdropa breytir hann um stefnu, hann speglast svo í dropanum og fer aftur út úr honum og brotnar þá aftur. Þannig breytir hann tvisvar um stefnu. Það fer svo eftir því hvernig hann brotnar hvaða litur kemur fram. Loftið hefur ljósbrotsstuðulinn 1, eða því sem næst, en vatnið í dropanum hefur stuðulinn 1,33.

Regnbogar myndast oft við fossa.

Svipað er upp á teningnum þegar við horfum ofan í sundlaug, þá virðist vatnið vera grynnra en það er í raun og veru vegna áðurnefnds ljósbrots. Að sama skapi virðist fótur okkar beygjast örlítið þegar við stígum ofan í baðker. Að lokum má svo nefna að ljósbrot á sér einnig stað þegar við horfum upp í næturhimininn. Stjörnurnar virðast oftar en ekki blikka með mismunandi litum. Vegna ókyrrðarinnar í lofthjúpnum kemst ljósið frá stjörnunum ekki beina leið til athugandans, það beygist í sífellu á leið sinni. Meira má lesa um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Gerður Arna Guðjónsdóttir, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58908.

ÍDÞ. (2011, 16. mars). Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58908

ÍDÞ. „Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58908>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir?
Í svari Ara Ólafssonar við spurningunni: Hvernig myndast regnboginn? stendur:

Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið.

Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.

Þegar sólargeisli fer inn í vatnsdropa breytir hann um stefnu, hann speglast svo í dropanum og fer aftur út úr honum og brotnar þá aftur. Þannig breytir hann tvisvar um stefnu. Það fer svo eftir því hvernig hann brotnar hvaða litur kemur fram. Loftið hefur ljósbrotsstuðulinn 1, eða því sem næst, en vatnið í dropanum hefur stuðulinn 1,33.

Regnbogar myndast oft við fossa.

Svipað er upp á teningnum þegar við horfum ofan í sundlaug, þá virðist vatnið vera grynnra en það er í raun og veru vegna áðurnefnds ljósbrots. Að sama skapi virðist fótur okkar beygjast örlítið þegar við stígum ofan í baðker. Að lokum má svo nefna að ljósbrot á sér einnig stað þegar við horfum upp í næturhimininn. Stjörnurnar virðast oftar en ekki blikka með mismunandi litum. Vegna ókyrrðarinnar í lofthjúpnum kemst ljósið frá stjörnunum ekki beina leið til athugandans, það beygist í sífellu á leið sinni. Meira má lesa um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....