Sólin Sólin Rís 03:35 • sest 23:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 14:46 í Reykjavík

Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt?

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

Ljósbaugar, venjulega nefndir rosabaugar, sjást stundum kringum tunglið, en oftar þó um sólina. Ástæða þess að slíkir baugar sjást sjaldnar um tunglið er sú að tunglið er svo miklu daufara en sólin. Birta baugs í kringum það verður því hlutfallslega minni. Þetta er líka skýringin á því að baugurinn sést helst þegar tungl er fullt þar sem tunglið er þá langtum bjartara en ella, tólf sinnum bjartara en þegar það er “hálft”.Rosabaugar sjást stundum í kringum tunglið

Rosabaugar myndast við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum, oftast blikuskýjum. Þessir baugar sjást því aðeins ef einhver skýjahula er á himni. Ískristallarnir eru sexstrendingar og þegar ljósið fer í gegnum þá breytir það um stefnu, en misjafnlega mikið eftir því hvernig það fellur á strendinginn. Algengasta stefnubreytingin er 22 gráður, og þess vegna myndast hringur í þeirri fjarlægð frá tungli eða sól á himninum. Þetta gerist þótt ískristallarnir snúi á alla mögulega vegu í skýjunum; við sjáum samsafn ljóss sem fer gegnum þá kristalla sem hafa mátulega stefnu.Ljós breytir um stefnu þegar það fer í gegnum ískristalla

Ekki má rugla rosabaugum saman við litbauga sem oft sjást kringum tunglið. Þeir baugar eru miklu minni, venjulega örfáar gráður frá tungli (nokkur þvermál tungls), og stafa af dreifingu ljóss (“ljósbeygingu”) í vatnsdropum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir:

Höfundur

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

stjarnfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

20.12.2005

Spyrjandi

Ásta Kristjánsdóttir
Salóme R. Gunnarsdóttir
Dagur Egonarson

Tilvísun

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2005. Sótt 27. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5499.

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). (2005, 20. desember). Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5499

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2005. Vefsíða. 27. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5499>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt?
Ljósbaugar, venjulega nefndir rosabaugar, sjást stundum kringum tunglið, en oftar þó um sólina. Ástæða þess að slíkir baugar sjást sjaldnar um tunglið er sú að tunglið er svo miklu daufara en sólin. Birta baugs í kringum það verður því hlutfallslega minni. Þetta er líka skýringin á því að baugurinn sést helst þegar tungl er fullt þar sem tunglið er þá langtum bjartara en ella, tólf sinnum bjartara en þegar það er “hálft”.Rosabaugar sjást stundum í kringum tunglið

Rosabaugar myndast við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum, oftast blikuskýjum. Þessir baugar sjást því aðeins ef einhver skýjahula er á himni. Ískristallarnir eru sexstrendingar og þegar ljósið fer í gegnum þá breytir það um stefnu, en misjafnlega mikið eftir því hvernig það fellur á strendinginn. Algengasta stefnubreytingin er 22 gráður, og þess vegna myndast hringur í þeirri fjarlægð frá tungli eða sól á himninum. Þetta gerist þótt ískristallarnir snúi á alla mögulega vegu í skýjunum; við sjáum samsafn ljóss sem fer gegnum þá kristalla sem hafa mátulega stefnu.Ljós breytir um stefnu þegar það fer í gegnum ískristalla

Ekki má rugla rosabaugum saman við litbauga sem oft sjást kringum tunglið. Þeir baugar eru miklu minni, venjulega örfáar gráður frá tungli (nokkur þvermál tungls), og stafa af dreifingu ljóss (“ljósbeygingu”) í vatnsdropum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir:

...