Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:43 • Sest 20:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:52 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:40 í Reykjavík

Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?

EDS

Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum.

Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæði þeirra voru ólík og fæðan einnig. Ef menn og risaeðlur hefðu verið uppi á sama tíma má alveg gera ráð fyrir að mennirnir hefðu reynt að nýta nánasta umhverfi sitt til fæðuöflunar eins og á öðrum tímaskeiðum og lagt sér einhverjar tegundir risaeðla til munns. Líklega hefðu þeir ekki ráðið við að veiða þær allra stærstu eða grimmustu en margar risaeðlur voru ekki svo ógnarstórar að menn hefðu ekki getið veitt þær.Risaeðluframfótur, bara að krydda og þá tilbúinn á grillið eða í ofninn!

Það er ekkert sem segir okkur að kjötið af risaeðlum hafi ekki verið ætt. Auðvitað vitum við ekki í dag hvernig risaeðlukjöt smakkaðist en það hefur sjálfsagt verið mjög misjafnt alveg eins og kjöt af ólíkum dýrum í dag er misjafnt. Einhverjar risaeðlur kunna að hafa bragðast líkt og sumir fuglar en margir telja einmitt að fuglar séu þær núlifandi dýrategundir sem séu skyldastar risaeðlum. Síðan má vel vera að einhverjar risaeðlur hafi smakkast líkt og krókódílar en krókódílar voru komnir til sögunnar á tímum risaeðlanna.

Það hafa ýmsir velt fyrir sér hvernig risaðelukjöt kunni að hafa bragðast, til dæmis má lesa skemmtilegar hugleiðingar um það á vefnum Slate.com (á ensku).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Hinrik Þór Þórisson, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011. Sótt 25. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=58970.

EDS. (2011, 17. mars). Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58970

EDS. „Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 25. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58970>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?
Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum.

Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæði þeirra voru ólík og fæðan einnig. Ef menn og risaeðlur hefðu verið uppi á sama tíma má alveg gera ráð fyrir að mennirnir hefðu reynt að nýta nánasta umhverfi sitt til fæðuöflunar eins og á öðrum tímaskeiðum og lagt sér einhverjar tegundir risaeðla til munns. Líklega hefðu þeir ekki ráðið við að veiða þær allra stærstu eða grimmustu en margar risaeðlur voru ekki svo ógnarstórar að menn hefðu ekki getið veitt þær.Risaeðluframfótur, bara að krydda og þá tilbúinn á grillið eða í ofninn!

Það er ekkert sem segir okkur að kjötið af risaeðlum hafi ekki verið ætt. Auðvitað vitum við ekki í dag hvernig risaeðlukjöt smakkaðist en það hefur sjálfsagt verið mjög misjafnt alveg eins og kjöt af ólíkum dýrum í dag er misjafnt. Einhverjar risaeðlur kunna að hafa bragðast líkt og sumir fuglar en margir telja einmitt að fuglar séu þær núlifandi dýrategundir sem séu skyldastar risaeðlum. Síðan má vel vera að einhverjar risaeðlur hafi smakkast líkt og krókódílar en krókódílar voru komnir til sögunnar á tímum risaeðlanna.

Það hafa ýmsir velt fyrir sér hvernig risaðelukjöt kunni að hafa bragðast, til dæmis má lesa skemmtilegar hugleiðingar um það á vefnum Slate.com (á ensku).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....