Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?

Tryggvi Þorgeirsson

Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jafnvel sérstök lykt. Svo virðist sem urðarmánar séu oftast á hreyfingu og að þeir ferðist á allt að um 3 m/s hraða (11 km/klst) um það bil einum metra fyrir ofan jörðu. Hreyfingin getur verið á móti vindátt og getur breytt skyndilega um stefnu.


Mynd af urðarmána frá 19. öld.

Urðarmáni getur verið allt frá einum upp í 20-30 sentímetrar í þvermál og varir frá örfáum sekúndum upp í meira en mínútu áður en hann hverfur, ýmist hljóðlaust eða með hvelli. Oft hefur verið tilkynnt að hann hafi sést innandyra og jafnvel í flugvélum og kafbátum. Einnig hefur hann sést fara gegnum glugga, jafnvel án skemmda á glerinu.

Fyrirbærið getur gefið frá sér mikla orku við snertingu og valdið tjóni vegna bruna eða bráðnunar.

Til eru sagnir um urðarmána allt frá tímum Forngrikkja en gerð fyrirbærisins er enn óljós. Tengsl urðarmána við venjulegar eldingar, ef einhver eru, eru ekki ljós. Ýmsir telja líklegt að fyrirbærið sé einhvers konar rafgas (plasma) en þá þykir meðal annars undarlegt hvað það helst lengi stöðugt. Meðal annarra kenninga um urðarmána er að þetta sé lofthvirfill með lýsandi gastegundum eða jafnvel örbylgjugeislun innan rafgasskeljar.

Að lokum skal tekið fram að urðarmáni virðist vera svo lítið þekkt fyrirbæri að heimildum ber ekki saman í smáatriðum um gerð fyrirbærisins og eiginleika.

Helstu heimildir:

Ohio State háskólinn

Vísindavefur tímaritsins Scientific American

Britannica á vefnum

Mynd:

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.6.2000

Spyrjandi

Gunnlaugur Þór Briem

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2000, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=590.

Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 29. júní). Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=590

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2000. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?
Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jafnvel sérstök lykt. Svo virðist sem urðarmánar séu oftast á hreyfingu og að þeir ferðist á allt að um 3 m/s hraða (11 km/klst) um það bil einum metra fyrir ofan jörðu. Hreyfingin getur verið á móti vindátt og getur breytt skyndilega um stefnu.


Mynd af urðarmána frá 19. öld.

Urðarmáni getur verið allt frá einum upp í 20-30 sentímetrar í þvermál og varir frá örfáum sekúndum upp í meira en mínútu áður en hann hverfur, ýmist hljóðlaust eða með hvelli. Oft hefur verið tilkynnt að hann hafi sést innandyra og jafnvel í flugvélum og kafbátum. Einnig hefur hann sést fara gegnum glugga, jafnvel án skemmda á glerinu.

Fyrirbærið getur gefið frá sér mikla orku við snertingu og valdið tjóni vegna bruna eða bráðnunar.

Til eru sagnir um urðarmána allt frá tímum Forngrikkja en gerð fyrirbærisins er enn óljós. Tengsl urðarmána við venjulegar eldingar, ef einhver eru, eru ekki ljós. Ýmsir telja líklegt að fyrirbærið sé einhvers konar rafgas (plasma) en þá þykir meðal annars undarlegt hvað það helst lengi stöðugt. Meðal annarra kenninga um urðarmána er að þetta sé lofthvirfill með lýsandi gastegundum eða jafnvel örbylgjugeislun innan rafgasskeljar.

Að lokum skal tekið fram að urðarmáni virðist vera svo lítið þekkt fyrirbæri að heimildum ber ekki saman í smáatriðum um gerð fyrirbærisins og eiginleika.

Helstu heimildir:

Ohio State háskólinn

Vísindavefur tímaritsins Scientific American

Britannica á vefnum

Mynd:...