Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum.

Merking frasans er sú að öll samskipti fólks séu að einhverju leyti skiptatengsl þar sem að söluvörur ganga kaupum og sölum. Þannig eigum við ekki aðeins í viðskiptum þegar við notum kortið til að borga fyrir málsverðinn heldur raunar í flestum samskiptum, til dæmis þegar við gerum öðrum greiða eða þegar aðrir splæsa á okkur hádegismat. (Við)skipti í víðu samhengi hafa verið mörgu fræðafólki hugleikin sem og hlutverk þeirra innan ólíkra samfélagsmynstra. Um skipti má til dæmis lesa í verkum mannfræðinga á borð við Claude Lévi-Strauss og David Graeber.

Súrefni hlýtur þó sannarlega að vera handan allra viðskipta. Eða hvað?

Enn hefur súrefni ekki verið fangað á þann hátt að hægt sé að búa til söluvöru úr því. Vatnið, sem er önnur lífsnauðsyn okkar, er þó víða orðið að söluvöru. Söluvöruvæðing þess hefur meira að segja gengið svo langt að reynt hefur verið að einkavæða alla notkun á vatni eins og til dæmis í Bólivíu á tíunda ártugnum. Þar var jafnvel regnvatn einkavætt svo ekki mátti safna því vatni sem féll af himni ofan. Einkavæðinginin í Bólivíu var dregin tilbaka eftir mikil mótmæli árið 2000 sem kallast vatnastríðin. Vatn er aftur á móti söluvara, gjarnan á flöskum, enda er hreint vatn víða af skornum skammti.

Í anda vísindaskáldskapar væri vel hægt að ímynda sér veröld þar sem súrefni fengist aðeins með tækjabúnaði á borð við köfunarbúnað sem fylla þyrfti á í súrefnisbúðum.

Erfitt er að ímynda sér að eins gæti farið fyrir súrefni og vatni. Í anda vísindaskáldskapar væri þó hægt að ímynda sér veröld þar sem þetta lífsnauðsynlega efni fengist aðeins með tækjabúnaði sem fylla þyrfti á í súrefnisbúðum. Þá væru virkilega komnar upp aðstæður þar sem einstaklingar þyrftu að vega og meta hvort þeir færu út að skokka eða ganga, það færi eftir því hvort þeir vildu borga fyrir súrefnið sem þeir mundu nota á hlaupunum eða í göngutúrnum. Dæmi sem þetta er sem betur fer afar fjarlægt okkar heimi og því hægt að segja að í dag sé súrefni vissulega ókeypis.

Hins vegar er einnig áhugavert að nálgast spurninguna út frá annarri hlið sem leyfir nokkuð víðari skilgreiningu á „ókeypis“. Í svari Kesöru Anamthawat-Jónsson við spurningunni Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? segir:

Talið er að andrúmsloft jarðar hafi verið súrefnislaust fyrir 3,5 milljörðum ára en síðan hafi smám saman myndast súrefni við ljóstillífun örvera. Þegar súrefni barst út í andrúmsloftið hófst þróun flóknari lífvera, svo sem heilkjörnunga. Þörungar bættu við meira súrefni með ljóstillífun og síðan þróuðust grænar plöntur. Nú er súrefni um 20% í andrúmslofti eins og kunnugt er. Án ljóstillífunar værum við ekki til.

Það er nauðsynlegt að viðhalda ljóstillífun, án þess væri lítið líf á jörðinni. Í svari við spurningunni Er hægt að búa til súrefni í vélum? kemur fram að enn sem komið sé það ekki ekki á mannlegu valdi að búa til súrefni úr öðrum frumefnum. Þetta lífræna ferli hefur átt sér stað í óralangan tíma án þess að manneskjur hafi komið við sögu og þó að mannfólk sé vissulega hluti af vistkerfinu mætti kannski segja að það hafi þegið vel af gjöfum jarðar.

Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um það að manneskjur hafi raskað vistkerfum. Í svari Kesöru segir einnig:

Kolefnisbinding ljóstillífunar er frumframleiðsla jarðar. Aðrar lífverur, þar á meðal menn, lifa af þessu beint og óbeint. Einnig er kolefnisbinding ljóstillífunar vel þekkt fyrir að vera leið til að vega upp á móti koltvíoxíði í andrúmslofti og sjó vegna mengunar sem kemur meðal annars frá iðnaðarstarfsemi mannsins.

Nú á dögum er vandinn helst sá að of mikið koltvíildi eða koldíoxíð er í andrúmsloftinu sem þarf að binda í ljóstillífun. En vandinn er einnig sá að þau vistkerfi sem sjá um stóran hluta þeirrar ljóstillífunar sem gerist á jörðinni eru í hættu af mannavöldum. Til dæmis vegna eyðingu regnskóga á borð við Amason-skógana fyrir meira akurlendi.

Ljóstillífun á sér stað í laufblöðum.

Ferli á borð við ljóstillífun gengur út á hringrás sem mætti kannski lýsa þannig að alltaf þurfi að gefa til baka þegar eitthvað hefur verið þegið hvort sem um mannlegan geranda er að ræða eða ekki. Því mætti kannski lýsa þessari hringrás sem eins konar skiptatengslum jafnvel þó þau skipti eigi nánast ekkert sameiginlegt við viðskiptaumhverfi okkar samfélags.

Sé þessi skilningur hafður í huga mætti varpa fram þeirri spurningu hvort mannkynið hafi þegið of mikið og ekki gefið nægilega tilbaka? Hvort við sem tegund stöndum í stórri skuld við vistkerfið? Ef svo er þá er kannski ekkert sem heitir ókeypis hádegismatur á frumefninu súrefni.

Myndir:

Höfundur

Nanna Hlín Halldórsdóttir

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

21.3.2014

Spyrjandi

Heiðbjört Vigfúsdóttir

Tilvísun

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2014. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59137.

Nanna Hlín Halldórsdóttir. (2014, 21. mars). Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59137

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2014. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59137>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?
Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum.

Merking frasans er sú að öll samskipti fólks séu að einhverju leyti skiptatengsl þar sem að söluvörur ganga kaupum og sölum. Þannig eigum við ekki aðeins í viðskiptum þegar við notum kortið til að borga fyrir málsverðinn heldur raunar í flestum samskiptum, til dæmis þegar við gerum öðrum greiða eða þegar aðrir splæsa á okkur hádegismat. (Við)skipti í víðu samhengi hafa verið mörgu fræðafólki hugleikin sem og hlutverk þeirra innan ólíkra samfélagsmynstra. Um skipti má til dæmis lesa í verkum mannfræðinga á borð við Claude Lévi-Strauss og David Graeber.

Súrefni hlýtur þó sannarlega að vera handan allra viðskipta. Eða hvað?

Enn hefur súrefni ekki verið fangað á þann hátt að hægt sé að búa til söluvöru úr því. Vatnið, sem er önnur lífsnauðsyn okkar, er þó víða orðið að söluvöru. Söluvöruvæðing þess hefur meira að segja gengið svo langt að reynt hefur verið að einkavæða alla notkun á vatni eins og til dæmis í Bólivíu á tíunda ártugnum. Þar var jafnvel regnvatn einkavætt svo ekki mátti safna því vatni sem féll af himni ofan. Einkavæðinginin í Bólivíu var dregin tilbaka eftir mikil mótmæli árið 2000 sem kallast vatnastríðin. Vatn er aftur á móti söluvara, gjarnan á flöskum, enda er hreint vatn víða af skornum skammti.

Í anda vísindaskáldskapar væri vel hægt að ímynda sér veröld þar sem súrefni fengist aðeins með tækjabúnaði á borð við köfunarbúnað sem fylla þyrfti á í súrefnisbúðum.

Erfitt er að ímynda sér að eins gæti farið fyrir súrefni og vatni. Í anda vísindaskáldskapar væri þó hægt að ímynda sér veröld þar sem þetta lífsnauðsynlega efni fengist aðeins með tækjabúnaði sem fylla þyrfti á í súrefnisbúðum. Þá væru virkilega komnar upp aðstæður þar sem einstaklingar þyrftu að vega og meta hvort þeir færu út að skokka eða ganga, það færi eftir því hvort þeir vildu borga fyrir súrefnið sem þeir mundu nota á hlaupunum eða í göngutúrnum. Dæmi sem þetta er sem betur fer afar fjarlægt okkar heimi og því hægt að segja að í dag sé súrefni vissulega ókeypis.

Hins vegar er einnig áhugavert að nálgast spurninguna út frá annarri hlið sem leyfir nokkuð víðari skilgreiningu á „ókeypis“. Í svari Kesöru Anamthawat-Jónsson við spurningunni Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? segir:

Talið er að andrúmsloft jarðar hafi verið súrefnislaust fyrir 3,5 milljörðum ára en síðan hafi smám saman myndast súrefni við ljóstillífun örvera. Þegar súrefni barst út í andrúmsloftið hófst þróun flóknari lífvera, svo sem heilkjörnunga. Þörungar bættu við meira súrefni með ljóstillífun og síðan þróuðust grænar plöntur. Nú er súrefni um 20% í andrúmslofti eins og kunnugt er. Án ljóstillífunar værum við ekki til.

Það er nauðsynlegt að viðhalda ljóstillífun, án þess væri lítið líf á jörðinni. Í svari við spurningunni Er hægt að búa til súrefni í vélum? kemur fram að enn sem komið sé það ekki ekki á mannlegu valdi að búa til súrefni úr öðrum frumefnum. Þetta lífræna ferli hefur átt sér stað í óralangan tíma án þess að manneskjur hafi komið við sögu og þó að mannfólk sé vissulega hluti af vistkerfinu mætti kannski segja að það hafi þegið vel af gjöfum jarðar.

Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um það að manneskjur hafi raskað vistkerfum. Í svari Kesöru segir einnig:

Kolefnisbinding ljóstillífunar er frumframleiðsla jarðar. Aðrar lífverur, þar á meðal menn, lifa af þessu beint og óbeint. Einnig er kolefnisbinding ljóstillífunar vel þekkt fyrir að vera leið til að vega upp á móti koltvíoxíði í andrúmslofti og sjó vegna mengunar sem kemur meðal annars frá iðnaðarstarfsemi mannsins.

Nú á dögum er vandinn helst sá að of mikið koltvíildi eða koldíoxíð er í andrúmsloftinu sem þarf að binda í ljóstillífun. En vandinn er einnig sá að þau vistkerfi sem sjá um stóran hluta þeirrar ljóstillífunar sem gerist á jörðinni eru í hættu af mannavöldum. Til dæmis vegna eyðingu regnskóga á borð við Amason-skógana fyrir meira akurlendi.

Ljóstillífun á sér stað í laufblöðum.

Ferli á borð við ljóstillífun gengur út á hringrás sem mætti kannski lýsa þannig að alltaf þurfi að gefa til baka þegar eitthvað hefur verið þegið hvort sem um mannlegan geranda er að ræða eða ekki. Því mætti kannski lýsa þessari hringrás sem eins konar skiptatengslum jafnvel þó þau skipti eigi nánast ekkert sameiginlegt við viðskiptaumhverfi okkar samfélags.

Sé þessi skilningur hafður í huga mætti varpa fram þeirri spurningu hvort mannkynið hafi þegið of mikið og ekki gefið nægilega tilbaka? Hvort við sem tegund stöndum í stórri skuld við vistkerfið? Ef svo er þá er kannski ekkert sem heitir ókeypis hádegismatur á frumefninu súrefni.

Myndir:

...