Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru hár mismunandi á litinn?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram:

Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þann hluta hárs sem skagar upp úr húðþekjunni.

Það eru til tvö afbrigði af melaníni. Annað afbrigðið heitir faeómelanín og er gult-rautt en hitt afbrigðið heitir eumelanín og er dökkbrúnt-svart. Það fer svo eftir erfðum hvernig hárið verður á litinn. Fleiri en eitt gen hefur áhrif á hárlit og þess vegna eru hárlitir jafnmismunandi og þeir eru margir, það er geta verið misljósir eða -dökkir.

Hér er litarefnið eumelanín í meirihluta.

Með aldrinum minnkar framleiðsla á melaníni en þá fer hár að grána.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Kristín, Þórdís & Ragnheiður, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju eru hár mismunandi á litinn?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=59178.

ÍDÞ. (2011, 1. apríl). Af hverju eru hár mismunandi á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59178

ÍDÞ. „Af hverju eru hár mismunandi á litinn?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59178>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.