Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?

ÍDÞ

Bæði strákar og stelpur fara í mútur en það er eitt einkenni kynþroskaskeiðsins. Vegna kynhormóna verða ýmsar líkamlegar breytingar við kynþroska.

Áður en rödd drengja dýpkar geta þeir sungið í drengjakór.

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur eftirfarandi fram:

Karlkynhormón hafa einnig þau áhrif á unglinga að brjóskið í barkakýlinu stækkar og raddböndin lengjast þannig að grunntónn þeirra verður dýpri. Þetta kallast að fara í mútur. Raddbreytingin er meira áberandi hjá strákum en stelpum þar sem rödd þeirra dýpkar mun meir eða um eina áttund hjá strákum á móti einum eða tveimur tónum hjá stelpum. Raddbreytingin getur gerst mjög skyndilega og verið vandræðaleg þegar röddin „gefur sig“ á óþægilegum augnablikum. Mútur verða oftast á þeim tíma kynþroskaskeiðs þegar vöxtur er í hámarki og áður en skeggvöxtur hjá strákum hefst að ráði, eða í kringum 14 til 15 ára aldur.

Oft myndast eins konar ískur eins og spyrjandi bendir á þegar röddin gefur sig.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Hólmfríður Birta Ragnheiðardóttir, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59199.

ÍDÞ. (2011, 1. apríl). Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59199

ÍDÞ. „Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59199>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?
Bæði strákar og stelpur fara í mútur en það er eitt einkenni kynþroskaskeiðsins. Vegna kynhormóna verða ýmsar líkamlegar breytingar við kynþroska.

Áður en rödd drengja dýpkar geta þeir sungið í drengjakór.

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur eftirfarandi fram:

Karlkynhormón hafa einnig þau áhrif á unglinga að brjóskið í barkakýlinu stækkar og raddböndin lengjast þannig að grunntónn þeirra verður dýpri. Þetta kallast að fara í mútur. Raddbreytingin er meira áberandi hjá strákum en stelpum þar sem rödd þeirra dýpkar mun meir eða um eina áttund hjá strákum á móti einum eða tveimur tónum hjá stelpum. Raddbreytingin getur gerst mjög skyndilega og verið vandræðaleg þegar röddin „gefur sig“ á óþægilegum augnablikum. Mútur verða oftast á þeim tíma kynþroskaskeiðs þegar vöxtur er í hámarki og áður en skeggvöxtur hjá strákum hefst að ráði, eða í kringum 14 til 15 ára aldur.

Oft myndast eins konar ískur eins og spyrjandi bendir á þegar röddin gefur sig.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...