Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Eru geimverur stórar?

EDS

Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það.

Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni í gegnum þúsundir, milljónir og milljarða ára. Lífið á jörðinni sýnir okkur að lífverur geta verið mjög breytilegar að stærð, allt frá einfrumungum svo litlum að þeir verða ekki greindir með berum augum upp í risaeðlur sem voru allt að 55 tonn að þyngd og nokkrir tugir metrar að lengd.

Einu geimverurnar sem við vitum um eru lífverur sem eru eða hafa verið á jörðinni, en lífið á jörðinni sýnir okkur að lífverur geta verið mjög breytilegar að stærð.

Það er ekkert sem bendir til þess að ef líf er að finna á öðrum hnöttum þá sé það eins og það líf sem þróaðist hér á jörðinni. Ef við tökum hins vegar mið af því sem við þekkjum þá má alveg gera ráð fyrir að fjölbreytileikinn og þar með stærðin sé ekki minni en það sem vitað er um á plánetunni okkar.

Á Vísindavefnum eru fjölmög svör um geimverur og líf á öðrum hnöttum, til dæmis:

Mynd:

en.wikipedia.org - Animal. Sótt 12.5.2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

12.4.2011

Spyrjandi

Hanna Lísa Hafliðadóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Eru geimverur stórar?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2011. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59371.

EDS. (2011, 12. apríl). Eru geimverur stórar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59371

EDS. „Eru geimverur stórar?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2011. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59371>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru geimverur stórar?
Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það.

Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni í gegnum þúsundir, milljónir og milljarða ára. Lífið á jörðinni sýnir okkur að lífverur geta verið mjög breytilegar að stærð, allt frá einfrumungum svo litlum að þeir verða ekki greindir með berum augum upp í risaeðlur sem voru allt að 55 tonn að þyngd og nokkrir tugir metrar að lengd.

Einu geimverurnar sem við vitum um eru lífverur sem eru eða hafa verið á jörðinni, en lífið á jörðinni sýnir okkur að lífverur geta verið mjög breytilegar að stærð.

Það er ekkert sem bendir til þess að ef líf er að finna á öðrum hnöttum þá sé það eins og það líf sem þróaðist hér á jörðinni. Ef við tökum hins vegar mið af því sem við þekkjum þá má alveg gera ráð fyrir að fjölbreytileikinn og þar með stærðin sé ekki minni en það sem vitað er um á plánetunni okkar.

Á Vísindavefnum eru fjölmög svör um geimverur og líf á öðrum hnöttum, til dæmis:

Mynd:

en.wikipedia.org - Animal. Sótt 12.5.2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....