Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kom hafið?


Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina.

Í þurru lofti er 78% nitur og 21% súrefni. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni.

Það er ekki lofthjúpur utan um allar reikistjörnur. Ef reikistjörnur eru litlar og léttar ná þær ekki að halda lofti að sér. Sameindir loftsins fjúka þá bara út í geiminn. Á Merkúríusi, sem er innsta reikistjarna sólkerfisins, er enginn lofthjúpur. Þar er mikill hiti og agnir lofthjúpsins fá mikla orku og hraða og rjúka því út í geiminn.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Ástrós Sóley Kristjánsdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er loft?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59807.

JGÞ. (2011, 23. maí). Hvað er loft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59807

JGÞ. „Hvað er loft?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59807>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er loft?
Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kom hafið?


Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina.

Í þurru lofti er 78% nitur og 21% súrefni. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni.

Það er ekki lofthjúpur utan um allar reikistjörnur. Ef reikistjörnur eru litlar og léttar ná þær ekki að halda lofti að sér. Sameindir loftsins fjúka þá bara út í geiminn. Á Merkúríusi, sem er innsta reikistjarna sólkerfisins, er enginn lofthjúpur. Þar er mikill hiti og agnir lofthjúpsins fá mikla orku og hraða og rjúka því út í geiminn.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....