Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og jafnvel síðar, en sumt má staðfesta með því að bera það saman við Íslendingabók Ara fróða og frásagnir í fornsögum. Samkvæmt þessum heimildum skiptist þingið í nokkrar aðskildar stofnanir. Lögrétta hafði einkum það hlutverk að setja ný lög. Fjórðungsdómar dæmdu í málum hver úr sínum landsfjórðungi. Fimmtardómur dæmdi í málum sem af einhverjum ástæðum tókst ekki að ljúka á viðunandi hátt í fjórðungsdómi. Loks var Lögberg vettvangur fyrir opinberar tilkynningar.

Svona hugsaði málarinn W. G. Collingwood (1819-1903) sér Alþingi til forna.

Þegar spurt er um fjölda „alþingismanna“ er líklega einkum átt við fjölda þeirra sem sátu í lögréttu og fóru þannig með löggjafarvald. Þá er því til að svara að samkvæmt Grágás skyldu
pallar þrír vera umhverfis lögréttuna, svo víðir að rúmlega megi sitja á hverjum þeirra fernar tylftir manna. Það eru tólf menn úr fjórðungi hverjum er lögréttusetu eigu, og lögsögumaður umfram, svo að þar skulu ráða lögum og lofum. Þeir skulu allir sitja á miðpalli, og þar eigu biskupar vorir rúm.

Þessir 48 menn, tólf úr hverjum landsfjórðungi, fóru með löggjafarvaldið, og þeir voru einkum goðar, líka kallaðir goðorðsmenn. Nú var goðorðaskipting landsins þannig að tólf goðar voru í Norðlendingafjórðungi en níu í hverjum hinna fjórðunganna, alls 39. Til að jafna hlut fjórðunganna í lögréttu var bætt við þessa tölu þremur mönnum úr hverjum þeirra fjórðunga sem höfðu aðeins níu goða. Miðpallsmenn, hinir eiginlegu handhafar löggjafarvalds, voru því 4 x 12 = 48, auk biskupa og lögsögumanns, að minnsta kosti ef hann var ekki goði, en ekki er vitað hvort þessir þrír menn tóku beinlínis þátt í að samþykkja lög. Síðan tók hver miðpallsmaður með sér tvo menn til að ráðgast við, sjálfsagt oftast bændur, og höfðu annan á bekknum fyrir framan sig, hinn fyrir aftan sig. Þannig sátu í lögréttunni að minnsta kosti þrisvar sinnum 48 eða 144 menn, auk biskupa og lögsögumanns. Ekki er vitað hvort biskupar og lögsögumaður höfðu líka ráðgjafa fyrir framan sig og aftan. Líklegra er að það hafi ekki verið og lögréttusetumenn því verið 147.

Í dómstólum Alþingis sátu bændur sem fylgdu goða sínum til þings og voru tilnefndir í dóma af þeim. Í hverjum fjórðungsdómi sátu líklega 36 menn, í fimmtardómi sátu 48. Ef við gerum ekki ráð fyrir að sömu mennirnir hafi setið í dómum á báðum dómstigum, eða bæði í lögréttu og dómstólum, hafa um 340 manns gegnt starfi á þinginu. Fjölda þingsóknarmanna má svo áætla út frá því að samkvæmt lögum átti níundi hver sjálfbjarga bóndi að ríða með goða sínum til Alþingis. Í Íslendingabók Ara fróða segir að sjálfbjarga bændur hafi verið um 4560 á landinu um aldamótin 1100. Sé deilt í þá tölu með níu kemur út rúmlega 500. Við þá tölu hafa bæst aðilar að dómsmálum sem átti að dæma í á þinginu, einnig tilkvaddir vottar. Þá kemur fram í sögum að menn riðu stundum til þings sér til skemmtunar, þeirra á meðal konur sem tóku ekki þátt í formlegum störfum þingsins.

Heimildir:

  • Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis. Reykjavík, Alþingissögunefnd, 1945.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga. Reykjavík, Heimskringla, 2004.
  • Mynd: Painting History: January 2012. (Sótt 4. 6. 2013).

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.6.2013

Spyrjandi

Ólafur Helgi Harðarson

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2013, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59906.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2013, 7. júní). Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59906

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2013. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59906>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og jafnvel síðar, en sumt má staðfesta með því að bera það saman við Íslendingabók Ara fróða og frásagnir í fornsögum. Samkvæmt þessum heimildum skiptist þingið í nokkrar aðskildar stofnanir. Lögrétta hafði einkum það hlutverk að setja ný lög. Fjórðungsdómar dæmdu í málum hver úr sínum landsfjórðungi. Fimmtardómur dæmdi í málum sem af einhverjum ástæðum tókst ekki að ljúka á viðunandi hátt í fjórðungsdómi. Loks var Lögberg vettvangur fyrir opinberar tilkynningar.

Svona hugsaði málarinn W. G. Collingwood (1819-1903) sér Alþingi til forna.

Þegar spurt er um fjölda „alþingismanna“ er líklega einkum átt við fjölda þeirra sem sátu í lögréttu og fóru þannig með löggjafarvald. Þá er því til að svara að samkvæmt Grágás skyldu
pallar þrír vera umhverfis lögréttuna, svo víðir að rúmlega megi sitja á hverjum þeirra fernar tylftir manna. Það eru tólf menn úr fjórðungi hverjum er lögréttusetu eigu, og lögsögumaður umfram, svo að þar skulu ráða lögum og lofum. Þeir skulu allir sitja á miðpalli, og þar eigu biskupar vorir rúm.

Þessir 48 menn, tólf úr hverjum landsfjórðungi, fóru með löggjafarvaldið, og þeir voru einkum goðar, líka kallaðir goðorðsmenn. Nú var goðorðaskipting landsins þannig að tólf goðar voru í Norðlendingafjórðungi en níu í hverjum hinna fjórðunganna, alls 39. Til að jafna hlut fjórðunganna í lögréttu var bætt við þessa tölu þremur mönnum úr hverjum þeirra fjórðunga sem höfðu aðeins níu goða. Miðpallsmenn, hinir eiginlegu handhafar löggjafarvalds, voru því 4 x 12 = 48, auk biskupa og lögsögumanns, að minnsta kosti ef hann var ekki goði, en ekki er vitað hvort þessir þrír menn tóku beinlínis þátt í að samþykkja lög. Síðan tók hver miðpallsmaður með sér tvo menn til að ráðgast við, sjálfsagt oftast bændur, og höfðu annan á bekknum fyrir framan sig, hinn fyrir aftan sig. Þannig sátu í lögréttunni að minnsta kosti þrisvar sinnum 48 eða 144 menn, auk biskupa og lögsögumanns. Ekki er vitað hvort biskupar og lögsögumaður höfðu líka ráðgjafa fyrir framan sig og aftan. Líklegra er að það hafi ekki verið og lögréttusetumenn því verið 147.

Í dómstólum Alþingis sátu bændur sem fylgdu goða sínum til þings og voru tilnefndir í dóma af þeim. Í hverjum fjórðungsdómi sátu líklega 36 menn, í fimmtardómi sátu 48. Ef við gerum ekki ráð fyrir að sömu mennirnir hafi setið í dómum á báðum dómstigum, eða bæði í lögréttu og dómstólum, hafa um 340 manns gegnt starfi á þinginu. Fjölda þingsóknarmanna má svo áætla út frá því að samkvæmt lögum átti níundi hver sjálfbjarga bóndi að ríða með goða sínum til Alþingis. Í Íslendingabók Ara fróða segir að sjálfbjarga bændur hafi verið um 4560 á landinu um aldamótin 1100. Sé deilt í þá tölu með níu kemur út rúmlega 500. Við þá tölu hafa bæst aðilar að dómsmálum sem átti að dæma í á þinginu, einnig tilkvaddir vottar. Þá kemur fram í sögum að menn riðu stundum til þings sér til skemmtunar, þeirra á meðal konur sem tóku ekki þátt í formlegum störfum þingsins.

Heimildir:

  • Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis. Reykjavík, Alþingissögunefnd, 1945.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga. Reykjavík, Heimskringla, 2004.
  • Mynd: Painting History: January 2012. (Sótt 4. 6. 2013).

...