Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám?

Starinn (Sturnus vulgaris) er að upplagi klettafugl og verpir í hvers konar klettum, til dæmis hömrum. Eftir að borgir og bæir tóku að byggjast upp í Evrópu notaði starinn þessa nýju vist til landnáms.

Starar baða sig í laug.

Starinn verpir á húsþökum og í risum um alla Evrópu. Hér á landi verpir hann víða í bæjum allt í kringum landið en telst ekki vera aufúsugestur þar sem hann ber með sér fuglafló eða hænsnafló (Ceratophyllus gallinae). Nokkur staravörp eru þó þekkt í klettum hér á landi og má helst nefna varp innst í Reykjadal við Hveragerði.

Mynd:

Útgáfudagur

11.8.2011

Spyrjandi

Grunnskólinn í Sandgerði

Höfundur

Tilvísun

JMH. „Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2011. Sótt 23. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=60161.

JMH. (2011, 11. ágúst). Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60161

JMH. „Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2011. Vefsíða. 23. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60161>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Vélmenni

Hugmyndin um vélmenni, þ.e. vél í mannslíki, kemur víða fyrir í fornum goðsögum og bókmenntum. Fyrsti nútímaróbotinn kom á markað 1961. Hann nefndist Unimate og var eins konar gervihandleggur, notaður við bílaframleiðslu í verksmiðjum General Motors. Orðið róbot á sér tékkneskar rætur, það kom fyrst fyrir í leikriti eftir rithöfundinn Karel Čapek frá árinu 1920.