Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?

Erla Kristjánsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson

Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sneri sér fljótlega að ráðgjöf og rannsóknum.

Linda Darling-Hammond er nú prófessor í menntavísindum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Hún er mikilvirkur rannsakandi, hefur skrifað yfir 300 greinar og fjölda bóka um menntastefnu, framkvæmd hennar, um nám og skólastarf, skipulagsbreytingar og umbótastarf í skólum, kennaramenntun og jafnræði í menntun. Til að auka jafnræði nemenda leggur Darling-Hammond áherslu á að efla kennaramenntun og samstarf við foreldra og það grenndarsamfélag sem skólinn starfar í. Hún leggur áherslu á að vönduð kennaramenntun sé heildstæð og byggi á skýrum hugmyndum um í hverju góð kennsla felst. Út frá þeim hugmyndum skuli skipuleggja kennaramenntun. Öll námskeið þurfa að vera vettvangsmiðuð og sterk áhersla lögð á tengsl kenninga og framkvæmdar. Sagt er að fátt sé eins hagnýtt og góð kenning og að mati hennar er í raun ekkert eins fræðilegt og raunverulegt starf á vettvangi. Hún telur mikilvægt að nýliðar í kennslu vinni undir leiðsögn reyndra kennara sem geta hjálpað þeim að tengja saman kenningu og starf.

Linda Darling-Hammond á sæti í ritstjórnum fjölmargra tímarita, hefur verið forseti bandarísku menntarannsóknasamtakanna og tekur virkan þátt í ráðum og nefndum um menntamál. Hún var um árabil framkvæmdastjóri sérfræðinganefndar, en vinna nefndarinnar setti gildi góðrar kennaramenntunar og gæðakennslu í sviðsljósið og hafði afgerandi áhrif á skólastarf í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna. Hún var Barack Obama Bandaríkjaforseta til ráðgjafar um menntamál í kosningabaráttu hans um forsetaembættið. Hún hefur þegar hlotið heiðursdoktorsnafnbót við fjölda háskóla og fengið margvíslegar viðurkenningar aðrar. Tímaritið Education Weak hefur lýst því yfir að Linda Darling-Hammond sé einn af tíu áhrifamestu menntafrömuðum síðustu áratuga.



Hugmyndir og kenningar Lindu Darling-Hammond hafa haft mikil áhrif á skólastarf í Bandaríkjunum og víðar.

Í nýjustu bók sinni The Flat World and Education: How the America´s Committment to Equality will Determine our Future leggur Darling-Hammond áherslu á að Bandaríkin muni ekki halda sínum hlut í markaðskerfi heimsins nema fé til menntamála sé markvisst nýtt til að auka jöfnuð, ekki síst með því að styrkja fjárhagstöðu þeirra fylkja sem standa höllum fæti og bæta hlut barna frá efnalitlum heimilum. Í bókinni leggur hún áherslu á hve hratt heimurinn breytist og hvernig kennsla og skólastarf almennt skuli taka mið af þessum breytingum. Hún telur að endurskipuleggja þurfi skólastarf með það að markmiði að gera öll samskipti persónulegri og leggja áherslu á sterk tengsl milli nemenda, starfsmanna og foreldra. Hún fjallar um fjölmarga en ólíka þætti menntamála, allt frá stefnumálum almennt til sérhæfðrar umræðu um nám og kennslu og leggur ávallt rannsóknir til grundvallar ályktunum sínum.

Á veraldarvefnum má finna margvíslegt efni eftir Lindu Darling- Hammond og heimasíða hennar er góður tengiliður, sjá hér.

Myndir:

Höfundar

lektor við menntavísindasvið HÍ

lektor við menntavísindasvið HÍ

Útgáfudagur

31.8.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Erla Kristjánsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson. „Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2011, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60540.

Erla Kristjánsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson. (2011, 31. ágúst). Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60540

Erla Kristjánsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson. „Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2011. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?
Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sneri sér fljótlega að ráðgjöf og rannsóknum.

Linda Darling-Hammond er nú prófessor í menntavísindum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Hún er mikilvirkur rannsakandi, hefur skrifað yfir 300 greinar og fjölda bóka um menntastefnu, framkvæmd hennar, um nám og skólastarf, skipulagsbreytingar og umbótastarf í skólum, kennaramenntun og jafnræði í menntun. Til að auka jafnræði nemenda leggur Darling-Hammond áherslu á að efla kennaramenntun og samstarf við foreldra og það grenndarsamfélag sem skólinn starfar í. Hún leggur áherslu á að vönduð kennaramenntun sé heildstæð og byggi á skýrum hugmyndum um í hverju góð kennsla felst. Út frá þeim hugmyndum skuli skipuleggja kennaramenntun. Öll námskeið þurfa að vera vettvangsmiðuð og sterk áhersla lögð á tengsl kenninga og framkvæmdar. Sagt er að fátt sé eins hagnýtt og góð kenning og að mati hennar er í raun ekkert eins fræðilegt og raunverulegt starf á vettvangi. Hún telur mikilvægt að nýliðar í kennslu vinni undir leiðsögn reyndra kennara sem geta hjálpað þeim að tengja saman kenningu og starf.

Linda Darling-Hammond á sæti í ritstjórnum fjölmargra tímarita, hefur verið forseti bandarísku menntarannsóknasamtakanna og tekur virkan þátt í ráðum og nefndum um menntamál. Hún var um árabil framkvæmdastjóri sérfræðinganefndar, en vinna nefndarinnar setti gildi góðrar kennaramenntunar og gæðakennslu í sviðsljósið og hafði afgerandi áhrif á skólastarf í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna. Hún var Barack Obama Bandaríkjaforseta til ráðgjafar um menntamál í kosningabaráttu hans um forsetaembættið. Hún hefur þegar hlotið heiðursdoktorsnafnbót við fjölda háskóla og fengið margvíslegar viðurkenningar aðrar. Tímaritið Education Weak hefur lýst því yfir að Linda Darling-Hammond sé einn af tíu áhrifamestu menntafrömuðum síðustu áratuga.



Hugmyndir og kenningar Lindu Darling-Hammond hafa haft mikil áhrif á skólastarf í Bandaríkjunum og víðar.

Í nýjustu bók sinni The Flat World and Education: How the America´s Committment to Equality will Determine our Future leggur Darling-Hammond áherslu á að Bandaríkin muni ekki halda sínum hlut í markaðskerfi heimsins nema fé til menntamála sé markvisst nýtt til að auka jöfnuð, ekki síst með því að styrkja fjárhagstöðu þeirra fylkja sem standa höllum fæti og bæta hlut barna frá efnalitlum heimilum. Í bókinni leggur hún áherslu á hve hratt heimurinn breytist og hvernig kennsla og skólastarf almennt skuli taka mið af þessum breytingum. Hún telur að endurskipuleggja þurfi skólastarf með það að markmiði að gera öll samskipti persónulegri og leggja áherslu á sterk tengsl milli nemenda, starfsmanna og foreldra. Hún fjallar um fjölmarga en ólíka þætti menntamála, allt frá stefnumálum almennt til sérhæfðrar umræðu um nám og kennslu og leggur ávallt rannsóknir til grundvallar ályktunum sínum.

Á veraldarvefnum má finna margvíslegt efni eftir Lindu Darling- Hammond og heimasíða hennar er góður tengiliður, sjá hér.

Myndir:...