Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?

Jón Már Halldórsson

Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að ljóst er að fálmararnir eru lengsti hluti dýrsins.

Þúsundir dauðra risasmokkfiska á strönd La Jolla í Kaliforníu í júlí 2002. Vísindamenn telja að dýrin hafi verið að elta bráð en skolast á land og ekki komist aftur í sjóinn og því drepist.

Ýmsar ýkjusögur hafa orðið til um stærð risasmokkfiska. Meðal annars hefur því verið haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem eru allt að 20 metra löng. Út frá rannsóknum á goggum risasmokkfiska sem fundist hafa í maga búrhvala hefur verið reiknað út að lengd möttulsins verði vart meiri en 2,25 metrar. Á grundvelli slíkra rannsókna hefur verið áætlað að atlantshafsrisasmokkfiskurinn (Architeuthis dux), sú tegund risasmokkfiska sem venjulega er talin stórvöxnust, sé yfirleitt á bilinu 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 upp í 300 kg á þyngd.

Menn hafa lengi vitað af stórvöxnum smokkfiskum. Elstu heimildir um þá eru frá Aristótelesi (384-322 f.Kr) sem lýsti stórum smokkfiski sem hann nefndi teuthus og aðgreindi frá smærri tegundum smokkfiska sem hann nefndi teuthis. Rómverski náttúrufræðingurinn Pliníus eldri (23-79 e.Kr.) ritaði stórmerkilegt rit, eitt það stærsta sem varðveist hefur frá tíma Rómaveldis. Þetta var alfræðiritið Naturalis historia þar sem tekin var saman þekking manna á náttúrufræði þess tíma. Þar ritar hann um stórvaxna smokkfiska sem vógu 320 kg og voru 9 metrar á lengd og á þar örugglega við atlantshafsrisasmokkfiskinn.

Atlantshafsrisasmokkfiskar hafa fundist víða á landgrunni og landgrunnsbrúnum í norðanverðu Atlantshafi, til dæmis hafa fundist nokkur eintök við Nýfundnaland og einnig við Noreg, Azoreyjar og Madeira. Þeir finnast líka á landgrunninu við strendur Afríku. Einnig eru til kyrrahafsrisasmokkfiskar (A. martensi) sem komið hafa í veiðarfæri víða í Kyrrahafi, svo sem við Nýja-Sjáland, Japan og strendur Kanada. Risasmokkfiskar hafa fundist á öllum hafsvæðum stóru úthafanna nema á heimsskautasvæðum og við miðbaug.

Eins og sést á rauðu deplunum á kortinu hafa risasmokkfiskar fundist á öllum hafsvæðum stóru úthafanna nema á heimsskautasvæðum og við miðbaug.

Vísindamenn hafa litla þekkingu á lífsháttum risasmokkfiska en talið er að þeir lifi á 500 metra dýpi og allt niður í 4000 metra dýpi. Það var fyrst á haustmánuðum 2004 sem vísindamönnum frá japanska vísindasafninu tókst að festa á filmu lifandi risasmokkfisk í sínu náttúrulega umhverfi, síðan hafa verið gerðar fleiri velheppnaðar tilraunir af sama tagi.

Risasmokkfiskar eru rándýr og vitað er til þess að þeir hafi ráðist á litla hvali. Eitt slíkt tilvik varð nærri ströndum Suður-Afríku árið 1966 þegar tveir vitaverðir fylgdust með þegar risasmokkfiskur réðist á ungan kálf suðurhafssléttbaks meðan móðir kálfsins horfði á og gat ekki komið ungviði sínu til bjargar. Í einn og hálfan klukkutíma reyndi risasmokkfiskurinn að drekkja kálfinum, sem að lokum gafst upp og hvarf í djúpið. Stuttu síðar synti móðir kálfsins einsömul út á opið haf.

Nýlegar rannsóknir á fæðuháttum risasmokkfiska benda til þess að ýmsar minni tegundir smokkfiska séu stór hluti af fæðu þeirra. Risasmokkfiskar halda sig ekki í torfum líkt og fjölmargar tegundir minni smokkfiska. Þeir afla sér fæðu með því að grípa bráðina með einum af átta minni fálmurum og færa hana í kjaftinn eða gogginn þar sem bráðin er hlutuð í sundur. Þess má geta að risasmokkfiskar af tegund kyrrahafsrisasmokkfiska sem koma í veiðarfæri nýsjálenskra togara í Suður-Kyrrahafi eru yfirleitt meðafli þegar sótt er í hoki (Macruronus novaezelandiae) sem er tegund sem finnst í Suðurhöfum. Hoki þessi sem er hvítfiskur er ekki reglubundin fæða kyrrahafsrisasmokkfisksins heldur leita þessar tvær tegundir í sömu fæðuna sem eru smærri tegundir smokkfiska.

Eina þekkta skepnan sem veiðir risasmokkfiska er búrhvalur (Physeter macrocephalus). Allt bendir til að risasmokkfiskar séu einnig regluleg bráð grindhvala (Globicephala spp.). Ungir smokkfiskar af ættkvíslinni verða bráð ýmissa djúpsjávarhákarla og annarra djúpsjávarfiska.

Heimildir og myndir:

  • R. Ellis. (1998). The Search for the Giant Squid – The biology and mythology of the world’s most elusive sea creature, Penguin Books, New York.
  • Roper C.F.E., M.J. Sweeney og C.E. Nauen 1984. Cephalopods of the World. Food and Agriculture Organization, Rome, Italy.
  • Nesis, K.N. 1982. Abridged key to the cephalopod mollusks of the world's ocean. Light and Food Industry Publishing House, Moscow.
  • Mynd af risasmokkfiskum á landi: OddAnimals.com. Sótt 5. 1. 2012.
  • Kort: Giant squid á en.wikipedia.org. Sótt 5. 1. 2012

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað geturðu sagt mér um risasmokkfiska?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.1.2012

Síðast uppfært

14.4.2020

Spyrjandi

Ísak Pétursson, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2012, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61189.

Jón Már Halldórsson. (2012, 17. janúar). Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61189

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2012. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61189>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?
Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að ljóst er að fálmararnir eru lengsti hluti dýrsins.

Þúsundir dauðra risasmokkfiska á strönd La Jolla í Kaliforníu í júlí 2002. Vísindamenn telja að dýrin hafi verið að elta bráð en skolast á land og ekki komist aftur í sjóinn og því drepist.

Ýmsar ýkjusögur hafa orðið til um stærð risasmokkfiska. Meðal annars hefur því verið haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem eru allt að 20 metra löng. Út frá rannsóknum á goggum risasmokkfiska sem fundist hafa í maga búrhvala hefur verið reiknað út að lengd möttulsins verði vart meiri en 2,25 metrar. Á grundvelli slíkra rannsókna hefur verið áætlað að atlantshafsrisasmokkfiskurinn (Architeuthis dux), sú tegund risasmokkfiska sem venjulega er talin stórvöxnust, sé yfirleitt á bilinu 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 upp í 300 kg á þyngd.

Menn hafa lengi vitað af stórvöxnum smokkfiskum. Elstu heimildir um þá eru frá Aristótelesi (384-322 f.Kr) sem lýsti stórum smokkfiski sem hann nefndi teuthus og aðgreindi frá smærri tegundum smokkfiska sem hann nefndi teuthis. Rómverski náttúrufræðingurinn Pliníus eldri (23-79 e.Kr.) ritaði stórmerkilegt rit, eitt það stærsta sem varðveist hefur frá tíma Rómaveldis. Þetta var alfræðiritið Naturalis historia þar sem tekin var saman þekking manna á náttúrufræði þess tíma. Þar ritar hann um stórvaxna smokkfiska sem vógu 320 kg og voru 9 metrar á lengd og á þar örugglega við atlantshafsrisasmokkfiskinn.

Atlantshafsrisasmokkfiskar hafa fundist víða á landgrunni og landgrunnsbrúnum í norðanverðu Atlantshafi, til dæmis hafa fundist nokkur eintök við Nýfundnaland og einnig við Noreg, Azoreyjar og Madeira. Þeir finnast líka á landgrunninu við strendur Afríku. Einnig eru til kyrrahafsrisasmokkfiskar (A. martensi) sem komið hafa í veiðarfæri víða í Kyrrahafi, svo sem við Nýja-Sjáland, Japan og strendur Kanada. Risasmokkfiskar hafa fundist á öllum hafsvæðum stóru úthafanna nema á heimsskautasvæðum og við miðbaug.

Eins og sést á rauðu deplunum á kortinu hafa risasmokkfiskar fundist á öllum hafsvæðum stóru úthafanna nema á heimsskautasvæðum og við miðbaug.

Vísindamenn hafa litla þekkingu á lífsháttum risasmokkfiska en talið er að þeir lifi á 500 metra dýpi og allt niður í 4000 metra dýpi. Það var fyrst á haustmánuðum 2004 sem vísindamönnum frá japanska vísindasafninu tókst að festa á filmu lifandi risasmokkfisk í sínu náttúrulega umhverfi, síðan hafa verið gerðar fleiri velheppnaðar tilraunir af sama tagi.

Risasmokkfiskar eru rándýr og vitað er til þess að þeir hafi ráðist á litla hvali. Eitt slíkt tilvik varð nærri ströndum Suður-Afríku árið 1966 þegar tveir vitaverðir fylgdust með þegar risasmokkfiskur réðist á ungan kálf suðurhafssléttbaks meðan móðir kálfsins horfði á og gat ekki komið ungviði sínu til bjargar. Í einn og hálfan klukkutíma reyndi risasmokkfiskurinn að drekkja kálfinum, sem að lokum gafst upp og hvarf í djúpið. Stuttu síðar synti móðir kálfsins einsömul út á opið haf.

Nýlegar rannsóknir á fæðuháttum risasmokkfiska benda til þess að ýmsar minni tegundir smokkfiska séu stór hluti af fæðu þeirra. Risasmokkfiskar halda sig ekki í torfum líkt og fjölmargar tegundir minni smokkfiska. Þeir afla sér fæðu með því að grípa bráðina með einum af átta minni fálmurum og færa hana í kjaftinn eða gogginn þar sem bráðin er hlutuð í sundur. Þess má geta að risasmokkfiskar af tegund kyrrahafsrisasmokkfiska sem koma í veiðarfæri nýsjálenskra togara í Suður-Kyrrahafi eru yfirleitt meðafli þegar sótt er í hoki (Macruronus novaezelandiae) sem er tegund sem finnst í Suðurhöfum. Hoki þessi sem er hvítfiskur er ekki reglubundin fæða kyrrahafsrisasmokkfisksins heldur leita þessar tvær tegundir í sömu fæðuna sem eru smærri tegundir smokkfiska.

Eina þekkta skepnan sem veiðir risasmokkfiska er búrhvalur (Physeter macrocephalus). Allt bendir til að risasmokkfiskar séu einnig regluleg bráð grindhvala (Globicephala spp.). Ungir smokkfiskar af ættkvíslinni verða bráð ýmissa djúpsjávarhákarla og annarra djúpsjávarfiska.

Heimildir og myndir:

  • R. Ellis. (1998). The Search for the Giant Squid – The biology and mythology of the world’s most elusive sea creature, Penguin Books, New York.
  • Roper C.F.E., M.J. Sweeney og C.E. Nauen 1984. Cephalopods of the World. Food and Agriculture Organization, Rome, Italy.
  • Nesis, K.N. 1982. Abridged key to the cephalopod mollusks of the world's ocean. Light and Food Industry Publishing House, Moscow.
  • Mynd af risasmokkfiskum á landi: OddAnimals.com. Sótt 5. 1. 2012.
  • Kort: Giant squid á en.wikipedia.org. Sótt 5. 1. 2012

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað geturðu sagt mér um risasmokkfiska?...