Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?

Jón Már Halldórsson

Húsdýr, svo sem hundar, hestar, nautgripir og fleira, eru sennilega sá hópur dýra sem veldur mestu manntjóni á heimsvísu. Ef við horfum hins vegar eingöngu á villt hryggdýr eru óneitanlega nokkrir hópar sem koma upp í hugann sem reynst hafa manninum skeinuhættir. Hér verður fjallað um nokkra þeirra.

Stórkettir (Panthera spp.)

Mun betur er haldið utan um tölfræði yfir manntjón af völdum stórra kattadýra en flestra annarra dýra. Skýringin á því er sennilega sú að slík manntjón vekja yfirleitt talsverða athygli og oftar en ekki grípur um sig mikil hræðsla á þeim svæðum þar sem fréttist af mannýgum stórköttum.

Tígrisdýr (Panthera tigris)

Talið er að manntjón af völdum tígrisdýra sé í kringum 70 til 90 manns á ári. Flest dauðsföllin eiga sér stað í Sundarbans-fenjaskógunum við Bengal-flóa, en þar er talið að um 60 manns látist á ári í tígrisdýraárásum.

Dauðsföllum af völdum tígrisdýra hefur fækkað mjög mikið á undanförnum áratugum og er það sennilega bein afleiðing af mikilli fækkun tígrisdýra í heiminum. Tölfræðingar hafa áætlað að á síðastliðnum 400 árum hafi rúmlega ein milljón manna látist í tígrisdýraárásum í sunnanverðri Asíu eða að meðaltali um 2.500 manns á ári.

Ljón (Panthera leo)

Stærsti ljónastofn í Afríku er í sunnanverðri Tansaníu og um 65 manns látast þar árlega af völdum ljóna. Af og til koma upp tilvik um mannætuljón. Nýlegasta dæmið er frá árunum 2002 til 2004 þegar mannætuljón drap 35 manns og stórslasaði níu til viðbótar rétt suður af höfuðborg Tansaníu.

Eldri frásagnir af mannætuljónum eru oft mun „tilkomumeiri”. Frægustu frásagnirnar eru af sennilega Tsavo ljónunum sem í lok 19. aldar drápu um 140 manns í suðurhluta Kenía. Annar hópur ljóna, sem hélt til við Nyasa-vatn í Tansaníu, var kallaður Njombe-mannæturnar og átti að hafa drepið á bilinu 1.000-1.500 manns á um 15 ára tímabili. Tölur um manntjón af völdum ljóna eru víða á reiki í Afríku en náttúrufræðingar telja að sennilegur fjöldi sé um eitt hundrað manns á ári.Flóðhestar (Hippopotamus amphibius) valda hundruðum dauðsfalla árlega

Flóðhestar (Hippopotamus amphibius)

Það kemur kannski mörgum á óvart að flóðhestar valda margfalt fleiri dauðsföllum en ljón, eða í kringum 400 manns á ári. Ein helsta ástæða þessara tíðu dauðsfalla er talin vera sú að fiskimenn hætti sér of nálægt flóðhestahjörðum með báta sína. Karldýrin eru mjög árásargjörn og þola illa umgang nálægt hjörð sinni. Nánar má lesa um þetta í svari Vísindavefsins við spurningunni: Eru flóðhestar hættulegir?

Hákarlar

Á árunum 1990 til 2004 voru 90 manns drepnir af hákörlum í heiminum. Þetta gera sex manns að meðaltali á ári. Hvíthákarlar eru taldir vera hættulegustu hákarlar í heimi en að meðaltali drepa þeir tvo einstaklinga á ári. Það er því ljóst að þó hákarlar hafi á sér slæmt orð og valdi oft miklum ótta að þá standa þeir hinum hópunum langt að baki hvað varðar fjölda mannskæðra árása. Nánar má lesa um þetta í svari Vísindavefsins við spurningunni: Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?

Krókódílar

Ekki eru til neinar nákvæmar tölur yfir það hversu mörgum krókódílar bana árlega. Nílarkrókódíllinn (Crocodylus niloticus) er þó talinn vera sá mannskæðasti í heiminum. Vegna lélegrar skráningar víða í Afríku er hins vegar erfitt að meta hversu margir verða honum að bráð árlega, en talið er að það geti jafnvel hlaupið á hundruðum.

Slöngur

Enginn hópur dýra kemst í hálfkvisti við slöngur hvað varðar mannslát af þeirra völdum. Upplýsingar um nákvæman fjölda eru ekki áreiðanlegur þar sem skráningu er víða ábótavant, en talið er að um ein til tvær milljónir manna séu bitnar af slöngum árlega og þar af látist um 50 til 60 þúsund. Þetta er því langmannskæðasti hópur villtra dýra sem finnst á jörðinni.

Þær tegundir sem reynast vera hættulegastar mönnum eru: Gleraugnaslangan (Naja naja), keðjusnákurinn (Daboia russelli), aspisnaðran (Naja haje) og mottusnákurinn (Echis carinatus). Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hver sé þeirra skæðust, en þessar tegundir eru taldar valda hver um sig þúsundum dauðsfalla ár hvert.Smáhreistursnaðran (Oxyuranus microlepidotus) er eitraðasta slanga í heimi

Flest dauðsföll af völdum slöngubita eiga sér stað á Indlandi og ákveðnum svæðum í Afríku. Líffræðingar telja margir að slöngur á þessum svæðum hafi aðlagast betur að lífi í návist manna heldur en víða annars staðar í heiminum. En þær virðast hafa myndað áhrifaríkari varnir gegn mannfólkinu eins og að geta spýtt eitri talsverðar vegalengdir.

Rannsóknir á eitri slanga hafa hins vegar sýnt að eitur í áströlskum slöngum er mun kraftmeira en hjá slöngum annars staðar í heiminum. Smáhreistursnaðran (Oxyuranus microlepidotus) sem lifir í Mið-Ástralíu er til dæmis eitraðasti snákur sem fundist hefur. Hann bítur fólk þó afar sjaldan, en aðeins er talið að tveir til þrír látist af hans völdum árlega.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Baldus, R.D. 2006. A man-eating lion (Panthera leo) from Tanzania with a toothache. Eur J Wildl. Res: 59-62.
  • Bright, M. 2000. Maneaters. Robson Books. London.
  • Australia´s venomous snakes: The Modern myth or are you a man or a mouse?. 2006.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.8.2006

Spyrjandi

Gunnar Nelson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2006. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6127.

Jón Már Halldórsson. (2006, 15. ágúst). Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6127

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2006. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6127>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?
Húsdýr, svo sem hundar, hestar, nautgripir og fleira, eru sennilega sá hópur dýra sem veldur mestu manntjóni á heimsvísu. Ef við horfum hins vegar eingöngu á villt hryggdýr eru óneitanlega nokkrir hópar sem koma upp í hugann sem reynst hafa manninum skeinuhættir. Hér verður fjallað um nokkra þeirra.

Stórkettir (Panthera spp.)

Mun betur er haldið utan um tölfræði yfir manntjón af völdum stórra kattadýra en flestra annarra dýra. Skýringin á því er sennilega sú að slík manntjón vekja yfirleitt talsverða athygli og oftar en ekki grípur um sig mikil hræðsla á þeim svæðum þar sem fréttist af mannýgum stórköttum.

Tígrisdýr (Panthera tigris)

Talið er að manntjón af völdum tígrisdýra sé í kringum 70 til 90 manns á ári. Flest dauðsföllin eiga sér stað í Sundarbans-fenjaskógunum við Bengal-flóa, en þar er talið að um 60 manns látist á ári í tígrisdýraárásum.

Dauðsföllum af völdum tígrisdýra hefur fækkað mjög mikið á undanförnum áratugum og er það sennilega bein afleiðing af mikilli fækkun tígrisdýra í heiminum. Tölfræðingar hafa áætlað að á síðastliðnum 400 árum hafi rúmlega ein milljón manna látist í tígrisdýraárásum í sunnanverðri Asíu eða að meðaltali um 2.500 manns á ári.

Ljón (Panthera leo)

Stærsti ljónastofn í Afríku er í sunnanverðri Tansaníu og um 65 manns látast þar árlega af völdum ljóna. Af og til koma upp tilvik um mannætuljón. Nýlegasta dæmið er frá árunum 2002 til 2004 þegar mannætuljón drap 35 manns og stórslasaði níu til viðbótar rétt suður af höfuðborg Tansaníu.

Eldri frásagnir af mannætuljónum eru oft mun „tilkomumeiri”. Frægustu frásagnirnar eru af sennilega Tsavo ljónunum sem í lok 19. aldar drápu um 140 manns í suðurhluta Kenía. Annar hópur ljóna, sem hélt til við Nyasa-vatn í Tansaníu, var kallaður Njombe-mannæturnar og átti að hafa drepið á bilinu 1.000-1.500 manns á um 15 ára tímabili. Tölur um manntjón af völdum ljóna eru víða á reiki í Afríku en náttúrufræðingar telja að sennilegur fjöldi sé um eitt hundrað manns á ári.Flóðhestar (Hippopotamus amphibius) valda hundruðum dauðsfalla árlega

Flóðhestar (Hippopotamus amphibius)

Það kemur kannski mörgum á óvart að flóðhestar valda margfalt fleiri dauðsföllum en ljón, eða í kringum 400 manns á ári. Ein helsta ástæða þessara tíðu dauðsfalla er talin vera sú að fiskimenn hætti sér of nálægt flóðhestahjörðum með báta sína. Karldýrin eru mjög árásargjörn og þola illa umgang nálægt hjörð sinni. Nánar má lesa um þetta í svari Vísindavefsins við spurningunni: Eru flóðhestar hættulegir?

Hákarlar

Á árunum 1990 til 2004 voru 90 manns drepnir af hákörlum í heiminum. Þetta gera sex manns að meðaltali á ári. Hvíthákarlar eru taldir vera hættulegustu hákarlar í heimi en að meðaltali drepa þeir tvo einstaklinga á ári. Það er því ljóst að þó hákarlar hafi á sér slæmt orð og valdi oft miklum ótta að þá standa þeir hinum hópunum langt að baki hvað varðar fjölda mannskæðra árása. Nánar má lesa um þetta í svari Vísindavefsins við spurningunni: Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?

Krókódílar

Ekki eru til neinar nákvæmar tölur yfir það hversu mörgum krókódílar bana árlega. Nílarkrókódíllinn (Crocodylus niloticus) er þó talinn vera sá mannskæðasti í heiminum. Vegna lélegrar skráningar víða í Afríku er hins vegar erfitt að meta hversu margir verða honum að bráð árlega, en talið er að það geti jafnvel hlaupið á hundruðum.

Slöngur

Enginn hópur dýra kemst í hálfkvisti við slöngur hvað varðar mannslát af þeirra völdum. Upplýsingar um nákvæman fjölda eru ekki áreiðanlegur þar sem skráningu er víða ábótavant, en talið er að um ein til tvær milljónir manna séu bitnar af slöngum árlega og þar af látist um 50 til 60 þúsund. Þetta er því langmannskæðasti hópur villtra dýra sem finnst á jörðinni.

Þær tegundir sem reynast vera hættulegastar mönnum eru: Gleraugnaslangan (Naja naja), keðjusnákurinn (Daboia russelli), aspisnaðran (Naja haje) og mottusnákurinn (Echis carinatus). Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hver sé þeirra skæðust, en þessar tegundir eru taldar valda hver um sig þúsundum dauðsfalla ár hvert.Smáhreistursnaðran (Oxyuranus microlepidotus) er eitraðasta slanga í heimi

Flest dauðsföll af völdum slöngubita eiga sér stað á Indlandi og ákveðnum svæðum í Afríku. Líffræðingar telja margir að slöngur á þessum svæðum hafi aðlagast betur að lífi í návist manna heldur en víða annars staðar í heiminum. En þær virðast hafa myndað áhrifaríkari varnir gegn mannfólkinu eins og að geta spýtt eitri talsverðar vegalengdir.

Rannsóknir á eitri slanga hafa hins vegar sýnt að eitur í áströlskum slöngum er mun kraftmeira en hjá slöngum annars staðar í heiminum. Smáhreistursnaðran (Oxyuranus microlepidotus) sem lifir í Mið-Ástralíu er til dæmis eitraðasti snákur sem fundist hefur. Hann bítur fólk þó afar sjaldan, en aðeins er talið að tveir til þrír látist af hans völdum árlega.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Baldus, R.D. 2006. A man-eating lion (Panthera leo) from Tanzania with a toothache. Eur J Wildl. Res: 59-62.
  • Bright, M. 2000. Maneaters. Robson Books. London.
  • Australia´s venomous snakes: The Modern myth or are you a man or a mouse?. 2006.
...