Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundvöll þriggja hvata og markmið hennar er að gera grein fyrir samþróun líkama og sálar. Björg var þeirrar skoðunar að til að skilja þróun mannsandans væri nauðsynlegt að skilja þróun hins lifandi efnis sem byggir upp mannslíkamann. Viðfangsefni hennar í ritgerðinni er hið flókna samspil hugsunar, sálarlífs og líkama sem enn er að sjálfsögðu ekki kannað til fullnustu. Þótt ritgerðin sé skilgreind sem doktorsritgerð í heimspeki er hún fjölfræðileg þar sem auk heimspeki koma við sögu sálarfræði, lífeðlisfræði og næringarfræði.

Björg var afkastamikill höfundur og auk þess að rita greinar um fræði sín, birti hún bækur ætlaðar almenningi um næringarfræði, skrifaði greinar um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál, þýddi bækur og greinar úr Norðurlandamálum, orti ljóð og skrifaði leikrit. Einnig vann hún um árabil að gerð Íslensk-danskrar orðabókar ásamt manni sínum Sigfúsi Blöndal.

Fyrsta myndin sem til er af Björgu (til vinstri) tekin á námsárum hennar á kvennaskólanum á Ytri-Ey. Til hægri er skólasystir hennar, Sigríður Guðmundsdóttir frá Arnkelsgerði í Suður-Múlasýslu.

Björg var bóndadóttir frá Vesturhópshólum, Vestur-Húnavatnssýslu, fædd 30. janúar 1874. Líf hennar spannar tímana tvenna; íslenska bændasamfélagið, sem staðið hafði að mestu óbreytt um aldir, og samfélag mennta og vísinda í Evrópu á framanverðri 20. öld. Þegar hún var 17 ára komst hún til náms á kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd, sem þá hafði starfað í nokkur ár, og var síðan ráðin kennslukona við skólann. Fyrir utan nám á kvennaskóla áttu ungar konur á þessum árum fárra kosta völ í námi og Lærði skólinn í Reykjavík var þeim lokaður. Björg var hins vegar staðráðin í að mennta sig og árið 1897 sigldi hún til Kaupmannhafnar til náms í kennslukonuskóla fröken Natalie Zahle, væntanlega með laun sín fyrir kennslukonustörfin á Ytri-Ey sem farareyri.

Eftir að hafa lokið kennaraprófi í Kaupmannahöfn árið 1900 sótti Björg um að fá að taka stúdentspróf við Lærða skólann í Reykjavík en var hafnað. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi var konum ekki sniðinn jafn þröngur stakkur í Danmörku og þar tók Björg stúdentspróf árið 1901. Hún hóf síðan nám í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla þaðan sem hún lauk cand. phil.-prófi vorið 1902. Árið 1903 giftist hún sveitunga sínum Sigfúsi Blöndal, bókaverði við Konunglegu bókhlöðuna í Kaupmannahöfn, og á sumardaginn fyrsta árið eftir hófu þau störf við Íslensk-danska orðabók. Það verk tók nær tuttugu ár og ljóst er af heimildum að Björg vann ötullega að gerð bókarinnar mestallan þann tíma þótt verkið sé jafnan kennt við mann hennar. Meðfram orðabókarvinnunni skrifaði Björg fjölda greina um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál á dönsku og íslensku og þýddi verk nokkurra helstu höfunda Norðurlanda á íslensku; Selmu Lagerlöf, sem varð góð vinkona hennar, Johans Bojer og Johans Skjoldborg. Nokkru seinna, eða árið 1928, þýddi hún einnig á íslensku umdeilt rit Marie Stopes Hjónaástir.

Björg og Sigfús skömmu eftir að þau giftu sig veturinn 1903. Um vorið hófu þau vinnu við Íslensk-danska orðabók.

Hugur Bjargar stóð til frekara náms og árið 1920 sótti hún um og hlaut styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar til framhaldsnáms í heimspeki og sálfræði. Björg var fyrst kvenna til að hljóta þennan styrk. Eftir að hafa útvegað konu til að sjá um Sigfús hélt hún árið 1921 til náms við Sorbonne-háskóla þá 47 ára gömul. Tveimur árum síðar skildu Björg og Sigfús en hjónaband þeirra var barnlaust. Af því tilefni samhryggðist Jón Ófeigsson, sem einnig kom að gerð orðabókarinnar, Sigfúsi og segist ekki undrandi á skilnaðnum, hann hafi aldrei haft trú á lærðum konum sem eiginkonum, ekki vegna þess að lærdómurinn rýrði manngildi þeirra, öðru nær, heldur vegna þess að heimilið yrði útundan hjá þessum konum.1 Þessi ummæli gefa örlitla hugmynd um tíðarandann og hvernig sókn Bjargar til mennta og fræða var ekki talin alls kostar heppileg eða kvenleg. Hélst það viðhorf á Íslandi fram eftir öldinni.

Sem fyrr sagði lauk Björg doktorsritgerðinni við Sorbonne árið 1926 og heimsótti Ísland um sumarið sigurglöð. Eftir það fór að halla undan fæti. Hún leitaði eftir störfum bæði við Háskóla Íslands og Kaupmannhafnarháskóla en án árangurs, karlar voru teknir fram yfir hana. Kona fyllti ekki ímynd fræðimannsins og háskólakennarans og hún var ekki fyrirvinna og þurfti því væntanlega ekki á laununum að halda. Í hönd fóru ár peningaleysis og veikinda. Árið 1919 hafði greinst meinvarp í brjósti Bjargar en ekki hafði tekist að komast fyrir það og óx meinið nú hröðum skrefum. Hún gekk til geislalækninga á Fondation Curie í París en allt kom fyrir ekki. Einnig fór að bera á ranghugmyndum hjá henni, en hún hafði um skeið talið sig elta af útsendurum Þjóðverja og óttaðist um líf sitt. Reyndi hún að fá Parísarlögregluna í lið með sér en eftir allnokkurt þóf og þegar upp komst að Björg átti byssu í fórum sínum tók lögreglan hana fasta og flutti á hæli þar sem hún dvaldi mestallt árið 1930. Sennilega hafði brekka lífsins reynst Björgu of brött.

Eftir að dvölinni á hælinu lauk hélt Björg til Kaupmannahafnar og þar dvaldi hún næstu ár en heimsótti Ísland nokkrum sinnum. Þrátt fyrir veikindin hélt hún áfram fræðistörfum sínum, ritaði og birti greinar um fræði sín og hélt um þau opinbera fyrirlestra. Björg andaðist í Kaupmannahöfn 23. febrúar 1934, sextug að aldri.

Þegar Björg hafði varið doktorsritgerð sína við Sorbonne árið 1926 hélt hún í heimsókn til Íslands og þá var þessi mynd tekin af henni og móður hennar, Margréti Jónsdóttur.

Miðað við ríkjandi hugmyndir um geðsjúkdóma eru slík veikindi til þess fallin að varpa rýrð á framlag fólks á hvaða sviði sem er. Hvort sem það var af þeim sökum eða öðrum sem fræði Bjargar og hún sjálf féllu í gleymsku skal ósagt látið. Fræðum Bjargar var í öllu falli sópað út af fræðasviðinu og höfðu því að öllum líkindum takmörkuð áhrif ef undan eru skilin rit hennar um næringarfræði ætluð íslenskum húsmæðrum. Kerfisbundin könnun á því hvað af hugmyndum hennar og fræðilegum niðurstöðum hafi leitað í rit annarra fræðimanna hefur þó ekki verið gerð og því er ekki hægt að fullyrða hvort áhrif hennar séu meiri en virðist. Orðabókin mikla, sem hún vann að árum saman, hefur hins vegar verið notuð allar götur síðan hún kom út, en það rit er oftast eignað eiginmanni hennar.

Um síðustu aldamót var saga og verk þessarar fyrstu fræðikonu Íslands dregin úr þagnarhylnum. Árið 2001 kom út ævisaga Bjargar og árið 2002 rit um verk hennar (sjá að neðan). Einnig lét Félag íslenskra háskólakvenna steypa brjóstmynd Ásmundar Sveinssonar af Björgu í brons og var hún reist á stöpli við Odda, byggingu félagsvísinda við Háskóla Íslands. Mun það vera fyrsta stytta af nafngreindri konu utanhúss í Reykjavík.

Tilvísun:

    1 Sjá Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001: 225.

Heimildir og myndir:

  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001. Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson. JPV útgáfa.
  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritstj. 2002. Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson. JPV útgáfa. Í ritinu fjalla sjö fræðimenn um verk Bjargar og þar eru einnig birtir valdir kaflar úr verkum hennar.
  • Myndir eru úr Ævisögu Bjargar.

Höfundur

prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

23.12.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. „Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61540.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. (2011, 23. desember). Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61540

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. „Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61540>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundvöll þriggja hvata og markmið hennar er að gera grein fyrir samþróun líkama og sálar. Björg var þeirrar skoðunar að til að skilja þróun mannsandans væri nauðsynlegt að skilja þróun hins lifandi efnis sem byggir upp mannslíkamann. Viðfangsefni hennar í ritgerðinni er hið flókna samspil hugsunar, sálarlífs og líkama sem enn er að sjálfsögðu ekki kannað til fullnustu. Þótt ritgerðin sé skilgreind sem doktorsritgerð í heimspeki er hún fjölfræðileg þar sem auk heimspeki koma við sögu sálarfræði, lífeðlisfræði og næringarfræði.

Björg var afkastamikill höfundur og auk þess að rita greinar um fræði sín, birti hún bækur ætlaðar almenningi um næringarfræði, skrifaði greinar um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál, þýddi bækur og greinar úr Norðurlandamálum, orti ljóð og skrifaði leikrit. Einnig vann hún um árabil að gerð Íslensk-danskrar orðabókar ásamt manni sínum Sigfúsi Blöndal.

Fyrsta myndin sem til er af Björgu (til vinstri) tekin á námsárum hennar á kvennaskólanum á Ytri-Ey. Til hægri er skólasystir hennar, Sigríður Guðmundsdóttir frá Arnkelsgerði í Suður-Múlasýslu.

Björg var bóndadóttir frá Vesturhópshólum, Vestur-Húnavatnssýslu, fædd 30. janúar 1874. Líf hennar spannar tímana tvenna; íslenska bændasamfélagið, sem staðið hafði að mestu óbreytt um aldir, og samfélag mennta og vísinda í Evrópu á framanverðri 20. öld. Þegar hún var 17 ára komst hún til náms á kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd, sem þá hafði starfað í nokkur ár, og var síðan ráðin kennslukona við skólann. Fyrir utan nám á kvennaskóla áttu ungar konur á þessum árum fárra kosta völ í námi og Lærði skólinn í Reykjavík var þeim lokaður. Björg var hins vegar staðráðin í að mennta sig og árið 1897 sigldi hún til Kaupmannhafnar til náms í kennslukonuskóla fröken Natalie Zahle, væntanlega með laun sín fyrir kennslukonustörfin á Ytri-Ey sem farareyri.

Eftir að hafa lokið kennaraprófi í Kaupmannahöfn árið 1900 sótti Björg um að fá að taka stúdentspróf við Lærða skólann í Reykjavík en var hafnað. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi var konum ekki sniðinn jafn þröngur stakkur í Danmörku og þar tók Björg stúdentspróf árið 1901. Hún hóf síðan nám í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla þaðan sem hún lauk cand. phil.-prófi vorið 1902. Árið 1903 giftist hún sveitunga sínum Sigfúsi Blöndal, bókaverði við Konunglegu bókhlöðuna í Kaupmannahöfn, og á sumardaginn fyrsta árið eftir hófu þau störf við Íslensk-danska orðabók. Það verk tók nær tuttugu ár og ljóst er af heimildum að Björg vann ötullega að gerð bókarinnar mestallan þann tíma þótt verkið sé jafnan kennt við mann hennar. Meðfram orðabókarvinnunni skrifaði Björg fjölda greina um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál á dönsku og íslensku og þýddi verk nokkurra helstu höfunda Norðurlanda á íslensku; Selmu Lagerlöf, sem varð góð vinkona hennar, Johans Bojer og Johans Skjoldborg. Nokkru seinna, eða árið 1928, þýddi hún einnig á íslensku umdeilt rit Marie Stopes Hjónaástir.

Björg og Sigfús skömmu eftir að þau giftu sig veturinn 1903. Um vorið hófu þau vinnu við Íslensk-danska orðabók.

Hugur Bjargar stóð til frekara náms og árið 1920 sótti hún um og hlaut styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar til framhaldsnáms í heimspeki og sálfræði. Björg var fyrst kvenna til að hljóta þennan styrk. Eftir að hafa útvegað konu til að sjá um Sigfús hélt hún árið 1921 til náms við Sorbonne-háskóla þá 47 ára gömul. Tveimur árum síðar skildu Björg og Sigfús en hjónaband þeirra var barnlaust. Af því tilefni samhryggðist Jón Ófeigsson, sem einnig kom að gerð orðabókarinnar, Sigfúsi og segist ekki undrandi á skilnaðnum, hann hafi aldrei haft trú á lærðum konum sem eiginkonum, ekki vegna þess að lærdómurinn rýrði manngildi þeirra, öðru nær, heldur vegna þess að heimilið yrði útundan hjá þessum konum.1 Þessi ummæli gefa örlitla hugmynd um tíðarandann og hvernig sókn Bjargar til mennta og fræða var ekki talin alls kostar heppileg eða kvenleg. Hélst það viðhorf á Íslandi fram eftir öldinni.

Sem fyrr sagði lauk Björg doktorsritgerðinni við Sorbonne árið 1926 og heimsótti Ísland um sumarið sigurglöð. Eftir það fór að halla undan fæti. Hún leitaði eftir störfum bæði við Háskóla Íslands og Kaupmannhafnarháskóla en án árangurs, karlar voru teknir fram yfir hana. Kona fyllti ekki ímynd fræðimannsins og háskólakennarans og hún var ekki fyrirvinna og þurfti því væntanlega ekki á laununum að halda. Í hönd fóru ár peningaleysis og veikinda. Árið 1919 hafði greinst meinvarp í brjósti Bjargar en ekki hafði tekist að komast fyrir það og óx meinið nú hröðum skrefum. Hún gekk til geislalækninga á Fondation Curie í París en allt kom fyrir ekki. Einnig fór að bera á ranghugmyndum hjá henni, en hún hafði um skeið talið sig elta af útsendurum Þjóðverja og óttaðist um líf sitt. Reyndi hún að fá Parísarlögregluna í lið með sér en eftir allnokkurt þóf og þegar upp komst að Björg átti byssu í fórum sínum tók lögreglan hana fasta og flutti á hæli þar sem hún dvaldi mestallt árið 1930. Sennilega hafði brekka lífsins reynst Björgu of brött.

Eftir að dvölinni á hælinu lauk hélt Björg til Kaupmannahafnar og þar dvaldi hún næstu ár en heimsótti Ísland nokkrum sinnum. Þrátt fyrir veikindin hélt hún áfram fræðistörfum sínum, ritaði og birti greinar um fræði sín og hélt um þau opinbera fyrirlestra. Björg andaðist í Kaupmannahöfn 23. febrúar 1934, sextug að aldri.

Þegar Björg hafði varið doktorsritgerð sína við Sorbonne árið 1926 hélt hún í heimsókn til Íslands og þá var þessi mynd tekin af henni og móður hennar, Margréti Jónsdóttur.

Miðað við ríkjandi hugmyndir um geðsjúkdóma eru slík veikindi til þess fallin að varpa rýrð á framlag fólks á hvaða sviði sem er. Hvort sem það var af þeim sökum eða öðrum sem fræði Bjargar og hún sjálf féllu í gleymsku skal ósagt látið. Fræðum Bjargar var í öllu falli sópað út af fræðasviðinu og höfðu því að öllum líkindum takmörkuð áhrif ef undan eru skilin rit hennar um næringarfræði ætluð íslenskum húsmæðrum. Kerfisbundin könnun á því hvað af hugmyndum hennar og fræðilegum niðurstöðum hafi leitað í rit annarra fræðimanna hefur þó ekki verið gerð og því er ekki hægt að fullyrða hvort áhrif hennar séu meiri en virðist. Orðabókin mikla, sem hún vann að árum saman, hefur hins vegar verið notuð allar götur síðan hún kom út, en það rit er oftast eignað eiginmanni hennar.

Um síðustu aldamót var saga og verk þessarar fyrstu fræðikonu Íslands dregin úr þagnarhylnum. Árið 2001 kom út ævisaga Bjargar og árið 2002 rit um verk hennar (sjá að neðan). Einnig lét Félag íslenskra háskólakvenna steypa brjóstmynd Ásmundar Sveinssonar af Björgu í brons og var hún reist á stöpli við Odda, byggingu félagsvísinda við Háskóla Íslands. Mun það vera fyrsta stytta af nafngreindri konu utanhúss í Reykjavík.

Tilvísun:

    1 Sjá Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001: 225.

Heimildir og myndir:

  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001. Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson. JPV útgáfa.
  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritstj. 2002. Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson. JPV útgáfa. Í ritinu fjalla sjö fræðimenn um verk Bjargar og þar eru einnig birtir valdir kaflar úr verkum hennar.
  • Myndir eru úr Ævisögu Bjargar.
...