Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?

Jón Már Halldórsson

Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því laufskrúð er í lágmarki. Þéttbýlið laðar enn fremur að uglur og aðra ránfugla þar sem þar safnast saman smáfuglar yfir köldustu mánuði ársins.

Á höfuðborgarsvæðinu eru það ekki aðeins smáfuglar sem laða að uglur heldur einnig mýs. Ef vel var að gáð var lengi vel hægt að sjá branduglur (Asio flammeus) við hitaveitustokkana á músaveiðum. Hagamýsnar sóttu í ylinn af stokkunum. Branduglur sjást einnig víða á opnum trjáræktarsvæðum yfir veturinn. Mýs og smáfuglar laða fuglana að að þessum svæðum.

Brandugla á flugi í Skagafirði. Smelltu á myndina til að sjá stærra eintak af henni.

Ekki er gott að segja hve margar branduglur halda til á Innnesjum en þær eru ekki margar þar sem stærstur hluti varpstofnsins leitar til hlýrri landa yfir veturinn. Tvær aðrar uglutegundir sjást reglulega á Íslandi og eru eflaust varpfuglar hér, en það er snæugla (Bubo scandiacus) og eyrugla (Asio otus). Líkurnar á að sjá þessar tegundir í borginni teljast harla litlar en þó hefur sést til snæuglu.

Yfir varptímann eru einhverjar líkur á að sjá branduglur á höfuðborgarsvæðinu. Þónokkur pör hafa verpt í borgarlandinu á síðastliðnum áratugum, meðal annars í Heiðmörk, á Geldinganesi og Kjalarnesi. Hvort um árlegt varp er að ræða er höfundi ekki ljóst en lengi vel verptu að minnsta kosti tvö pör í Heiðmörk og gerðu líklega svo síðastliðið sumar.

Vísbendingar eru um að branduglustofninn sé í mikilli uppsveiflu hér á landi. Branduglur eru hugsanlega farnar að verpa víðar hér á landi en áður, þar á meðal í borgarlandinu. Þess má geta að branduglan hóf varp á Íslandi upp úr 1920.

Mynd:
  • Aves.is. Sótt 27.1.2012. Myndina tók Jakob Sigurðsson og hún er birt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi hans.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2012

Spyrjandi

Kristján Friðjónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2012, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61550.

Jón Már Halldórsson. (2012, 27. janúar). Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61550

Jón Már Halldórsson. „Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2012. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61550>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?
Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því laufskrúð er í lágmarki. Þéttbýlið laðar enn fremur að uglur og aðra ránfugla þar sem þar safnast saman smáfuglar yfir köldustu mánuði ársins.

Á höfuðborgarsvæðinu eru það ekki aðeins smáfuglar sem laða að uglur heldur einnig mýs. Ef vel var að gáð var lengi vel hægt að sjá branduglur (Asio flammeus) við hitaveitustokkana á músaveiðum. Hagamýsnar sóttu í ylinn af stokkunum. Branduglur sjást einnig víða á opnum trjáræktarsvæðum yfir veturinn. Mýs og smáfuglar laða fuglana að að þessum svæðum.

Brandugla á flugi í Skagafirði. Smelltu á myndina til að sjá stærra eintak af henni.

Ekki er gott að segja hve margar branduglur halda til á Innnesjum en þær eru ekki margar þar sem stærstur hluti varpstofnsins leitar til hlýrri landa yfir veturinn. Tvær aðrar uglutegundir sjást reglulega á Íslandi og eru eflaust varpfuglar hér, en það er snæugla (Bubo scandiacus) og eyrugla (Asio otus). Líkurnar á að sjá þessar tegundir í borginni teljast harla litlar en þó hefur sést til snæuglu.

Yfir varptímann eru einhverjar líkur á að sjá branduglur á höfuðborgarsvæðinu. Þónokkur pör hafa verpt í borgarlandinu á síðastliðnum áratugum, meðal annars í Heiðmörk, á Geldinganesi og Kjalarnesi. Hvort um árlegt varp er að ræða er höfundi ekki ljóst en lengi vel verptu að minnsta kosti tvö pör í Heiðmörk og gerðu líklega svo síðastliðið sumar.

Vísbendingar eru um að branduglustofninn sé í mikilli uppsveiflu hér á landi. Branduglur eru hugsanlega farnar að verpa víðar hér á landi en áður, þar á meðal í borgarlandinu. Þess má geta að branduglan hóf varp á Íslandi upp úr 1920.

Mynd:
  • Aves.is. Sótt 27.1.2012. Myndina tók Jakob Sigurðsson og hún er birt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi hans.
...