Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er útselskópur?

Jón Már Halldórsson

Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd.

Kópar útselsins fæðast að hausti eða frá september til nóvember og eru þá kallaðir á nokkrum stöðum hér á landi læpur. Þeir fæðast með hvít fósturhár sem þeir missa á þriðju til fjórðu viku og kemur þá grár feldurinn í ljós. Við fæðingu eru útselskópar um 80 cm langir og vega að jafnaði í kringum 12 kg.

Útselskópar eru hvítir fyrstu vikur ævinnar.

Kópurinn er á spena í um tvær vikur eftir kæpingu. Mjólk urtunnar er mjög fiturík og þyngist kópurinn um 1,5 kg á dag. Þegar kópurinn hefur verið vaninn af spena heldur hann um sinn til í sellátrinu og lifir á fitubirgðum sínum, en þegar þær þverra leitar hann til sjávar og erfið lífsbaráttan tekur við þar sem reynir á hans eigin færni til sjálfsbjargar.

Hér við land eru nokkur stór sellátur útsela og önnur sem eru í vexti. Dæmi um nýlega „stofnað“ sellátur útsels er í Surtsey.

Hægt er að lesa meira um seli á vef Selaseturs Íslands.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.3.2012

Spyrjandi

Vilborg Júlía Pétursdóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er útselskópur?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2012, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61600.

Jón Már Halldórsson. (2012, 21. mars). Hvað er útselskópur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61600

Jón Már Halldórsson. „Hvað er útselskópur?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2012. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61600>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er útselskópur?
Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd.

Kópar útselsins fæðast að hausti eða frá september til nóvember og eru þá kallaðir á nokkrum stöðum hér á landi læpur. Þeir fæðast með hvít fósturhár sem þeir missa á þriðju til fjórðu viku og kemur þá grár feldurinn í ljós. Við fæðingu eru útselskópar um 80 cm langir og vega að jafnaði í kringum 12 kg.

Útselskópar eru hvítir fyrstu vikur ævinnar.

Kópurinn er á spena í um tvær vikur eftir kæpingu. Mjólk urtunnar er mjög fiturík og þyngist kópurinn um 1,5 kg á dag. Þegar kópurinn hefur verið vaninn af spena heldur hann um sinn til í sellátrinu og lifir á fitubirgðum sínum, en þegar þær þverra leitar hann til sjávar og erfið lífsbaráttan tekur við þar sem reynir á hans eigin færni til sjálfsbjargar.

Hér við land eru nokkur stór sellátur útsela og önnur sem eru í vexti. Dæmi um nýlega „stofnað“ sellátur útsels er í Surtsey.

Hægt er að lesa meira um seli á vef Selaseturs Íslands.

Mynd:...