Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?

Geir Þ. Þórarinsson

Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem slíkar. Múrinn var reistur á árunum 122-127 og er kenndur við rómverska keisarann Hadríanus, sem var við völd 117-138. Aulus Platorius Nepos var landstjóri Britanniu þegar múrinn var reistur.

Hér má sjá hluta af rústum Hadríanusarveggsins.

Upphaflega var múrinn að hluta úr steini (að vestanverðu) en að hluta úr torfhleðslu (að austanverðu) en síðar var torfhluti múrsins að hluta endurreistur úr steini. Hann var um þriggja til sex metra þykkur og um það bil fjögurra metra hár. Á veggnum voru varðturnar með reglulegu millibili en fyrir framan hann var allt að þriggja metra djúpur og átta metra víður skurður, sem gerði áhlaup á vegginn erfitt, þótt vitað sé að það hafi gerst. En á múrnum voru einnig víða hlið og fræðimenn hafa sumir efast um hernaðarlegt hlutverk múrsins sem varnarveggjar og hafa í staðinn lagt áherslu á hlutverk hans sem landamæramannvirkis. Fornar heimildir segja reyndar afar lítið um vegginn og hlutverk hans annað en að honum hafi verið ætlað að skilja að Rómverja og barbara („[...] qui barbaros Romanosque divideret“ SHA, Hadr. xi.2)

Oftast leituðu Rómverjar náttúrulegra landamæra fyrir landsvæði sín. Þeir námu til dæmis staðar við stórfljót eins og Rín og Dóná eða við eyðimerkur. Landamæramannvirki sambærileg við Hadríanusarvegginn þekkjast á hinn bóginn ekki annars staðar frá útjöðrum Rómaveldis, nema þá Antoninusarveggurinn, sem var reistur norðan við Hadríanusarvegginn um eða eftir árið 142 og er nefndur eftir keisaranum Antoninusi Piusi (við völd 138-161). Innan tveggja áratuga var Antoninusarveggurinn þó yfirgefinn og Hadríanusarveggurinn tekinn í gagnið á ný.

Fræðimenn hafa sumir efast um hernaðarlegt hlutverk múrsins sem varnarveggjar og hafa í staðinn lagt áherslu á hlutverk hans sem landamæramannvirkis.

Þegar Magnus Maximus, sem hylltur hafði verið keisari á Bretlandi, í Gallíu og á Spáni árið 383, dró hersveitir sínar frá Bretlandi til að berjast við Theodosius I árið 388 var Hadríanusarveggurinn yfirgefinn fyrir fullt og allt og var aldrei mannaður á ný.

Heimild:
  • Breeze, David J. og Brian Dobson. „Hadrian’s Wall: Some Problems“. Britannia 3 (1972): 182-208.

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

3.10.2012

Spyrjandi

Jóhanna Ólafsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?“ Vísindavefurinn, 3. október 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61944.

Geir Þ. Þórarinsson. (2012, 3. október). Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61944

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61944>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?
Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem slíkar. Múrinn var reistur á árunum 122-127 og er kenndur við rómverska keisarann Hadríanus, sem var við völd 117-138. Aulus Platorius Nepos var landstjóri Britanniu þegar múrinn var reistur.

Hér má sjá hluta af rústum Hadríanusarveggsins.

Upphaflega var múrinn að hluta úr steini (að vestanverðu) en að hluta úr torfhleðslu (að austanverðu) en síðar var torfhluti múrsins að hluta endurreistur úr steini. Hann var um þriggja til sex metra þykkur og um það bil fjögurra metra hár. Á veggnum voru varðturnar með reglulegu millibili en fyrir framan hann var allt að þriggja metra djúpur og átta metra víður skurður, sem gerði áhlaup á vegginn erfitt, þótt vitað sé að það hafi gerst. En á múrnum voru einnig víða hlið og fræðimenn hafa sumir efast um hernaðarlegt hlutverk múrsins sem varnarveggjar og hafa í staðinn lagt áherslu á hlutverk hans sem landamæramannvirkis. Fornar heimildir segja reyndar afar lítið um vegginn og hlutverk hans annað en að honum hafi verið ætlað að skilja að Rómverja og barbara („[...] qui barbaros Romanosque divideret“ SHA, Hadr. xi.2)

Oftast leituðu Rómverjar náttúrulegra landamæra fyrir landsvæði sín. Þeir námu til dæmis staðar við stórfljót eins og Rín og Dóná eða við eyðimerkur. Landamæramannvirki sambærileg við Hadríanusarvegginn þekkjast á hinn bóginn ekki annars staðar frá útjöðrum Rómaveldis, nema þá Antoninusarveggurinn, sem var reistur norðan við Hadríanusarvegginn um eða eftir árið 142 og er nefndur eftir keisaranum Antoninusi Piusi (við völd 138-161). Innan tveggja áratuga var Antoninusarveggurinn þó yfirgefinn og Hadríanusarveggurinn tekinn í gagnið á ný.

Fræðimenn hafa sumir efast um hernaðarlegt hlutverk múrsins sem varnarveggjar og hafa í staðinn lagt áherslu á hlutverk hans sem landamæramannvirkis.

Þegar Magnus Maximus, sem hylltur hafði verið keisari á Bretlandi, í Gallíu og á Spáni árið 383, dró hersveitir sínar frá Bretlandi til að berjast við Theodosius I árið 388 var Hadríanusarveggurinn yfirgefinn fyrir fullt og allt og var aldrei mannaður á ný.

Heimild:
  • Breeze, David J. og Brian Dobson. „Hadrian’s Wall: Some Problems“. Britannia 3 (1972): 182-208.

Myndir:...