Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:53 • Sest 07:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:00 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið sjaldan hef ég flotinu neitað er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa. Ef maður situr á krossgötum á jólanótt þyrpast álfar að honum, bera að honum gull og gersemar en hann má ekkert þiggja eða segja.

Orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“ er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:118) segir meðal annars:
En svari maður eður þiggi boð álfa þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því varð manni sem Fúsi hét og sat úti jólanótt og stóðst lengi þangað til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað;“ beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylldist og varð vitlaus.
Orðasambandið er oftast notað þegar einhverjum er boðið eitthvað gómsætt sem hann ætlar sér að þiggja.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.4.2012

Spyrjandi

Katla Marín Þormarsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2012. Sótt 2. apríl 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61989.

Guðrún Kvaran. (2012, 10. apríl). Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61989

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2012. Vefsíða. 2. apr. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61989>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?
Orðatiltækið sjaldan hef ég flotinu neitað er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa. Ef maður situr á krossgötum á jólanótt þyrpast álfar að honum, bera að honum gull og gersemar en hann má ekkert þiggja eða segja.

Orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“ er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:118) segir meðal annars:
En svari maður eður þiggi boð álfa þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því varð manni sem Fúsi hét og sat úti jólanótt og stóðst lengi þangað til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað;“ beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylldist og varð vitlaus.
Orðasambandið er oftast notað þegar einhverjum er boðið eitthvað gómsætt sem hann ætlar sér að þiggja.

Mynd:

...