En svari maður eður þiggi boð álfa þá er maður heillaður og verður vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því varð manni sem Fúsi hét og sat úti jólanótt og stóðst lengi þangað til ein álfkona kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það sem síðan er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað;“ beit hann þá bita sinn úr flotskildinum og trylldist og varð vitlaus.Orðasambandið er oftast notað þegar einhverjum er boðið eitthvað gómsætt sem hann ætlar sér að þiggja. Mynd:
Útgáfudagur
10.4.2012
Spyrjandi
Katla Marín Þormarsdóttir, f. 1998
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61989.
Guðrún Kvaran. (2012, 10. apríl). Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61989
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61989>.