Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gera næringarfræðingar?

Freydís Guðný Hjálmarsdóttir

Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það þýðir að einstaklingur þarf að ljúka meistaraprófi (MSc) í næringarfræði, sem krefst fimm ára háskólanáms, til að geta sótt um starfsleyfið frá Embætti landlæknis.

Meistarapróf í næringarfræði gerir kröfur um tilskilinn fjölda eininga í næringar- og matvælafræði auk efnafræði, lífeðlisfræði, stærðfræði, frumulíffræði og sjúkdómafræði. Þegar Embætti landlæknis hefur gefið starfsleyfi er það staðfesting á ábyrgð heilbrigðisstarfsmannsins varðandi menntun, réttindi og skyldur, þar á meðal siðferðislegar skyldur. Önnur tengd lögvernduð starfsheiti á Íslandi eru meðal annars næringarráðgjafi, næringarrekstrarfræðingur og matvælafræðingur.

Störf næringarfræðinga ganga oft út á að nýta sérþekkingu sína á hlutverki næringarefna fyrir mannslíkamann og tengslum næringar og heilsu.

Næringarfræðingar búa yfir víðtækri þekkingu á næringu, hvaða áhrif hún hefur á heilsu og hvernig hún getur komið í veg fyrir eða haft læknandi áhrif á ákveðna sjúkdóma. Næringarfræðingar veita gagnreyndar upplýsingar og leiðsögn á ýmsum sviðum atvinnulífsins allt eftir áherslum eða sérhæfingu viðkomandi.

Næringarfræðingar starfa því meðal annars við:
  • Lýðheilsunæringarfræði / lýðheilsuráðleggingar
  • Næringarráðgjöf eða klíníska næringarfræði
  • Íþróttanæringarfræði
  • Matvælaiðnað
  • Kennslu og fræðslu
  • Rannsóknir og ýmsa verkefnavinnu
  • Fóðurfræði fyrir búfjárrækt
  • Uppbyggingu, þróun og nýsköpun
  • Alþjóðlega lýðheilsunæringarfræði, til dæmis í þróunarlöndum

Næringarfræðingar eru því á ýmsum starfstöðvum. Á Íslandi eru þeir meðal annars á:

  • Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH)
  • Eldhúsi LSH
  • Næringarstofu LSH
  • Rannsóknarstofu í næringarfræði
  • Embætti landlæknis
  • Matvælastofnun
  • Reykjalundi
  • Heilsuhælinu í Hveragerði
  • Reykjavíkurborg
  • Matvælafyrirtækjum
  • Menntastofnunum, meðal annars menntaskólum
  • Líkamsræktarstöðvum
  • Hjá einkafyrirtækjum
  • Sjálfstætt starfandi við næringarráðgjöf

Mynd:

Höfundur

Freydís Guðný Hjálmarsdóttir

MS-nemi í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.9.2014

Spyrjandi

Sif Snorradóttir, Dagbjört Jónsdóttir

Tilvísun

Freydís Guðný Hjálmarsdóttir. „Hvað gera næringarfræðingar?“ Vísindavefurinn, 24. september 2014, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62080.

Freydís Guðný Hjálmarsdóttir. (2014, 24. september). Hvað gera næringarfræðingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62080

Freydís Guðný Hjálmarsdóttir. „Hvað gera næringarfræðingar?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2014. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gera næringarfræðingar?
Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það þýðir að einstaklingur þarf að ljúka meistaraprófi (MSc) í næringarfræði, sem krefst fimm ára háskólanáms, til að geta sótt um starfsleyfið frá Embætti landlæknis.

Meistarapróf í næringarfræði gerir kröfur um tilskilinn fjölda eininga í næringar- og matvælafræði auk efnafræði, lífeðlisfræði, stærðfræði, frumulíffræði og sjúkdómafræði. Þegar Embætti landlæknis hefur gefið starfsleyfi er það staðfesting á ábyrgð heilbrigðisstarfsmannsins varðandi menntun, réttindi og skyldur, þar á meðal siðferðislegar skyldur. Önnur tengd lögvernduð starfsheiti á Íslandi eru meðal annars næringarráðgjafi, næringarrekstrarfræðingur og matvælafræðingur.

Störf næringarfræðinga ganga oft út á að nýta sérþekkingu sína á hlutverki næringarefna fyrir mannslíkamann og tengslum næringar og heilsu.

Næringarfræðingar búa yfir víðtækri þekkingu á næringu, hvaða áhrif hún hefur á heilsu og hvernig hún getur komið í veg fyrir eða haft læknandi áhrif á ákveðna sjúkdóma. Næringarfræðingar veita gagnreyndar upplýsingar og leiðsögn á ýmsum sviðum atvinnulífsins allt eftir áherslum eða sérhæfingu viðkomandi.

Næringarfræðingar starfa því meðal annars við:
  • Lýðheilsunæringarfræði / lýðheilsuráðleggingar
  • Næringarráðgjöf eða klíníska næringarfræði
  • Íþróttanæringarfræði
  • Matvælaiðnað
  • Kennslu og fræðslu
  • Rannsóknir og ýmsa verkefnavinnu
  • Fóðurfræði fyrir búfjárrækt
  • Uppbyggingu, þróun og nýsköpun
  • Alþjóðlega lýðheilsunæringarfræði, til dæmis í þróunarlöndum

Næringarfræðingar eru því á ýmsum starfstöðvum. Á Íslandi eru þeir meðal annars á:

  • Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH)
  • Eldhúsi LSH
  • Næringarstofu LSH
  • Rannsóknarstofu í næringarfræði
  • Embætti landlæknis
  • Matvælastofnun
  • Reykjalundi
  • Heilsuhælinu í Hveragerði
  • Reykjavíkurborg
  • Matvælafyrirtækjum
  • Menntastofnunum, meðal annars menntaskólum
  • Líkamsræktarstöðvum
  • Hjá einkafyrirtækjum
  • Sjálfstætt starfandi við næringarráðgjöf

Mynd:

...