Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann.

Í gráa efninu eru taugabolir með kjarna og flest önnur frumulíffæri taugunga og stuttir taugaþræðir. Hvíta efnið er gert að mestu leyti úr löngum mýldum taugaþráðum og svonefndum glíafrumum sem eru ein gerð stoðfrumna í taugakerfinu. Mýli er að mestu úr fitu og einangrar langa taugaþræði taugakerfisins og flýtir með því taugaboðum. Hvíti liturinn stafar af þessu fituríka efni, en reyndar er það með ljósbleikum blæ vegna háræða sem um það liggja.

Gráa efnið er á yfirborði hvelaheilans en hvíta efnið er þar fyrir innan.

Lengi vel var talið að heilahvítan væri að mestu leyti óvirkur vefur. En nú er vitað að hún hefur áhrif á hvernig heilinn lærir og kemur við sögu þegar truflanir verða í starfsemi heilans. Hugsun og úrvinnsla heilans fer aðallega fram í gráa efninu en hvíta efnið leiðir boðin milli grárra svæða og samhæfir starfsemi þeirra. Líkja mætti gráa efninu við tölvu en hvíta efninu við leiðslurnar í henni.

Karlar hafa aðeins meira hvítt efni en konur, hvort sem litið er til rúmmáls eða lengdar mýldra taugaþráða. Samanlögð lengd mýldra taugaþráða í tvítugum karli er um 176.000 km en 149.000 km í jafngamalli konu. Heildarlengdin minnkar með aldrinum um 10% á hverjum áratug, þannig að áttræður maður er með 97.200 km en áttræð kona 82.000 km af hvítu efni.

MS er skammstöfun á mýliskaða (e. multiple sclerosis) sem er taugahrörnunarsjúkdómur. Í þessum sjúkdómi eyðist mýlislíðrið utan um taugaþræði smátt og smátt vegna bólgu. Einnig kemur hvíta efnið við sögu í Alzheimersjúkdómnum en þá verða svokallaðar amýlóíðútfellingar í því. Hvort tveggja gerir það að verkum að leiðni taugaboða um heilann verður ekki með eðlilegum hætti.

Ný tækni til að mynda og skoða taugavefi hefur gert það að verkum að miklar rannsóknir eru nú gerðar á hvíta efninu. Ef það skaddast er hugsanlegt að hægt sé að laga það en slíkt er nánast útilokað þegar gráa efnið á í hlut.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.1.2013

Spyrjandi

Ingunn Lind Þórðardóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2013, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62146.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 16. janúar). Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62146

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2013. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62146>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?
Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann.

Í gráa efninu eru taugabolir með kjarna og flest önnur frumulíffæri taugunga og stuttir taugaþræðir. Hvíta efnið er gert að mestu leyti úr löngum mýldum taugaþráðum og svonefndum glíafrumum sem eru ein gerð stoðfrumna í taugakerfinu. Mýli er að mestu úr fitu og einangrar langa taugaþræði taugakerfisins og flýtir með því taugaboðum. Hvíti liturinn stafar af þessu fituríka efni, en reyndar er það með ljósbleikum blæ vegna háræða sem um það liggja.

Gráa efnið er á yfirborði hvelaheilans en hvíta efnið er þar fyrir innan.

Lengi vel var talið að heilahvítan væri að mestu leyti óvirkur vefur. En nú er vitað að hún hefur áhrif á hvernig heilinn lærir og kemur við sögu þegar truflanir verða í starfsemi heilans. Hugsun og úrvinnsla heilans fer aðallega fram í gráa efninu en hvíta efnið leiðir boðin milli grárra svæða og samhæfir starfsemi þeirra. Líkja mætti gráa efninu við tölvu en hvíta efninu við leiðslurnar í henni.

Karlar hafa aðeins meira hvítt efni en konur, hvort sem litið er til rúmmáls eða lengdar mýldra taugaþráða. Samanlögð lengd mýldra taugaþráða í tvítugum karli er um 176.000 km en 149.000 km í jafngamalli konu. Heildarlengdin minnkar með aldrinum um 10% á hverjum áratug, þannig að áttræður maður er með 97.200 km en áttræð kona 82.000 km af hvítu efni.

MS er skammstöfun á mýliskaða (e. multiple sclerosis) sem er taugahrörnunarsjúkdómur. Í þessum sjúkdómi eyðist mýlislíðrið utan um taugaþræði smátt og smátt vegna bólgu. Einnig kemur hvíta efnið við sögu í Alzheimersjúkdómnum en þá verða svokallaðar amýlóíðútfellingar í því. Hvort tveggja gerir það að verkum að leiðni taugaboða um heilann verður ekki með eðlilegum hætti.

Ný tækni til að mynda og skoða taugavefi hefur gert það að verkum að miklar rannsóknir eru nú gerðar á hvíta efninu. Ef það skaddast er hugsanlegt að hægt sé að laga það en slíkt er nánast útilokað þegar gráa efnið á í hlut.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

...