Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?

Guðrún Nína Petersen

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum.

Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsins. Það þýðir að þegar loftið kemst í snertingu við yfirborðið kólnar það niður fyrir daggarmarkið og rakinn þéttist á yfirborðinu sem hrím. Það verða því fasahvörf, vatn fer frá því að vera á formi vatnsgufu í að vera á föstu formi sem ís. Hrímið getur svo vaxið við það að vatnsgufa heldur áfram að þéttast á hríminu og kristallarnir stækka. Hér skiptir máli að það sé hægur vindur svo að rakt loft berist að yfirborðinu en hvass vindur brýtur kristallana jafnóðum og feykir þeim í burtu.

Hrím eða héla á grasi.

Yfirborðshrím getur tekið á sig mismunandi myndir, allt eftir rakastigi og frosti, líkt og snjókristallar. Það geta myndast stórir kristallar, sem minna á laufblöð eða flatar plötur, oft margir saman, eða stærri sexhyrndir, holir bollakristallar.

Ef yfirborðshrím á snjóþekju lendir undir meiri snjó getur það haldist óbreytt í lengri tíma. Hrímið myndar þá lélega tengingu milli snjóþekjunnar yfir og undir, svokallað veikburða lag í snjóþekjunni. Snjóflóð geta orðið vegna bresta í veikburða lögum þó að algengast sé á Íslandi að snjófljóð falli í aftakaveðrum með mikilli snjókomu og skafrenningi.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Nína Petersen

veðurfræðingur

Útgáfudagur

26.3.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Nína Petersen. „Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2012. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=62247.

Guðrún Nína Petersen. (2012, 26. mars). Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62247

Guðrún Nína Petersen. „Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2012. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62247>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?
Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum.

Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsins. Það þýðir að þegar loftið kemst í snertingu við yfirborðið kólnar það niður fyrir daggarmarkið og rakinn þéttist á yfirborðinu sem hrím. Það verða því fasahvörf, vatn fer frá því að vera á formi vatnsgufu í að vera á föstu formi sem ís. Hrímið getur svo vaxið við það að vatnsgufa heldur áfram að þéttast á hríminu og kristallarnir stækka. Hér skiptir máli að það sé hægur vindur svo að rakt loft berist að yfirborðinu en hvass vindur brýtur kristallana jafnóðum og feykir þeim í burtu.

Hrím eða héla á grasi.

Yfirborðshrím getur tekið á sig mismunandi myndir, allt eftir rakastigi og frosti, líkt og snjókristallar. Það geta myndast stórir kristallar, sem minna á laufblöð eða flatar plötur, oft margir saman, eða stærri sexhyrndir, holir bollakristallar.

Ef yfirborðshrím á snjóþekju lendir undir meiri snjó getur það haldist óbreytt í lengri tíma. Hrímið myndar þá lélega tengingu milli snjóþekjunnar yfir og undir, svokallað veikburða lag í snjóþekjunni. Snjóflóð geta orðið vegna bresta í veikburða lögum þó að algengast sé á Íslandi að snjófljóð falli í aftakaveðrum með mikilli snjókomu og skafrenningi.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi....