Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig á að láta til skarar skríða?

Guðrún Kvaran

Hér er einnig svarað spurningunum:
Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“?

Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlögu við einhvern, láta koma til úrslita’ kemur fyrir í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu en þar segir í 28. kafla (stafsetningu breytt):

Þegar byri gaf, siglir Karl til Írlands og hefir frétt af, hvar Skíði var; hann hafði þá unnið undir sig mikinn hluta af Írlandi. Karl kom þar að landi, sem Skíði var fyrir; hann var þá genginn á land að berjast við Íra og ætlaði, að þá skyldi til skarar skríða með þeim. (ÍF IX:205).

Elsta dæmi úr síðari alda máli er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 17. öld úr Morðbréfabæklingi Guðbrands biskups Þorlákssonar:

vilda eg heldur það skyldi skríða til skarar en að liggja niðri.

Þarna er merkingin að ‘útkljá e-ð’. Í Ritmálssafninu eru ýmsar gerðir af orðasambandinu, til dæmis e-ð er til skarar gengið, e-ð skríður til skara, láta e-ð skríða til skara en sú algengasta í yngra máli allt frá miðri 19. öld er að láta til skarar skríða.

Ein möguleg skýring á „að láta til skara skríða“ er sú að líkingin sé dregin af því að skip brjóti sér leið gegnum ís.

Skýrendur hafa ekki verið á eitt sáttir um merkinguna. Halldór Halldórsson prófessor nefnir í orðtakasafni sínu tvær skýringar annarra. Önnur er sú að um sé að ræða fótskriðu á ís en hin að um sleðaferð sé að ræða. Sjálfur telur hann líklegra að líkingin sé dregin af því að skip brjóti sér leið gegnum ís (HH 1969:149).

Jón G. Friðjónsson nefnir enn eina skýringartilgátu sem fram hafi komið en hún er sú að ‘sigla þannig að hástokkur nemi við sjávarborð’. Af þessu má sjá að uppruninn liggur ekki í augum uppi.

Heimildir og mynd:

  • HH 1969 = Halldór Halldórsson. Íslenzkt orðtakasafn. II I–Ö. Íslenzk þjóðfræði. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • ÍF IX = Svarfdæla saga. Íslensk fornrit. IX bindi. Eyfirðinga sögur. Jónas Kristjánsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMLVI [1956].
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa. Aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 4.1.2023).
  • Mynd: GetArchive. (Sótt 19.2.2023).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.3.2023

Spyrjandi

Sigþór Sigmarsson, Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að láta til skarar skríða?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2023. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63166.

Guðrún Kvaran. (2023, 24. mars). Hvernig á að láta til skarar skríða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63166

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að láta til skarar skríða?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2023. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63166>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að láta til skarar skríða?
Hér er einnig svarað spurningunum:

Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“?

Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlögu við einhvern, láta koma til úrslita’ kemur fyrir í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu en þar segir í 28. kafla (stafsetningu breytt):

Þegar byri gaf, siglir Karl til Írlands og hefir frétt af, hvar Skíði var; hann hafði þá unnið undir sig mikinn hluta af Írlandi. Karl kom þar að landi, sem Skíði var fyrir; hann var þá genginn á land að berjast við Íra og ætlaði, að þá skyldi til skarar skríða með þeim. (ÍF IX:205).

Elsta dæmi úr síðari alda máli er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 17. öld úr Morðbréfabæklingi Guðbrands biskups Þorlákssonar:

vilda eg heldur það skyldi skríða til skarar en að liggja niðri.

Þarna er merkingin að ‘útkljá e-ð’. Í Ritmálssafninu eru ýmsar gerðir af orðasambandinu, til dæmis e-ð er til skarar gengið, e-ð skríður til skara, láta e-ð skríða til skara en sú algengasta í yngra máli allt frá miðri 19. öld er að láta til skarar skríða.

Ein möguleg skýring á „að láta til skara skríða“ er sú að líkingin sé dregin af því að skip brjóti sér leið gegnum ís.

Skýrendur hafa ekki verið á eitt sáttir um merkinguna. Halldór Halldórsson prófessor nefnir í orðtakasafni sínu tvær skýringar annarra. Önnur er sú að um sé að ræða fótskriðu á ís en hin að um sleðaferð sé að ræða. Sjálfur telur hann líklegra að líkingin sé dregin af því að skip brjóti sér leið gegnum ís (HH 1969:149).

Jón G. Friðjónsson nefnir enn eina skýringartilgátu sem fram hafi komið en hún er sú að ‘sigla þannig að hástokkur nemi við sjávarborð’. Af þessu má sjá að uppruninn liggur ekki í augum uppi.

Heimildir og mynd:

  • HH 1969 = Halldór Halldórsson. Íslenzkt orðtakasafn. II I–Ö. Íslenzk þjóðfræði. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • ÍF IX = Svarfdæla saga. Íslensk fornrit. IX bindi. Eyfirðinga sögur. Jónas Kristjánsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMLVI [1956].
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa. Aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 4.1.2023).
  • Mynd: GetArchive. (Sótt 19.2.2023).
...