Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?

Henry Alexander Henrysson

Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var tekinn af lífi fyrir landráð. Hins vegar er hans minnst sem fræðimanns og höfundar Útópíu (De optimo rei publicae statu deque nova insula Utopia) sem kom út árið 1516. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu árið 1935 fyrir trúfestu og minnisvarði var reistur honum til heiðurs við Kreml á millistríðsárunum fyrir að hafa lagt fræðilegan grunn að sameignarfyrirkomulaginu. Eru ekki mörg dæmi um það í mannkynssögunni að kaþólikkar og kommúnistar hafi verið jafn sammála um ágæti eins manns. Bókin var þó ekki eina verk Mores um heimspeki og er jákvætt viðhorf til kenninga Tómasar af Aquino (1225–1274) í ölduróti endurreisnartímans kunnast af heimspekilegum rökræðum hans.

Thomas More (1478–1535).

Hugmyndaheimur Mores tilheyrði svo sannarlega endurreisnartímanum þó svo að hann hafi sótt í heimspeki miðalda. Hann mælti fyrir samfélags- og menntamálum líkt og aðrir húmanistar samtíma honum. Má þar kannski helstan nefna Erasmus frá Rotterdam (1467–1536). Líkt og svo margir endurreisnarhöfundar var More talsmaður þess sem hann taldi vera forngrísk gildi. Þennan umbótatón má ágætlega sjá í Útópíu enda er markmið verksins að kynna lesendum nokkurs konar fyrirmyndarsamfélag þar sem helstu lestir og mein samtíma Mores eins og hungur, öfund, fátækt og græðgi fyrirfinnast ekki. Lausnina á þessum vandamálum virðist More finna í nokkurs konar sameignarfyrirkomulagi þar sem eignarréttur er ekki ráðandi gildi í samfélaginu.

Rætur hugmyndanna sem finna má í Útópíu liggja um alla fornöld. Heimspeki Aristótelesar var vel kunn á hans tíma eftir að hafa verið ráðandi heimspeki á síðmiðöldum. Platon var farinn að skyggja nokkuð á Aristóteles þegar kom fram á sextándu öld, ekki síst vegna skrifa húmanista eins og Marsilio Ficino (1433–1499). Stóuspeki og epikúrismi, voru ekki síður áhrifamiklir hugmyndastraumar í heimspekilegu tilliti. Það var ekki síst síðastnefnda stefnan sem hafði áhrif á More við ritun verksins þar sem ánægja íbúanna er það sem viðheldur góðu samfélagi. Og íbúar Útópíu, eyjunnar sem verkið er kennt við, geta greint á milli raunverulegrar ánægju og hreins hégóma. Stef frá Platoni og úr stóuspeki gera það þó að verkum að ekki er hægt að tala um samfélag Útópíu sem epikúrískt enda var More mikið í mun að skapa sína eigin blöndu af sígildum áherslum í stjórnspeki og siðfræði. Þótt sú sameignarstefna sem hann teflir fram eigi sér vissulega einhverjar rætur í Ríki Platons þá er sú áhersla sem More leggur til dæmis á stéttleysi innan Útópíu dæmi um hans eigin áherslur. Það eiga allir sama rétt á þeim gæðum og þeirri ánægju sem samfélagið getur veitt borgurum sínum.

Aðalsöguhetja Útópíu segir frá eyjunni. Mynd úr útgáfu bókarinnar frá árinu 1518.

Bygging og stíll Útópíu gera það að verkum að menn hafa deilt um raunveruleg markmið Mores allt frá því verkið kom út. Til dæmis er ekki ljóst hvort það ímyndaða samfélag sem hann lýsir í seinni hluta verksins eigi í raun að vera endanlegt svar við þeim stjórnspekilegu vandamálum sem hann ræðir í fyrri hlutanum. Einnig má segja að samfélag Útópíu sé ekki beinlínis ljóslifandi í huga lesenda enda eru lýsingarnar oft snubbóttar og vekja fleiri spurningar en þær svara. Ein er sú hvort það sé líklegt að slíkt samfélag geti viðhaldið sér þar sem fólk virðist ekki hafa að neinu að keppa. Og bókin svarar ekki spurningum lesenda um hvernig best sé að koma samfélagsskipaninni sem hún lýsir á. Margt af því sem More lýsir í verkinu hefur þó ræst í samtímanum. Sem dæmi má nefna aukna alþýðumenntun og jafnari aðgang að gæðum í samfélaginu.

Ýmsir höfundar áttu eftir að feta í fótspor Mores og skapa sínar eigin staðleysur til þess að bregða ljósi á heimspekileg markmiðum sín og hugðarefni. Francis Bacon (1561–1626) skrifaði um hina nýju Atlantis í ekki ósvipuðum stíl í upphafi sautjándu aldar og um svipað leyti kom Sólborgin eftir Tommaso Campanella (1568–1639) út. Á átjándu öld er Rasselas eftir Samuel Johnson (1709–1784) það verk sem svipar mest til Útópíu, enda þótt fjölmörg skáldverk á þeim tíma bregði einmitt upp fróðlegum myndum af ímynduðum samfélögum til þess að varpa ljósi á vandamál samtíma síns. Má þar til dæmis nefna Ferðir Gúllívers eftir Jonathan Swift (1667–1745) og Birtíng Voltaires (1694–1778).

Myndir:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

22.10.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 22. október 2012. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63276.

Henry Alexander Henrysson. (2012, 22. október). Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63276

Henry Alexander Henrysson. „Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2012. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63276>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?
Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var tekinn af lífi fyrir landráð. Hins vegar er hans minnst sem fræðimanns og höfundar Útópíu (De optimo rei publicae statu deque nova insula Utopia) sem kom út árið 1516. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu árið 1935 fyrir trúfestu og minnisvarði var reistur honum til heiðurs við Kreml á millistríðsárunum fyrir að hafa lagt fræðilegan grunn að sameignarfyrirkomulaginu. Eru ekki mörg dæmi um það í mannkynssögunni að kaþólikkar og kommúnistar hafi verið jafn sammála um ágæti eins manns. Bókin var þó ekki eina verk Mores um heimspeki og er jákvætt viðhorf til kenninga Tómasar af Aquino (1225–1274) í ölduróti endurreisnartímans kunnast af heimspekilegum rökræðum hans.

Thomas More (1478–1535).

Hugmyndaheimur Mores tilheyrði svo sannarlega endurreisnartímanum þó svo að hann hafi sótt í heimspeki miðalda. Hann mælti fyrir samfélags- og menntamálum líkt og aðrir húmanistar samtíma honum. Má þar kannski helstan nefna Erasmus frá Rotterdam (1467–1536). Líkt og svo margir endurreisnarhöfundar var More talsmaður þess sem hann taldi vera forngrísk gildi. Þennan umbótatón má ágætlega sjá í Útópíu enda er markmið verksins að kynna lesendum nokkurs konar fyrirmyndarsamfélag þar sem helstu lestir og mein samtíma Mores eins og hungur, öfund, fátækt og græðgi fyrirfinnast ekki. Lausnina á þessum vandamálum virðist More finna í nokkurs konar sameignarfyrirkomulagi þar sem eignarréttur er ekki ráðandi gildi í samfélaginu.

Rætur hugmyndanna sem finna má í Útópíu liggja um alla fornöld. Heimspeki Aristótelesar var vel kunn á hans tíma eftir að hafa verið ráðandi heimspeki á síðmiðöldum. Platon var farinn að skyggja nokkuð á Aristóteles þegar kom fram á sextándu öld, ekki síst vegna skrifa húmanista eins og Marsilio Ficino (1433–1499). Stóuspeki og epikúrismi, voru ekki síður áhrifamiklir hugmyndastraumar í heimspekilegu tilliti. Það var ekki síst síðastnefnda stefnan sem hafði áhrif á More við ritun verksins þar sem ánægja íbúanna er það sem viðheldur góðu samfélagi. Og íbúar Útópíu, eyjunnar sem verkið er kennt við, geta greint á milli raunverulegrar ánægju og hreins hégóma. Stef frá Platoni og úr stóuspeki gera það þó að verkum að ekki er hægt að tala um samfélag Útópíu sem epikúrískt enda var More mikið í mun að skapa sína eigin blöndu af sígildum áherslum í stjórnspeki og siðfræði. Þótt sú sameignarstefna sem hann teflir fram eigi sér vissulega einhverjar rætur í Ríki Platons þá er sú áhersla sem More leggur til dæmis á stéttleysi innan Útópíu dæmi um hans eigin áherslur. Það eiga allir sama rétt á þeim gæðum og þeirri ánægju sem samfélagið getur veitt borgurum sínum.

Aðalsöguhetja Útópíu segir frá eyjunni. Mynd úr útgáfu bókarinnar frá árinu 1518.

Bygging og stíll Útópíu gera það að verkum að menn hafa deilt um raunveruleg markmið Mores allt frá því verkið kom út. Til dæmis er ekki ljóst hvort það ímyndaða samfélag sem hann lýsir í seinni hluta verksins eigi í raun að vera endanlegt svar við þeim stjórnspekilegu vandamálum sem hann ræðir í fyrri hlutanum. Einnig má segja að samfélag Útópíu sé ekki beinlínis ljóslifandi í huga lesenda enda eru lýsingarnar oft snubbóttar og vekja fleiri spurningar en þær svara. Ein er sú hvort það sé líklegt að slíkt samfélag geti viðhaldið sér þar sem fólk virðist ekki hafa að neinu að keppa. Og bókin svarar ekki spurningum lesenda um hvernig best sé að koma samfélagsskipaninni sem hún lýsir á. Margt af því sem More lýsir í verkinu hefur þó ræst í samtímanum. Sem dæmi má nefna aukna alþýðumenntun og jafnari aðgang að gæðum í samfélaginu.

Ýmsir höfundar áttu eftir að feta í fótspor Mores og skapa sínar eigin staðleysur til þess að bregða ljósi á heimspekileg markmiðum sín og hugðarefni. Francis Bacon (1561–1626) skrifaði um hina nýju Atlantis í ekki ósvipuðum stíl í upphafi sautjándu aldar og um svipað leyti kom Sólborgin eftir Tommaso Campanella (1568–1639) út. Á átjándu öld er Rasselas eftir Samuel Johnson (1709–1784) það verk sem svipar mest til Útópíu, enda þótt fjölmörg skáldverk á þeim tíma bregði einmitt upp fróðlegum myndum af ímynduðum samfélögum til þess að varpa ljósi á vandamál samtíma síns. Má þar til dæmis nefna Ferðir Gúllívers eftir Jonathan Swift (1667–1745) og Birtíng Voltaires (1694–1778).

Myndir:...