Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?

Rannveig Magnúsdóttir

Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming) til að búa til nýtt ræktarland. Í öðru lagi fer fram skipulögð regnskógaeyðing í miklum mæli vegna síaukinnar eftirspurnar eftir timbri, beitilöndum fyrir nautgripi og plöntuafurðum eins og pálmaolíu og sojabaunum sem ræktaðar eru á regnskógasvæðum. Að auki fer mikið land undir stór mannvirki eins og hraðbrautir og vatnsaflsvirkjanir. Regnskógaeyðing er stundum ólögleg en getur einnig verið pólitísk og verður ekki stoppuð nema með miklum þrýstingi frá almenningi og alþjóðasamfélaginu því miklir hagsmunir eru í húfi. Það er því mikilvægt að sem flestir séu upplýstir um orsakir fyrir eyðingu regnskóganna.

Landsvæði í Kongó tekið undir sviðuræktun.

Hægt er að styðja við regnskógana á margvíslegan hátt, til dæmis með því að ganga í félög eins og Rainforest Action Network (ran.org) og taka þátt og hvetja fólk í undirskriftasöfnunum hjá stórum alþjóðlegum baráttusamfélögum eins og til dæmis Avaaz (avaaz.org).

Hér verða talin upp nokkur atriði til að sýna hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga. Rétt er að hafa í huga að margt getur breyst á skömmum tíma og það sem er gott í dag þarf ekki endilega að vera gott á morgun. Það er því mikilvægt að vera gagnrýninn á allt sem maður les og heyrir.

  1. Timbur. Það er gífurleg eftirspurn eftir harðviði í heiminum og mikið af honum kemur úr regnskógum. Því miður eru mörg dæmi um að regnskógaviður rati inn í íslenskar timburverslanir og þar með inn á íslensk heimili og í aðrar byggingar. Í sumum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvernig timbur það er að selja og kaupa og því er gott að vera vel á verði og kanna uppruna alls timburs og pappírs sem er keyptur. Ef vörurnar eru merktar sem Forest Stewardship Council (FSC) er yfirleitt hægt að treysta því að þær séu ekki úr regnskógaharðviði heldur úr sjálfbærum skógum. Svonefndur grænþvottur er mjög algengur í dag en þá eru vörur auglýstar sem umhverfisvænar þrátt fyrir að vera það ekki. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með og passa hvað maður kaupir.
  2. Pálmaolía. Olíupálmi (Elaeis guineensis) er fljótvaxinn hitabeltispálmi upprunninn frá Vestur- og Suðvestur-Afríku. Einn hektari af olíupálma gefur af sér um 3000 kg af pálmaolíu og 250 kg af pálmakjarnaolíu. Þessar afurðir eru í dag notaðar í mikinn hluta af því sem fólk á Vesturlöndum, og í vaxandi mæli í Asíu, notar og kaupir á hverjum degi, til að mynda í snyrtivörur, sápur, súkkulaði, brauð, kökur, kex, eldsneyti og fleira. Pálmaolía er ein ódýrasta olían á markaðinum í dag. Eftirspurn eftir henni hefur aukist mikið undanfarna áratugi og til þess að anna henni ryðja menn mikið af landi regnskóganna. Í dag er langmestur hluti pálmaolíu á markaðnum ósjálfbær og valdur að eyðingu regnskóga. Flestir yrðu hissa á því hve hátt hlutfall af uppáhaldsvörunum þeirra hefur einhvern tímann valdið regnskógaeyðingu. Margir fela sig bak við samtökin Roundtable on Sustainable Palm Oil en þau eru því miður þekkt fyrir að gefa út falskar vottanir og hafa því brugðist hlutverki sínu, að minnsta kosti eins og staðan er í dag. Það er því mikilvægt að forðast þær vörur sem innihalda pálmaolíu og senda athugasemdir á þá aðila sem selja þær. Annað vandamál tengt pálmaolíu er að hún er oft ekki merkt á umbúðir, stundum stendur bara jurtaolía og ómögulegt að átta sig á því hvaða olía átt er við. Það er því nauðsynlegt að þrýsta á að pálmaolía sé rétt merkt á vöruumbúðum.
  3. Blóm og ávextir afríska olíupálmans (Elaeis guineensis).

  4. Soja. Sojabaunir eru upprunnar í Austur-Asíu. Í dag er ræktun á sojabaunum sívaxandi vandamál í hitabeltisregnskógum af sömu ástæðum og pálmaolían. Miklu minna af soja fæst á hvern hektara miðað við pálmaolíu og sojaplönturnar sjálfar eru margfalt smærri en olíupálmarnir. Stór hluti soja sem framleiddur er í heiminum er framleiddur í Bandaríkjunum og eyðir því ekki regnskógum en mest allt soja sem framleitt er í Suður-Ameríku fer í fóður sem notað er í kjötframleiðslu um allan heim. Í regnskógum Suður-Ameríku er að mestu notað erfðabreytt afbrigði sem þolir illgresiseyði. Allt líf á sívaxandi plantekrunum er því drepið með skordýra- og illgresiseyði og eftir standa ófrjósamar sojaplantekrur. Örugg leið til að koma í veg fyrir að menn borði soja sem hefur verið ræktað á regnskógalandi er að hætta að borða kjöt af skepnum sem hafa fengið sojafóður. Kjöt af skepnum sem fær gras eða fóður úr heimabyggð ætti að vera öruggt en það sakar ekki að spyrjast fyrir. Það er því nauðsynlegt að lesa innihaldslýsingar og finna út hvar sojabaunirnar hafa verið ræktaðar.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

23.1.2014

Spyrjandi

Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63374.

Rannveig Magnúsdóttir. (2014, 23. janúar). Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63374

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?
Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming) til að búa til nýtt ræktarland. Í öðru lagi fer fram skipulögð regnskógaeyðing í miklum mæli vegna síaukinnar eftirspurnar eftir timbri, beitilöndum fyrir nautgripi og plöntuafurðum eins og pálmaolíu og sojabaunum sem ræktaðar eru á regnskógasvæðum. Að auki fer mikið land undir stór mannvirki eins og hraðbrautir og vatnsaflsvirkjanir. Regnskógaeyðing er stundum ólögleg en getur einnig verið pólitísk og verður ekki stoppuð nema með miklum þrýstingi frá almenningi og alþjóðasamfélaginu því miklir hagsmunir eru í húfi. Það er því mikilvægt að sem flestir séu upplýstir um orsakir fyrir eyðingu regnskóganna.

Landsvæði í Kongó tekið undir sviðuræktun.

Hægt er að styðja við regnskógana á margvíslegan hátt, til dæmis með því að ganga í félög eins og Rainforest Action Network (ran.org) og taka þátt og hvetja fólk í undirskriftasöfnunum hjá stórum alþjóðlegum baráttusamfélögum eins og til dæmis Avaaz (avaaz.org).

Hér verða talin upp nokkur atriði til að sýna hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga. Rétt er að hafa í huga að margt getur breyst á skömmum tíma og það sem er gott í dag þarf ekki endilega að vera gott á morgun. Það er því mikilvægt að vera gagnrýninn á allt sem maður les og heyrir.

  1. Timbur. Það er gífurleg eftirspurn eftir harðviði í heiminum og mikið af honum kemur úr regnskógum. Því miður eru mörg dæmi um að regnskógaviður rati inn í íslenskar timburverslanir og þar með inn á íslensk heimili og í aðrar byggingar. Í sumum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvernig timbur það er að selja og kaupa og því er gott að vera vel á verði og kanna uppruna alls timburs og pappírs sem er keyptur. Ef vörurnar eru merktar sem Forest Stewardship Council (FSC) er yfirleitt hægt að treysta því að þær séu ekki úr regnskógaharðviði heldur úr sjálfbærum skógum. Svonefndur grænþvottur er mjög algengur í dag en þá eru vörur auglýstar sem umhverfisvænar þrátt fyrir að vera það ekki. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með og passa hvað maður kaupir.
  2. Pálmaolía. Olíupálmi (Elaeis guineensis) er fljótvaxinn hitabeltispálmi upprunninn frá Vestur- og Suðvestur-Afríku. Einn hektari af olíupálma gefur af sér um 3000 kg af pálmaolíu og 250 kg af pálmakjarnaolíu. Þessar afurðir eru í dag notaðar í mikinn hluta af því sem fólk á Vesturlöndum, og í vaxandi mæli í Asíu, notar og kaupir á hverjum degi, til að mynda í snyrtivörur, sápur, súkkulaði, brauð, kökur, kex, eldsneyti og fleira. Pálmaolía er ein ódýrasta olían á markaðinum í dag. Eftirspurn eftir henni hefur aukist mikið undanfarna áratugi og til þess að anna henni ryðja menn mikið af landi regnskóganna. Í dag er langmestur hluti pálmaolíu á markaðnum ósjálfbær og valdur að eyðingu regnskóga. Flestir yrðu hissa á því hve hátt hlutfall af uppáhaldsvörunum þeirra hefur einhvern tímann valdið regnskógaeyðingu. Margir fela sig bak við samtökin Roundtable on Sustainable Palm Oil en þau eru því miður þekkt fyrir að gefa út falskar vottanir og hafa því brugðist hlutverki sínu, að minnsta kosti eins og staðan er í dag. Það er því mikilvægt að forðast þær vörur sem innihalda pálmaolíu og senda athugasemdir á þá aðila sem selja þær. Annað vandamál tengt pálmaolíu er að hún er oft ekki merkt á umbúðir, stundum stendur bara jurtaolía og ómögulegt að átta sig á því hvaða olía átt er við. Það er því nauðsynlegt að þrýsta á að pálmaolía sé rétt merkt á vöruumbúðum.
  3. Blóm og ávextir afríska olíupálmans (Elaeis guineensis).

  4. Soja. Sojabaunir eru upprunnar í Austur-Asíu. Í dag er ræktun á sojabaunum sívaxandi vandamál í hitabeltisregnskógum af sömu ástæðum og pálmaolían. Miklu minna af soja fæst á hvern hektara miðað við pálmaolíu og sojaplönturnar sjálfar eru margfalt smærri en olíupálmarnir. Stór hluti soja sem framleiddur er í heiminum er framleiddur í Bandaríkjunum og eyðir því ekki regnskógum en mest allt soja sem framleitt er í Suður-Ameríku fer í fóður sem notað er í kjötframleiðslu um allan heim. Í regnskógum Suður-Ameríku er að mestu notað erfðabreytt afbrigði sem þolir illgresiseyði. Allt líf á sívaxandi plantekrunum er því drepið með skordýra- og illgresiseyði og eftir standa ófrjósamar sojaplantekrur. Örugg leið til að koma í veg fyrir að menn borði soja sem hefur verið ræktað á regnskógalandi er að hætta að borða kjöt af skepnum sem hafa fengið sojafóður. Kjöt af skepnum sem fær gras eða fóður úr heimabyggð ætti að vera öruggt en það sakar ekki að spyrjast fyrir. Það er því nauðsynlegt að lesa innihaldslýsingar og finna út hvar sojabaunirnar hafa verið ræktaðar.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir

...