Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu lengi lifa flóðhestar?

Líkt og flestar aðrar dýrategundir ná flóðhestar (Hippopotamus amphibius) í haldi manna hærri aldri en þeir sem lifa villtir þar sem öldrunareinkenni reynast villtum dýrum erfið í samkeppni í náttúrunni. Sannarlega elsti flóðhestur sem sögur fara af í dýragörðum náði 67 ára aldri.

Sumarið 2012 komst flóðhesturinn Donna í fréttirnar. Hún var þá elsti lifandi flóðhestur í heimi en sofnaði svefninum langa í ágúst það ár. Donna kom í heiminn árið 1951 og náði því 61 árs aldri. Hún hlaut ekki náttúrlegan dauðdaga heldur var svæfð þar sem aldurinn var farinn að gera henni lífið leitt, hún orðin slæm af liðagigt og nýrun farin að gefa sig.

Flóðhesturinn Donna náði 61 árs aldri. Hún lifði mest allt sitt líf í Mesker dýragarðinum í Evansville í Indíana í Bandaríkjunum.

Flóðhestar eru langlífar skepnur og þroskast hægt. Karldýrin verða kynþroska á bilinu 6-12 ára og kvendýrin á aldrinum 7-13 ára. Öldrunareinkenni koma fram fljótlega á þrítugsaldrinum og venjulega verða dýragarðsdýrin ellikerlingu að bráð í kringum fertugt þótt mörg dýr ná fimmtugu.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

4.12.2012

Spyrjandi

Nanna Guðný Karlsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu lengi lifa flóðhestar?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2012. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=63446.

Jón Már Halldórsson. (2012, 4. desember). Hversu lengi lifa flóðhestar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63446

Jón Már Halldórsson. „Hversu lengi lifa flóðhestar?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2012. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63446>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.