Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í tæri við einhvern ‘leve sammen med en’ (það er búa með einhverjum).

Í íslensk-latnesk-danskri orðabók sem kom út 1814 er tæri sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð). Hugsanlega er tæri skylt lýsingarorðinu tær ‘tær, óblandaður’.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1079) er merking orðsins tæri sögð ‘tengsl, félagsskapur’, vera í tæri við einhvern ‘vera í félagi við’, komast í tæri við ‘kynnast’, láta í tæri ‘hafa tiltækt, á boðstólum’. Uppruna og merkingu telur hann ekki örugga. Ef til vill merki tæri upphaflega ‘augsýn, kynning’ og eigi skylt við lýsingarorðið tær ‘tær, óblandaður’ og er ef til vill gamalt nafngert hvorugkyn af því (< *tairia-).

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
  • [Björn Halldórsson] Lexicon Islandico-Latino-Danicum Biörnonis Haldorsonii. Biørn Haldørsens islandske Lexicon. Havniæ 1814.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.6.2023

Spyrjandi

Halldór Storknes

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2023. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63504.

Guðrún Kvaran. (2023, 20. júní). Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63504

Guðrún Kvaran. „Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2023. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63504>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?
Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í tæri við einhvern ‘leve sammen med en’ (það er búa með einhverjum).

Í íslensk-latnesk-danskri orðabók sem kom út 1814 er tæri sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð). Hugsanlega er tæri skylt lýsingarorðinu tær ‘tær, óblandaður’.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1079) er merking orðsins tæri sögð ‘tengsl, félagsskapur’, vera í tæri við einhvern ‘vera í félagi við’, komast í tæri við ‘kynnast’, láta í tæri ‘hafa tiltækt, á boðstólum’. Uppruna og merkingu telur hann ekki örugga. Ef til vill merki tæri upphaflega ‘augsýn, kynning’ og eigi skylt við lýsingarorðið tær ‘tær, óblandaður’ og er ef til vill gamalt nafngert hvorugkyn af því (< *tairia-).

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
  • [Björn Halldórsson] Lexicon Islandico-Latino-Danicum Biörnonis Haldorsonii. Biørn Haldørsens islandske Lexicon. Havniæ 1814.

Mynd:...