Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt og tali um að “berjast í bökkum,“ sem sé ekki uppruni þessa orðatiltækis. Hvað segir Vísindavefurinn um þetta?

Orðasambandið að berjast í bökkum ‘eiga í erfiðleikum (einkum fjárhagslega)’ þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar, samanber dæmi hér fyrir neðan úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:
hvørsu mikid, sem […] lausamenn sýnast ad mega ávinna med bralli sínu […] er þó sem med íllann leik berjist í bøckum fyrir flestum jafnvel í gódum árum.

Dæmið er úr ritinu Margvíslegt Gaman og Alvara, í Safni Smárita og Qvæda ýmislegra Rithöfunda en höfundar eru Magnús Stephensen og fleiri.

Orðið bakki hefur fleiri en eina merkingu: ‘barmur, brún; hóll, hæð; aflangur skýjabólstur ...’.

Ein skýring á „að berjast í bökkum“ er sú að líkingin sé dregin af skýjabökkum og tvísýnu veðri.

Jón Friðjónsson telur að líkingin sé trúlega dregin af skýjabökkum og tvísýnu veðri, veðrið berjist í bökkum (Mergur málsins 40). Sama er að segja um Halldór Halldórsson í Íslenzku orðtakasafni. Hann nefnir að orðatiltækið sé einnig notað ópersónulega, það er það berst í bökkum með þeim í merkingunni ‘það er lítill munur á þeim, þeir eru næstum jafnir’. Talað sé um tveggja bakka veður þegar tveir illviðrisbakkar eru á lofti og veður tvísýnt, óvíst úr hvorri áttinni illviðrið kemur (I:37–38).

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924: 72) er sú skýring að átt sé við reiðmann sem reynir að brjótast með hest sinn upp brattan árbakka.

Heimildir og mynd:

  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I A–K. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2002. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • Mynd: Piqsels. (Sótt 20.8.2020).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.9.2020

Spyrjandi

Gunnar Þór Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?“ Vísindavefurinn, 9. september 2020. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79721.

Guðrún Kvaran. (2020, 9. september). Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79721

Guðrún Kvaran. „Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2020. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79721>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt og tali um að “berjast í bökkum,“ sem sé ekki uppruni þessa orðatiltækis. Hvað segir Vísindavefurinn um þetta?

Orðasambandið að berjast í bökkum ‘eiga í erfiðleikum (einkum fjárhagslega)’ þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar, samanber dæmi hér fyrir neðan úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:
hvørsu mikid, sem […] lausamenn sýnast ad mega ávinna med bralli sínu […] er þó sem med íllann leik berjist í bøckum fyrir flestum jafnvel í gódum árum.

Dæmið er úr ritinu Margvíslegt Gaman og Alvara, í Safni Smárita og Qvæda ýmislegra Rithöfunda en höfundar eru Magnús Stephensen og fleiri.

Orðið bakki hefur fleiri en eina merkingu: ‘barmur, brún; hóll, hæð; aflangur skýjabólstur ...’.

Ein skýring á „að berjast í bökkum“ er sú að líkingin sé dregin af skýjabökkum og tvísýnu veðri.

Jón Friðjónsson telur að líkingin sé trúlega dregin af skýjabökkum og tvísýnu veðri, veðrið berjist í bökkum (Mergur málsins 40). Sama er að segja um Halldór Halldórsson í Íslenzku orðtakasafni. Hann nefnir að orðatiltækið sé einnig notað ópersónulega, það er það berst í bökkum með þeim í merkingunni ‘það er lítill munur á þeim, þeir eru næstum jafnir’. Talað sé um tveggja bakka veður þegar tveir illviðrisbakkar eru á lofti og veður tvísýnt, óvíst úr hvorri áttinni illviðrið kemur (I:37–38).

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924: 72) er sú skýring að átt sé við reiðmann sem reynir að brjótast með hest sinn upp brattan árbakka.

Heimildir og mynd:

  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I A–K. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2002. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • Mynd: Piqsels. (Sótt 20.8.2020).
...