Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?

Gylfi Magnússon

Of stór til að falla er hugtak sem er oft notað í bankaheiminum til að lýsa bönkum sem talið er að miklar líkur séu á að hið opinbera muni koma til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. Skýringin er að fall þeirra myndi valda svo mikilli röskun á efnahagslífinu og ýmiss konar tjóni að nær óhugsandi sé að það verði látið gerast. Það er því tilhneiging til að líta svo á að slíkir bankar starfi nánast með ríkisábyrgð. Ábyrgðin er þó ekki formleg. Það getur líka verið varhugavert að treysta á hana því að væntingar manna um aðstoð hins opinbera þurfa ekki að ganga eftir. Þannig litu margir svo á að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers væri of stór til að falla. Hann féll nú samt haustið 2008 og olli það miklum titringi á fjármálamörkuðum um heim allan. Þótt þetta hafi verið stór banki þá hafði Bandaríkjastjórn fjárhagslega getu til að bjarga honum en ákveðið var að gera það ekki.

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers féll 15. september 2008 þrátt fyrir að margir álitu hann of stóran til að hljóta þau örlög.

Sömuleiðis var oft rætt um stóru íslensku bankana þrjá, Kaupþing, Landsbankann og Glitni, sem of stóra til að falla fyrir bankahrun. Það var að nokkru leyti rétt, við blasti að þessir bankar voru hver um sig svo stór að fall eins eða fleiri myndi veita íslensku efnahagslífi þungt högg. Það var þó ekki öll sagan því að bankarnir voru líka svo stórir að íslenska ríkið hafði engin tök á að koma þeim til bjargar. Til þess að gera það hefði þurft miklu stærri gjaldeyrisforða en íslenska ríkið og seðlabanki þess hafði yfir að ráða. Bankarnir voru því í raun ekki of stórir til að falla, þeir voru of stórir til að bjarga. Enda féllu þeir og var ekki bjargað.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.2.2021

Spyrjandi

Birgir Steinn Steinþórsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2021, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64026.

Gylfi Magnússon. (2021, 8. febrúar). Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64026

Gylfi Magnússon. „Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2021. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64026>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?
Of stór til að falla er hugtak sem er oft notað í bankaheiminum til að lýsa bönkum sem talið er að miklar líkur séu á að hið opinbera muni koma til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. Skýringin er að fall þeirra myndi valda svo mikilli röskun á efnahagslífinu og ýmiss konar tjóni að nær óhugsandi sé að það verði látið gerast. Það er því tilhneiging til að líta svo á að slíkir bankar starfi nánast með ríkisábyrgð. Ábyrgðin er þó ekki formleg. Það getur líka verið varhugavert að treysta á hana því að væntingar manna um aðstoð hins opinbera þurfa ekki að ganga eftir. Þannig litu margir svo á að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers væri of stór til að falla. Hann féll nú samt haustið 2008 og olli það miklum titringi á fjármálamörkuðum um heim allan. Þótt þetta hafi verið stór banki þá hafði Bandaríkjastjórn fjárhagslega getu til að bjarga honum en ákveðið var að gera það ekki.

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers féll 15. september 2008 þrátt fyrir að margir álitu hann of stóran til að hljóta þau örlög.

Sömuleiðis var oft rætt um stóru íslensku bankana þrjá, Kaupþing, Landsbankann og Glitni, sem of stóra til að falla fyrir bankahrun. Það var að nokkru leyti rétt, við blasti að þessir bankar voru hver um sig svo stór að fall eins eða fleiri myndi veita íslensku efnahagslífi þungt högg. Það var þó ekki öll sagan því að bankarnir voru líka svo stórir að íslenska ríkið hafði engin tök á að koma þeim til bjargar. Til þess að gera það hefði þurft miklu stærri gjaldeyrisforða en íslenska ríkið og seðlabanki þess hafði yfir að ráða. Bankarnir voru því í raun ekki of stórir til að falla, þeir voru of stórir til að bjarga. Enda féllu þeir og var ekki bjargað.

Mynd:...