Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?

Birgir Þór Runólfsson

Áður hefur verið fjallað um lífshlaup Irvings Fishers í svari höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?

Eitt merkasta framlag Fishers til hagfræðinnar var að útfæra kenningu um vexti, en þeir eru eitt meginatriði rita hans: Verðgildishækkun og vextir (Appreciation and Interest) 1896, Eiginleikar fjármagns og tekna (The Nature of Capital and Income) 1906, og Vaxtastigið (The Rate of Interest) 1907, sem var endurskrifað sem Kenningin um vexti (The Theory of Interest) árið 1930. Hugmynd Fishers er að vextir séu ekki sérstök tegund tekna heldur hluti tekna sem myndast yfir tímabil.1 Eðli vaxta er best skilið á þann hátt að þeir tengist tekjum fremur en fjármagni. Fjármagn er eingöngu leið að því markmiði að afla tekna og fjármagnsauður er því ekki annað en eigngert virði væntra tekna.

Irving Fisher (1867-1947).

Vaxtastig ákvarðast af aðgerðum fólks við að breyta tímaflæði tekna sinna og mælir því það verð sem einstaklingar greiða til að fá tekjur nú fremur en í framtíð. Tveir þættir eru ráðandi um vexti: óþolinmæði og fjárfestingatækifæri. Fyrri þátturinn snýr að viðhorfi einstaklinganna til neyslu núna og í framtíðinni. Óþolinmótt fólk þarf meiri hvata til að spara, það er greiða þarf hærri vexti til þeirra heldur en ef það er þolinmótt við að fresta neyslu sinni. Seinni þátturinn snýr að fjárfestingakostum, hversu miklar viðbótartekjur verða til við frestun neyslu til fjárfestinga. Óþolinmæði útskýrir þannig framboð lánsfjár, eða sparnað, en fjárfestingatækifærin eftirspurn lánsfjár.

Fisher er líklega þekktastur fyrir Kaupmátt peninga (The Purchasing Power of Money) frá 1911 þar sem hann setur fram viðskiptajöfnuna (e. equation of exchange), sem tengir breytingar í peningamagni og almennu verðlagi. Þessi peningamagnsjafna er oft sýnd sem $MV = PT$, þar sem $M$ stendur fyrir peningamagn í umferð, $V$ fyrir veltuhraða peninganna (hversu oft peningaeining er notuð í viðskiptum á tímabili), $P$ fyrir verðlag og $T$ fyrir viðskiptamagn.2 Túlkun Fishers var ný, sérstaklega í lengri útgáfu jöfnunnar þar sem aðgreint er milli myntar og innlána, $MV + M'V' = PT$, hann taldi veltuhraða þeirra mismunandi. Megnið af peningamagninu á tímum Fishers var í formi innlána fremur en myntar.

Viðskiptajafnan er í raun ekki annað en samsemd, eða skilgreining á jafnvægi, en Fisher notar hana til að útskýra orsakir verðlagsbreytinga. Líklegustu skýringu verðbólgu er að finna í auknu peningamagni. Aukningin skilar sér í verðbólgu til lengri tíma, þegar aðlögun væntinga hefur átt sér stað með viðeigandi tímatöfum, en til skemmri tíma hefur peningamagnsaukning hins vegar raunáhrif í hagkerfinu og er orsök hagsveiflunnar. Hér er að verki svokölluð „peningaglýja“ (e. money illusion), sem Fisher taldi að væri nokkuð almenn.3 Peningaglýja á við það þegar neytendur, launþegar og fyrirtæki gera ekki greinarmun á nafnverðsbreytingu og raunverðsbreytingu. Fisher taldi að hagsveiflur væru peningalegt fyrirbæri, „dans dollarsins“, og hafnaði tilvist reglulegrar hagsveiflu.

Fisher aðgreinir á milli raunvaxta og nafnvaxta. Verðbólga, eða mun fremur vænt verðbólga, rekur fleyg milli þessara stærða sem nemur verðlagsbreytingunni. Óvænt, eða ófyrirséð, verðbólga leiðir til þess að raunvextir verða aðrir en vænst var, það er munur verður þá á væntri verðbólgu og raunverðbólgu. Hann lýsir þessu með svonefndri jöfnu Fishers: $i = r + \pi$, þar sem $i$ stendur fyrir nafnvexti, $r$ raunvexti og $\pi$ verðbólgu (vænt verðbólga er $\pi^{e}$). Raunvaxtastigið er aldrei fast þar sem nafnvextir ná sjaldan að fylgja verðlagsbreytingum, aðlögun væntinga tekur langan tíma.

Fisher taldi að breytti ætti framkvæmd gullfótarins, þar sem genginu væri breytt nokkuð reglulega.

Fisher tengdi síðan saman nafnvaxtamismun og gengi gjaldmiðilsins, með skírskotun til raunvaxta, verðbólgu og væntinga. Gullfótarpeningakerfið byggði á að halda verðgildi myntar föstu við tiltekið magn af gulli. Almennt verðlag innan hvers hagkerfis þurfti að aðlagast, en gengi gjaldmiðilsins var fast. Verðlagssveiflur sköpuðu hvata til breyttrar hegðunar fólks og fyrirtækja og sveiflur urðu í hagkerfinu. Fisher vildi breyta skipan peningamála í þá veru að almennt verðlag yrði stöðugt en verðgildi myntarinnar aðlagaðist. Lagði hann til breytingar á framkvæmd gullfótarins, þar sem genginu væri breytt nokkuð reglulega. Hann stofnaði Stable Money League árið 1920 og gaf út Dalurinn gerður stöðugri (Stabilizing the Dollar), sama ár.

Við verðstöðugleikamarkmið þarf seðlabanki að geta mælt verðlagsbreytingar.4 Ýmsar aðferðir og útfærslur til mælinga voru til og má þar nefna aðferðir sem kenndar eru við franska hag- og tölfræðinginn Étienne Laspeyres (1834-1913) og þýska hag- og tölfræðinginn Hermann Paasche (1851-1925). Fisher taldi þær hins vegar ekki viðunandi og setti meðal annars fram tillögu að kjörvísitölu (e. ideal index) í Hönnun vísitalna (The Making of Index Numbers) árið 1922.

Kreppan 1929 kom Fisher að óvörum, og fyrstu ár hennar var hann viss um að þetta yrði væg og skammvinn niðursveifla. Árið 1932 kom út Góðæri og hallæri (Booms and Depressions), en þar útskýrir Fisher hvernig lítil niðursveifla getur breyst í djúpa kreppu við svokallaða skuldahjöðnun (e. debt deflation). Þegar eignaverð fellur í niðursveiflu fer af stað skuldadrifin sala eigna, sem leiðir til hækkandi raunskulda og enn frekari söluþrýstings og verðfalls.

Kreppan mikla kom Fisher að óvörum en fyrstu ár hennar taldi hann að einungis væri um að ræða væga og skammvinna niðursveiflu.

Fisher taldi þó meginorsök kreppunnar vera í hinum mikla samdrætti peningamagns sem varð á upphafsárum hennar. Seðlabankinn brást við á rangan hátt, hann hefði átt að auka peningastreymi. Af þessum sökum urðu áhrif skuldahjöðnunar enn meiri.

Fisher sannfærðist á árinu 1934, að Bandaríkin ættu að hverfa frá bankakerfi með hlutainnistæðubindingu og koma í stað þess á kerfi með fullri innistæðubindingu, 100% forða. Slík breyting leiddi tvennt af sér. Fyrst, að innistæðutryggingar yrðu óþarfar þar sem innistæður væru alltaf til staðar í hverjum banka og, í annan stað, að seðlabankinn fengi í sínar hendur fullt vald á stjórnun peningamagnsins þar sem viðskiptabankar gætu ekki lengur aukið eða minnkað peningamagn í umferð.

Ágætar heimildir um Irving Fisher eru:
  • Tobin, James. „Fisher, Irving (1867-1947)“. The New Palgrave Dictionary of Economics. 2. útg. Steven N. Durlauf org Lawrence E. Blume, ritstj. Palgrave Macmillan, 2008. The New Palgrave Dictionary of Economics Online. Palgrave Macmillan. doi:10.1057/9780230226203.0581. (Skoðað 7.1.2013).
  • The American Journal of Economics and Sociology, árg. 64, tbl. 1, jan. 2005. Special Invited Issue: Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist. (Skoðað 7.1.2013).
  • Roger W. Dimand og John Geanakoplos, ritstj. Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist (Economics and Sociology Thematic Issue). Malden, MA:Wiley-Blackwell, 2005.

Myndir:


1 Fisher byggir á John Rae (1813-1893) og Eugen von Böhm-Bawerk (1851-1914).

2 Hugmyndina að baki þessari jöfnu rakti Fisher sérstaklega til Simon Newcomb (1835-1909), sem er líklega þekktari sem stjörnufræðingur en hagfræðingur. Peningamagnskenningin, en það er sú peningakenning sem Fisher var hér að endurlífga, er sjálf mun eldri. Algengt er að nefna David Hume sem einn upphafsmann þeirrar kenningar, en aðrir leggja áherslu á Kópernikus (1473-1543), Jean Bodin (1530-1596), eða skólaspekinga miðalda.

3 Fisher skrifaði bók með þessum titli, Peningaglýjan (The Money Illusion), árið 1928.

4 Halda má því fram að svokallað verðbólgumarkmið seðlabanka sé tiltekin útfærsla af hugmynd Fishers.

Höfundur

dósent í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.1.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Birgir Þór Runólfsson. „Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2013, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64097.

Birgir Þór Runólfsson. (2013, 21. janúar). Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64097

Birgir Þór Runólfsson. „Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2013. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64097>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?
Áður hefur verið fjallað um lífshlaup Irvings Fishers í svari höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?

Eitt merkasta framlag Fishers til hagfræðinnar var að útfæra kenningu um vexti, en þeir eru eitt meginatriði rita hans: Verðgildishækkun og vextir (Appreciation and Interest) 1896, Eiginleikar fjármagns og tekna (The Nature of Capital and Income) 1906, og Vaxtastigið (The Rate of Interest) 1907, sem var endurskrifað sem Kenningin um vexti (The Theory of Interest) árið 1930. Hugmynd Fishers er að vextir séu ekki sérstök tegund tekna heldur hluti tekna sem myndast yfir tímabil.1 Eðli vaxta er best skilið á þann hátt að þeir tengist tekjum fremur en fjármagni. Fjármagn er eingöngu leið að því markmiði að afla tekna og fjármagnsauður er því ekki annað en eigngert virði væntra tekna.

Irving Fisher (1867-1947).

Vaxtastig ákvarðast af aðgerðum fólks við að breyta tímaflæði tekna sinna og mælir því það verð sem einstaklingar greiða til að fá tekjur nú fremur en í framtíð. Tveir þættir eru ráðandi um vexti: óþolinmæði og fjárfestingatækifæri. Fyrri þátturinn snýr að viðhorfi einstaklinganna til neyslu núna og í framtíðinni. Óþolinmótt fólk þarf meiri hvata til að spara, það er greiða þarf hærri vexti til þeirra heldur en ef það er þolinmótt við að fresta neyslu sinni. Seinni þátturinn snýr að fjárfestingakostum, hversu miklar viðbótartekjur verða til við frestun neyslu til fjárfestinga. Óþolinmæði útskýrir þannig framboð lánsfjár, eða sparnað, en fjárfestingatækifærin eftirspurn lánsfjár.

Fisher er líklega þekktastur fyrir Kaupmátt peninga (The Purchasing Power of Money) frá 1911 þar sem hann setur fram viðskiptajöfnuna (e. equation of exchange), sem tengir breytingar í peningamagni og almennu verðlagi. Þessi peningamagnsjafna er oft sýnd sem $MV = PT$, þar sem $M$ stendur fyrir peningamagn í umferð, $V$ fyrir veltuhraða peninganna (hversu oft peningaeining er notuð í viðskiptum á tímabili), $P$ fyrir verðlag og $T$ fyrir viðskiptamagn.2 Túlkun Fishers var ný, sérstaklega í lengri útgáfu jöfnunnar þar sem aðgreint er milli myntar og innlána, $MV + M'V' = PT$, hann taldi veltuhraða þeirra mismunandi. Megnið af peningamagninu á tímum Fishers var í formi innlána fremur en myntar.

Viðskiptajafnan er í raun ekki annað en samsemd, eða skilgreining á jafnvægi, en Fisher notar hana til að útskýra orsakir verðlagsbreytinga. Líklegustu skýringu verðbólgu er að finna í auknu peningamagni. Aukningin skilar sér í verðbólgu til lengri tíma, þegar aðlögun væntinga hefur átt sér stað með viðeigandi tímatöfum, en til skemmri tíma hefur peningamagnsaukning hins vegar raunáhrif í hagkerfinu og er orsök hagsveiflunnar. Hér er að verki svokölluð „peningaglýja“ (e. money illusion), sem Fisher taldi að væri nokkuð almenn.3 Peningaglýja á við það þegar neytendur, launþegar og fyrirtæki gera ekki greinarmun á nafnverðsbreytingu og raunverðsbreytingu. Fisher taldi að hagsveiflur væru peningalegt fyrirbæri, „dans dollarsins“, og hafnaði tilvist reglulegrar hagsveiflu.

Fisher aðgreinir á milli raunvaxta og nafnvaxta. Verðbólga, eða mun fremur vænt verðbólga, rekur fleyg milli þessara stærða sem nemur verðlagsbreytingunni. Óvænt, eða ófyrirséð, verðbólga leiðir til þess að raunvextir verða aðrir en vænst var, það er munur verður þá á væntri verðbólgu og raunverðbólgu. Hann lýsir þessu með svonefndri jöfnu Fishers: $i = r + \pi$, þar sem $i$ stendur fyrir nafnvexti, $r$ raunvexti og $\pi$ verðbólgu (vænt verðbólga er $\pi^{e}$). Raunvaxtastigið er aldrei fast þar sem nafnvextir ná sjaldan að fylgja verðlagsbreytingum, aðlögun væntinga tekur langan tíma.

Fisher taldi að breytti ætti framkvæmd gullfótarins, þar sem genginu væri breytt nokkuð reglulega.

Fisher tengdi síðan saman nafnvaxtamismun og gengi gjaldmiðilsins, með skírskotun til raunvaxta, verðbólgu og væntinga. Gullfótarpeningakerfið byggði á að halda verðgildi myntar föstu við tiltekið magn af gulli. Almennt verðlag innan hvers hagkerfis þurfti að aðlagast, en gengi gjaldmiðilsins var fast. Verðlagssveiflur sköpuðu hvata til breyttrar hegðunar fólks og fyrirtækja og sveiflur urðu í hagkerfinu. Fisher vildi breyta skipan peningamála í þá veru að almennt verðlag yrði stöðugt en verðgildi myntarinnar aðlagaðist. Lagði hann til breytingar á framkvæmd gullfótarins, þar sem genginu væri breytt nokkuð reglulega. Hann stofnaði Stable Money League árið 1920 og gaf út Dalurinn gerður stöðugri (Stabilizing the Dollar), sama ár.

Við verðstöðugleikamarkmið þarf seðlabanki að geta mælt verðlagsbreytingar.4 Ýmsar aðferðir og útfærslur til mælinga voru til og má þar nefna aðferðir sem kenndar eru við franska hag- og tölfræðinginn Étienne Laspeyres (1834-1913) og þýska hag- og tölfræðinginn Hermann Paasche (1851-1925). Fisher taldi þær hins vegar ekki viðunandi og setti meðal annars fram tillögu að kjörvísitölu (e. ideal index) í Hönnun vísitalna (The Making of Index Numbers) árið 1922.

Kreppan 1929 kom Fisher að óvörum, og fyrstu ár hennar var hann viss um að þetta yrði væg og skammvinn niðursveifla. Árið 1932 kom út Góðæri og hallæri (Booms and Depressions), en þar útskýrir Fisher hvernig lítil niðursveifla getur breyst í djúpa kreppu við svokallaða skuldahjöðnun (e. debt deflation). Þegar eignaverð fellur í niðursveiflu fer af stað skuldadrifin sala eigna, sem leiðir til hækkandi raunskulda og enn frekari söluþrýstings og verðfalls.

Kreppan mikla kom Fisher að óvörum en fyrstu ár hennar taldi hann að einungis væri um að ræða væga og skammvinna niðursveiflu.

Fisher taldi þó meginorsök kreppunnar vera í hinum mikla samdrætti peningamagns sem varð á upphafsárum hennar. Seðlabankinn brást við á rangan hátt, hann hefði átt að auka peningastreymi. Af þessum sökum urðu áhrif skuldahjöðnunar enn meiri.

Fisher sannfærðist á árinu 1934, að Bandaríkin ættu að hverfa frá bankakerfi með hlutainnistæðubindingu og koma í stað þess á kerfi með fullri innistæðubindingu, 100% forða. Slík breyting leiddi tvennt af sér. Fyrst, að innistæðutryggingar yrðu óþarfar þar sem innistæður væru alltaf til staðar í hverjum banka og, í annan stað, að seðlabankinn fengi í sínar hendur fullt vald á stjórnun peningamagnsins þar sem viðskiptabankar gætu ekki lengur aukið eða minnkað peningamagn í umferð.

Ágætar heimildir um Irving Fisher eru:
  • Tobin, James. „Fisher, Irving (1867-1947)“. The New Palgrave Dictionary of Economics. 2. útg. Steven N. Durlauf org Lawrence E. Blume, ritstj. Palgrave Macmillan, 2008. The New Palgrave Dictionary of Economics Online. Palgrave Macmillan. doi:10.1057/9780230226203.0581. (Skoðað 7.1.2013).
  • The American Journal of Economics and Sociology, árg. 64, tbl. 1, jan. 2005. Special Invited Issue: Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist. (Skoðað 7.1.2013).
  • Roger W. Dimand og John Geanakoplos, ritstj. Celebrating Irving Fisher: The Legacy of a Great Economist (Economics and Sociology Thematic Issue). Malden, MA:Wiley-Blackwell, 2005.

Myndir:


1 Fisher byggir á John Rae (1813-1893) og Eugen von Böhm-Bawerk (1851-1914).

2 Hugmyndina að baki þessari jöfnu rakti Fisher sérstaklega til Simon Newcomb (1835-1909), sem er líklega þekktari sem stjörnufræðingur en hagfræðingur. Peningamagnskenningin, en það er sú peningakenning sem Fisher var hér að endurlífga, er sjálf mun eldri. Algengt er að nefna David Hume sem einn upphafsmann þeirrar kenningar, en aðrir leggja áherslu á Kópernikus (1473-1543), Jean Bodin (1530-1596), eða skólaspekinga miðalda.

3 Fisher skrifaði bók með þessum titli, Peningaglýjan (The Money Illusion), árið 1928.

4 Halda má því fram að svokallað verðbólgumarkmið seðlabanka sé tiltekin útfærsla af hugmynd Fishers.

...