Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?

Helgi James Þórarinsson, Steindór Andri Ingvarsson og ÍDÞ

Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:
Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar.
Þekktasti d-dagurinn er vafalítið 6. júní árið 1944 þegar bandamenn réðust gegn nasistum í Normandí við strendur Frakklands.

Bandarískir hermenn koma að landi í Normandí.

Ekki er hægt að nefna nákvæma tölu yfir fjölda látinna. Upphaflega var talið að um 2.500 bandamenn hafi látið lífið en nýjar rannsóknir benda til þess að talan sé mun hærri, eða um 4.400. Tölur yfir fjölda látinna í röðum Þjóðaverja liggja ekki fyrir. Aftur á móti er talið að á bilinu 4.000-9.000 hafi annaðhvort látist, særst, týnst eða verið teknir fanga af bandamönnum.

Mun fleiri létu þó lífið ef litið er á innrásina í Normandí í heild sinni. Til að mynda létust hátt í 20.000 óbreyttir borgarar í tengslum við innrásina í Normandí, flestir í loftárásum bandamanna.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.6.2013

Spyrjandi

Jóel Gauti Bjarkason, f. 1998

Tilvísun

Helgi James Þórarinsson, Steindór Andri Ingvarsson og ÍDÞ. „Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2013. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64152.

Helgi James Þórarinsson, Steindór Andri Ingvarsson og ÍDÞ. (2013, 27. júní). Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64152

Helgi James Þórarinsson, Steindór Andri Ingvarsson og ÍDÞ. „Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2013. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64152>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?
Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:

Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar.
Þekktasti d-dagurinn er vafalítið 6. júní árið 1944 þegar bandamenn réðust gegn nasistum í Normandí við strendur Frakklands.

Bandarískir hermenn koma að landi í Normandí.

Ekki er hægt að nefna nákvæma tölu yfir fjölda látinna. Upphaflega var talið að um 2.500 bandamenn hafi látið lífið en nýjar rannsóknir benda til þess að talan sé mun hærri, eða um 4.400. Tölur yfir fjölda látinna í röðum Þjóðaverja liggja ekki fyrir. Aftur á móti er talið að á bilinu 4.000-9.000 hafi annaðhvort látist, særst, týnst eða verið teknir fanga af bandamönnum.

Mun fleiri létu þó lífið ef litið er á innrásina í Normandí í heild sinni. Til að mynda létust hátt í 20.000 óbreyttir borgarar í tengslum við innrásina í Normandí, flestir í loftárásum bandamanna.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....