Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?

Þórgunnur Snædal

Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir á fyrstu áratugum 9. aldar, en ekki komst skriður á þennan sið fyrr en á seinni hluta 10. aldar og eru að minnsta kosti 2.500 steinar þekktir frá tímabilinu um 980 til um 1120.

Sparlösasteinninn er annar tveggja þekktra steina í Svíþjóð frá fyrstu áratugum 9. aldar.

Í Danmörk voru ekki reistir neinir steinar fyrr en á 8. eða 9. öld en siðurinn að reisa slíka steina var ekki tekinn upp fyrr en um miðja 10. öld, eða um það leyti sem Haraldur Gormsson reisti foreldrum sínum hina frægu Jellingsteina. Þessi siður hélst þó ekki í nema tæpa öld því um 1030 hættu Danir að setja mönnum slík minnismerki. Alls eru um 300 rúnasteinar þekktir í Danmörku og eru þá rúnasteinarnir á Skáni, Hallandi og Bleking innifaldir.

Í Noregi voru mun fleiri steinar með eldra rúnaletrinu reistir en í Svíþjóð eða um 60. Sá siður virðist hafa horfið kringum 700 þótt tímasetja megi örfáa norska rúnasteina til 9. aldar. Á síðari hluta 10. aldar fóru rúnasteinar aftur að tíðkast í Noregi, en alls ekki í sama mæli og í Danmörk hvað þá í Svíþjóð. Aðeins rúmir 60 steinar frá seinni hluta 10. aldar til loka þeirrar 11. eru þekktir í Noregi þótt þar hafi varðveist margar ristur af öðru tagi.

Haraldur Gormsson reisti foreldrum sínum hina frægu Jellingsteina. Á myndinni sést annar þeirra.

Það er því augljóst að siðurinn að reisa rúnsteina var ekki lifandi á landnámstíma Íslands um aldamótin 900 og er það sennilegasta skýringin á að Íslendingar tóku aldrei upp þennan sið. Einnig gæti strjálbýlið og vegleysurnar hafa haft áhrif. Rúnasteinar voru yfirleitt reistir af velmegandi bændum eða höfðingjum á þjéttbýlum svæðum við vegi, kumlateiga eða siglingaleiðir, þótt frá því séu auðvitað undantekningar,

Í jafn litlu þjóðfélagi og því íslenska hefur ekki heldur verið þörf á að reisa látnum ættingum minnismerki, afkomendur sáu um að varðveita minningu þeirra.

Myndir:

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

13.2.2015

Spyrjandi

Rögnvaldur Möller

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2015, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64197.

Þórgunnur Snædal. (2015, 13. febrúar). Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64197

Þórgunnur Snædal. „Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2015. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?
Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir á fyrstu áratugum 9. aldar, en ekki komst skriður á þennan sið fyrr en á seinni hluta 10. aldar og eru að minnsta kosti 2.500 steinar þekktir frá tímabilinu um 980 til um 1120.

Sparlösasteinninn er annar tveggja þekktra steina í Svíþjóð frá fyrstu áratugum 9. aldar.

Í Danmörk voru ekki reistir neinir steinar fyrr en á 8. eða 9. öld en siðurinn að reisa slíka steina var ekki tekinn upp fyrr en um miðja 10. öld, eða um það leyti sem Haraldur Gormsson reisti foreldrum sínum hina frægu Jellingsteina. Þessi siður hélst þó ekki í nema tæpa öld því um 1030 hættu Danir að setja mönnum slík minnismerki. Alls eru um 300 rúnasteinar þekktir í Danmörku og eru þá rúnasteinarnir á Skáni, Hallandi og Bleking innifaldir.

Í Noregi voru mun fleiri steinar með eldra rúnaletrinu reistir en í Svíþjóð eða um 60. Sá siður virðist hafa horfið kringum 700 þótt tímasetja megi örfáa norska rúnasteina til 9. aldar. Á síðari hluta 10. aldar fóru rúnasteinar aftur að tíðkast í Noregi, en alls ekki í sama mæli og í Danmörk hvað þá í Svíþjóð. Aðeins rúmir 60 steinar frá seinni hluta 10. aldar til loka þeirrar 11. eru þekktir í Noregi þótt þar hafi varðveist margar ristur af öðru tagi.

Haraldur Gormsson reisti foreldrum sínum hina frægu Jellingsteina. Á myndinni sést annar þeirra.

Það er því augljóst að siðurinn að reisa rúnsteina var ekki lifandi á landnámstíma Íslands um aldamótin 900 og er það sennilegasta skýringin á að Íslendingar tóku aldrei upp þennan sið. Einnig gæti strjálbýlið og vegleysurnar hafa haft áhrif. Rúnasteinar voru yfirleitt reistir af velmegandi bændum eða höfðingjum á þjéttbýlum svæðum við vegi, kumlateiga eða siglingaleiðir, þótt frá því séu auðvitað undantekningar,

Í jafn litlu þjóðfélagi og því íslenska hefur ekki heldur verið þörf á að reisa látnum ættingum minnismerki, afkomendur sáu um að varðveita minningu þeirra.

Myndir:

...