Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?

Inga Rósa Ragnarsdóttir

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr.

Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Eitt af þekktustu einkennum Júpíters er stór rauður blettur á yfirborðinu. Hann er að öllum líkindum stormur og sást fyrst á 17. öld. Þvermál rauða blettsins er rétt tæplega þrefalt þvermál jarðarinnar.

Júpíter hefur verið kallaður ryksuga sólkerfisins.

Vegna stærðar sinnar hefur Júpíter gífurlegt þyngdartog. Hann hefur því haft mikil áhrif á mótun og þróun sólkerfisins. Áhrifa þyngdartogsins gætir meðal annars í svokölluðum Kirkwood-eyðum í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Þessar eyður eru staðir þar sem smástirni eru færri en annars staðar. Ástæðan fyrir því er að þyngdarkraftur Júpíters annað hvort ýtir smástirnunum frá reikistjörnunni eða dregur þau nær henni.

Þyngdarafl Júpíters hefur einnig áhrif á svokölluð Trójusmástirni sem hafa safnast saman á því sem hefur verið kallað Lagrange-punktar. Þessi smástirni fylgja brautarhreyfingu reikistjörnunnar og er skipt niður í tvo hópa: Grikki og Trójumenn. Þegar miðað er við að braut Júpíters umhverfis sólu sé heill hringur eða 360° eru Grikkir 60° fyrir framan reikistjörnuna en Trójumenn 60° fyrir aftan hana. Þessi smástirni haldast föst á þessum stöðum þar sem jafnvægi ríkir á milli þyngdartogs Júpíters og sólarinnar.

Ekki er hægt að segja að Júpíter hafi bein áhrif á jörðina. Óbeinu áhrifin eru hins vegar þau að aðdráttarkraftur hans er svo mikill að hann sýgur í sig geimrusl. Júpíter hefur því verið kallaður ryksuga sólkerfisins en samkvæmt sumum kenningum sýgur hann til sín ýmis smástirni og halastjörnur sem gætu annars rekist á Jörðina.

Þessi kenning er þó nokkuð umdeild en nýlegar rannsóknir benda til þess að áhrif Júpíters fækki ekki þeim halastjörnum sem fara um innra sólkerfið (nær sólu). Í staðinn er talið að Júpíter ýti jafn mörgum halastjörnum í áttina að innra sólkerfinu og hann ýtir út eða gleypir.

Júpíter gæti þannig hafa haldið hlífiskildi yfir jörðinni og þar af leiðandi haft áhrif á það hvernig líf þróaðist hérna. Það verður þó að hafa í huga að á meðan sumir telja að Júpíter verndi jörðina fyrir smástirnum og halastjörnum telja aðrir að hann ýti þeim í áttina að jörðinni.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Inga Rósa Ragnarsdóttir

MA-nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

28.2.2014

Spyrjandi

Ólafía Anna Hannibalsdóttir

Tilvísun

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2014. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64292.

Inga Rósa Ragnarsdóttir. (2014, 28. febrúar). Hver eru áhrif Júpíters á jörðina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64292

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2014. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64292>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr.

Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Eitt af þekktustu einkennum Júpíters er stór rauður blettur á yfirborðinu. Hann er að öllum líkindum stormur og sást fyrst á 17. öld. Þvermál rauða blettsins er rétt tæplega þrefalt þvermál jarðarinnar.

Júpíter hefur verið kallaður ryksuga sólkerfisins.

Vegna stærðar sinnar hefur Júpíter gífurlegt þyngdartog. Hann hefur því haft mikil áhrif á mótun og þróun sólkerfisins. Áhrifa þyngdartogsins gætir meðal annars í svokölluðum Kirkwood-eyðum í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Þessar eyður eru staðir þar sem smástirni eru færri en annars staðar. Ástæðan fyrir því er að þyngdarkraftur Júpíters annað hvort ýtir smástirnunum frá reikistjörnunni eða dregur þau nær henni.

Þyngdarafl Júpíters hefur einnig áhrif á svokölluð Trójusmástirni sem hafa safnast saman á því sem hefur verið kallað Lagrange-punktar. Þessi smástirni fylgja brautarhreyfingu reikistjörnunnar og er skipt niður í tvo hópa: Grikki og Trójumenn. Þegar miðað er við að braut Júpíters umhverfis sólu sé heill hringur eða 360° eru Grikkir 60° fyrir framan reikistjörnuna en Trójumenn 60° fyrir aftan hana. Þessi smástirni haldast föst á þessum stöðum þar sem jafnvægi ríkir á milli þyngdartogs Júpíters og sólarinnar.

Ekki er hægt að segja að Júpíter hafi bein áhrif á jörðina. Óbeinu áhrifin eru hins vegar þau að aðdráttarkraftur hans er svo mikill að hann sýgur í sig geimrusl. Júpíter hefur því verið kallaður ryksuga sólkerfisins en samkvæmt sumum kenningum sýgur hann til sín ýmis smástirni og halastjörnur sem gætu annars rekist á Jörðina.

Þessi kenning er þó nokkuð umdeild en nýlegar rannsóknir benda til þess að áhrif Júpíters fækki ekki þeim halastjörnum sem fara um innra sólkerfið (nær sólu). Í staðinn er talið að Júpíter ýti jafn mörgum halastjörnum í áttina að innra sólkerfinu og hann ýtir út eða gleypir.

Júpíter gæti þannig hafa haldið hlífiskildi yfir jörðinni og þar af leiðandi haft áhrif á það hvernig líf þróaðist hérna. Það verður þó að hafa í huga að á meðan sumir telja að Júpíter verndi jörðina fyrir smástirnum og halastjörnum telja aðrir að hann ýti þeim í áttina að jörðinni.

Heimildir:

Mynd:

...