Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?

Jón Már Halldórsson

Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur.

Ljóst er að þegar svo mikill lífmassi fiska safnast saman á takmörkuðu svæði þá hefur það töluverð áhrif á súrefnismettun sjávarins. Í Kolgrafafirði í desember hafði það einnig áhrif að íblöndun sjávar var skert. Einnig er vert að taka fram að eftir magndauða síldar þá getur rotnunin í firðinum viðhaldið lágum súrefnisstyrk og þá aukast líkurnar á frekari magndauða, eins og raunin varð í febrúar. Kolgrafafjörður var þveraður með brúarlagningu árið 2004 og skertist þá innstreymi sjávar að einhverju leyti.

Mynd sem Róbert Arnar Stefánsson tók af dauðri síld í Kolgrafafirði 2. febrúar 2013. Vísindamenn hafa meðal annars reynt að reka lifandi síld úr firðinum með tækjum sem gefa frá sér lágtíðnihljóð.

En hvernig er hægt að koma í veg fyrir að slíkt magn af fiski safnist fyrir í Kolgrafafirði og „harmleikurinn“ endurtaki sig.

Einfalt úrræði til að halda dýrum frá ákveðnum stöðum er að girða fyrir svæðið. Ef til vill mætti strengja fínriðið net undir brúna í Kolgrafafirði sem hefði svo smáa möskva að síld færi þar ekki í gegn. Slík framkvæmd hefði þó neikvæð áhrif á vistkerfi fjarðarins. Fjörðurinn yrði fisklaus og það kæmi niður á fæðuvistkerfinu í honum. Framkvæmd af þessu tagi yrði háð umhverfismati. Önnur leið er að rífa brúna og uppfyllinguna og endurbyggja lengri brú. Með þeim hætti mætti tryggja meira og betra innflæði sjávar. Slík framkvæmd yrði hins vegar mjög kostnaðarsöm og ef til vill ekki réttlætanleg miðað við stöðu þjóðarbúsins.

Einnig má nefna að vísindamenn Hafrannsóknastofnunnar hafa reynt að nota tæki sem gefa frá sér lágtíðnihljóð til að reka síldina úr firðinum. Þessi tæki hafa meðal annars verið notuð til að halda hvölum frá ákveðnum svæðum, svokallaðar hvalafælur. Enn sem komið er hefur þessi tilraun þó ekki borið árangur og síldin sem heldur til í Kolgrafafirði lét hljóðtruflunina lítið á sig fá.

Vísindamenn hafa í hyggju að prófa tæki sem jarðvísindamenn nota við rannsóknir sínar og gefa frá sér öflugri bylgjur en hvalafælurnar. Allt miðar þetta að því að geta smalað lifandi síld út úr firðinum og einnig að hindra að hún syndi inn í hann í stórum stíl í framtíðinni.

Þess má geta að síldardauði í Kolgrafafirði þekktist einnig fyrir þverun fjarðarins. Einn slíkur, sennilega ekki eins umfangsmikill, varð á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, árið 1941. Að sögn bónda við fjörðinn, dó síld í firðinum eftir veðrabrigði eða eftir sunnanátt.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.2.2013

Spyrjandi

Guðlaug Brynja Sigurðardóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2013. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=64305.

Jón Már Halldórsson. (2013, 18. febrúar). Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64305

Jón Már Halldórsson. „Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2013. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64305>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?
Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur.

Ljóst er að þegar svo mikill lífmassi fiska safnast saman á takmörkuðu svæði þá hefur það töluverð áhrif á súrefnismettun sjávarins. Í Kolgrafafirði í desember hafði það einnig áhrif að íblöndun sjávar var skert. Einnig er vert að taka fram að eftir magndauða síldar þá getur rotnunin í firðinum viðhaldið lágum súrefnisstyrk og þá aukast líkurnar á frekari magndauða, eins og raunin varð í febrúar. Kolgrafafjörður var þveraður með brúarlagningu árið 2004 og skertist þá innstreymi sjávar að einhverju leyti.

Mynd sem Róbert Arnar Stefánsson tók af dauðri síld í Kolgrafafirði 2. febrúar 2013. Vísindamenn hafa meðal annars reynt að reka lifandi síld úr firðinum með tækjum sem gefa frá sér lágtíðnihljóð.

En hvernig er hægt að koma í veg fyrir að slíkt magn af fiski safnist fyrir í Kolgrafafirði og „harmleikurinn“ endurtaki sig.

Einfalt úrræði til að halda dýrum frá ákveðnum stöðum er að girða fyrir svæðið. Ef til vill mætti strengja fínriðið net undir brúna í Kolgrafafirði sem hefði svo smáa möskva að síld færi þar ekki í gegn. Slík framkvæmd hefði þó neikvæð áhrif á vistkerfi fjarðarins. Fjörðurinn yrði fisklaus og það kæmi niður á fæðuvistkerfinu í honum. Framkvæmd af þessu tagi yrði háð umhverfismati. Önnur leið er að rífa brúna og uppfyllinguna og endurbyggja lengri brú. Með þeim hætti mætti tryggja meira og betra innflæði sjávar. Slík framkvæmd yrði hins vegar mjög kostnaðarsöm og ef til vill ekki réttlætanleg miðað við stöðu þjóðarbúsins.

Einnig má nefna að vísindamenn Hafrannsóknastofnunnar hafa reynt að nota tæki sem gefa frá sér lágtíðnihljóð til að reka síldina úr firðinum. Þessi tæki hafa meðal annars verið notuð til að halda hvölum frá ákveðnum svæðum, svokallaðar hvalafælur. Enn sem komið er hefur þessi tilraun þó ekki borið árangur og síldin sem heldur til í Kolgrafafirði lét hljóðtruflunina lítið á sig fá.

Vísindamenn hafa í hyggju að prófa tæki sem jarðvísindamenn nota við rannsóknir sínar og gefa frá sér öflugri bylgjur en hvalafælurnar. Allt miðar þetta að því að geta smalað lifandi síld út úr firðinum og einnig að hindra að hún syndi inn í hann í stórum stíl í framtíðinni.

Þess má geta að síldardauði í Kolgrafafirði þekktist einnig fyrir þverun fjarðarins. Einn slíkur, sennilega ekki eins umfangsmikill, varð á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, árið 1941. Að sögn bónda við fjörðinn, dó síld í firðinum eftir veðrabrigði eða eftir sunnanátt.

Mynd:

...