Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi?

JGÞ

Nei, svo lengi sem jörðin og aðrar reikistjörnur halda hraða sínum, þá eru þær á sporbaugshreyfingu umhverfis sólina en falla ekki að henni.

Sólkerfið okkar varð til fyrir um fimm milljörðum ára þegar risastórt gas- og rykský fór að falla saman. Skýið var í upphafi á örlitlum snúningi sem magnaðist þegar það féll saman. Við sjáum það sama gerast hjá skautadansara sem snýst í hringi á svelli, þegar hann dregur að sér hendurnar eykur hann hraðann. Í eðlisfræði kallast þetta varðveisla hverfiþunga.

Mynd sem sýnir sporbauga reikistjarnanna, auk Plútós, umhverfis sólu.

Stærstur hluti hverfiþungans er núna fólginn í brautarhreyfingum reikistjarnanna um sólina.

Ef við ímyndum okkur að sólin mundi skyndilega hverfa þá mundi jörðin, og allir aðrir hnettir í sólkerfinu, hreyfast eftir beinni línu með jöfnum hraða. Við mundum þá bara rjúka eitthvert út í geim! En þar sem sólin er til staðar þá hreyfist jörðin ekki eftir beinni línu heldur snýst umhverfis hana. Það er þess vegna þyngdarafl sólarinnar sem heldur jörðinni á sporbaug sínum!

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.3.2013

Spyrjandi

4. bekkur SÓÞ í Varmárskóla

Tilvísun

JGÞ. „Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2013. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=64407.

JGÞ. (2013, 5. mars). Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64407

JGÞ. „Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2013. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi?
Nei, svo lengi sem jörðin og aðrar reikistjörnur halda hraða sínum, þá eru þær á sporbaugshreyfingu umhverfis sólina en falla ekki að henni.

Sólkerfið okkar varð til fyrir um fimm milljörðum ára þegar risastórt gas- og rykský fór að falla saman. Skýið var í upphafi á örlitlum snúningi sem magnaðist þegar það féll saman. Við sjáum það sama gerast hjá skautadansara sem snýst í hringi á svelli, þegar hann dregur að sér hendurnar eykur hann hraðann. Í eðlisfræði kallast þetta varðveisla hverfiþunga.

Mynd sem sýnir sporbauga reikistjarnanna, auk Plútós, umhverfis sólu.

Stærstur hluti hverfiþungans er núna fólginn í brautarhreyfingum reikistjarnanna um sólina.

Ef við ímyndum okkur að sólin mundi skyndilega hverfa þá mundi jörðin, og allir aðrir hnettir í sólkerfinu, hreyfast eftir beinni línu með jöfnum hraða. Við mundum þá bara rjúka eitthvert út í geim! En þar sem sólin er til staðar þá hreyfist jörðin ekki eftir beinni línu heldur snýst umhverfis hana. Það er þess vegna þyngdarafl sólarinnar sem heldur jörðinni á sporbaug sínum!

Mynd:...