Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?

Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga.

Það má segja að fílar sem tegund græði lítið á tvíburafæðingum því yfirleitt deyr annar tvíburinn úr hungri. Kálfur drekkur tugi lítra af mjólk á hverjum sólahring og kýrin framleiðir ekki næga mjólk til þess að tveir kálfar geti þrifist og komist á legg. Ef tvö afkvæmi koma í sama burði er einfaldlega of lítið til skiptanna og það minna og veikara deyr yfirleitt.

Mjög sjaldgæft er að fílar eigi tvö afkvæmi í einu. Þegar það gerist eru litlar líkur á að bæði afkvæmin komist á legg. Hér má sjá fílatvíburana Dusk og Dawn rúmlega eins mánaða gamla en þeir komu í heiminn í Addo Elephant National Park í Suður-Afríku í desember 2004. Vísindavefurinn veit ekki hver afdrif þeirra urðu.

Vísindamenn í þjóðgörðum í Kenía hafa á undanförnum áratugum orðið vitni að þremur slíkum tvíburafæðingum þar sem annar kálfurinn komst ekki á legg.

Heimild og mynd:
  • Lueders, I.; Niemuller, C.; Rich, P.; Gray, C.; Hermes, R.; Goeritz, F.; Hildebrandt, T. B. (2012). Gestating for 22 months: luteal development and pregnancy maintenance in elephants. Proceedings of the Royal Society: Biological Sciences 279 (1743): 3687-96.
  • Mynd: South Africa National Parks - SANParks - Official Website. (Sótt 30. 4. 2013).

Útgáfudagur

2.5.2013

Spyrjandi

Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, f. 2001

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2013. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65091.

Jón Már Halldórsson. (2013, 2. maí). Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65091

Jón Már Halldórsson. „Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2013. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65091>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.