Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?

Sigurður Steinþórsson

Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars.

Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e. stony irons) og bergsteina (e. stones). Lang-algengastir eru bergsteinar, 94%. Ein tegund bergsteina, kola-kondrítar (e. carbonaceous chondrites), er sennilega „upphaflegust“ loftsteina, líkust því efni sem jörðin myndaðist úr. Síðan aðgreindust efnin í jörðinni og hún skiptist í járn-nikkel kjarna, (jarð)möttul úr eðlisþungum silíkakat-steindum, og tiltölulega eðlislétta (jarð)skorpu.

Mestur hluti loftsteina er talinn vera brot úr misstórum hnöttum sem í árdaga höfðu þróast með svipuðum hætti og jörðin en síðan brotnað upp í innbyrðis árekstrum: járnsteinar eru brot úr járn-nikkel kjörnum, bergsteinar brot úr möttulefni, en í járn-bergsteinum höfðu járnmálmur og silíköt ekki aðskilist að fullu – kannski of stuttur tími eða þyngdarsviðið of veikt. Loftsteinar sem raktir eru til tunglsins eða Mars hafa orðið til við árekstur loftsteina við þessa himinhnetti þannig að grjót og ryk þeyttist út í geiminn.

Campo del Cielo-loftsteinn Háskólans í Reykjavík. Hann vegur tæp 5,2 kg og stærsti loftsteinninn sem til er á Íslandi. Hann féll yfir Argentínu fyrir um 4.000 árum.

Allir loftsteinar eru svartir að lit, eðlisþungir og segulmagnaðir. Þeir líkjast því að flestu leyti algengu íslensku grjóti — í fyrstu atrennu væri það helst eðlisþyngdin sem skæri á milli, auk þess sem loftsteinar hafa oftast glerjað yfirborð eftir hraðferð gegnum andrúmsloftið. Eðlisþyngd járnsteina er 7-8 g/cm3, járn-bergsteina um 4,5 en meiri hluta bergsteina 3,3-3,4. Loftsteinar eru aldrei blöðróttir, en eðlisþyngd blöðrulausts, fersks basalts er 2,7-3,0 g/cm3. Blöðrótt basalt er léttara, en ólivínríkt basalt (pikrít) sennilega við efri mörkin (3,0 g/cm3). Brot úr jarðmöttlinum (peridótít), sem víða finnast á eldfjallasvæðum en aldrei hafa fundist hér á landi, hafa eðlisþyngd allt að 3,25 g/cm3.

Sennilega eru vænlegustu leitarstaðir loftsteina yfirborð jökla þar sem sumarbráðnun er meiri en ákoma vetrar. Þeir skera sig úr hvítum ísnum og safnast á yfirborðið eftir því sem jökullinn bráðnar. Leiðangrar hafa verið gerðir til Suðurskautslandsins til að leita að loftsteinum.

Telji einhver sig hafa fundið hugsanlegan loftstein hér á landi er skynsamlegt að hafa samband við Náttúrufræðistofnun, Ísor eða Jarðvísindastofnun Háskólans þar sem kunnátta og tæki til greiningar eru fyrir hendi.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.11.2013

Spyrjandi

Mikael I. Gunnlaugsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2013, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65094.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 22. nóvember). Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65094

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2013. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars.

Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e. stony irons) og bergsteina (e. stones). Lang-algengastir eru bergsteinar, 94%. Ein tegund bergsteina, kola-kondrítar (e. carbonaceous chondrites), er sennilega „upphaflegust“ loftsteina, líkust því efni sem jörðin myndaðist úr. Síðan aðgreindust efnin í jörðinni og hún skiptist í járn-nikkel kjarna, (jarð)möttul úr eðlisþungum silíkakat-steindum, og tiltölulega eðlislétta (jarð)skorpu.

Mestur hluti loftsteina er talinn vera brot úr misstórum hnöttum sem í árdaga höfðu þróast með svipuðum hætti og jörðin en síðan brotnað upp í innbyrðis árekstrum: járnsteinar eru brot úr járn-nikkel kjörnum, bergsteinar brot úr möttulefni, en í járn-bergsteinum höfðu járnmálmur og silíköt ekki aðskilist að fullu – kannski of stuttur tími eða þyngdarsviðið of veikt. Loftsteinar sem raktir eru til tunglsins eða Mars hafa orðið til við árekstur loftsteina við þessa himinhnetti þannig að grjót og ryk þeyttist út í geiminn.

Campo del Cielo-loftsteinn Háskólans í Reykjavík. Hann vegur tæp 5,2 kg og stærsti loftsteinninn sem til er á Íslandi. Hann féll yfir Argentínu fyrir um 4.000 árum.

Allir loftsteinar eru svartir að lit, eðlisþungir og segulmagnaðir. Þeir líkjast því að flestu leyti algengu íslensku grjóti — í fyrstu atrennu væri það helst eðlisþyngdin sem skæri á milli, auk þess sem loftsteinar hafa oftast glerjað yfirborð eftir hraðferð gegnum andrúmsloftið. Eðlisþyngd járnsteina er 7-8 g/cm3, járn-bergsteina um 4,5 en meiri hluta bergsteina 3,3-3,4. Loftsteinar eru aldrei blöðróttir, en eðlisþyngd blöðrulausts, fersks basalts er 2,7-3,0 g/cm3. Blöðrótt basalt er léttara, en ólivínríkt basalt (pikrít) sennilega við efri mörkin (3,0 g/cm3). Brot úr jarðmöttlinum (peridótít), sem víða finnast á eldfjallasvæðum en aldrei hafa fundist hér á landi, hafa eðlisþyngd allt að 3,25 g/cm3.

Sennilega eru vænlegustu leitarstaðir loftsteina yfirborð jökla þar sem sumarbráðnun er meiri en ákoma vetrar. Þeir skera sig úr hvítum ísnum og safnast á yfirborðið eftir því sem jökullinn bráðnar. Leiðangrar hafa verið gerðir til Suðurskautslandsins til að leita að loftsteinum.

Telji einhver sig hafa fundið hugsanlegan loftstein hér á landi er skynsamlegt að hafa samband við Náttúrufræðistofnun, Ísor eða Jarðvísindastofnun Háskólans þar sem kunnátta og tæki til greiningar eru fyrir hendi.

Mynd:

...