Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?

Trausti Jónsson

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl.

Dagurinn er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Árinu er þar skipt í tvo nærri jafnlanga helminga: Sumarhelming og vetrarhelming. Þó svalt sé oft í veðri á þessum árstíma er dagurinn vel valinn af forfeðrunum því sumarið ‒ frá sumardeginum fyrsta og til fyrsta vetrardags á haustin ‒ er einmitt hlýrri helmingur ársins, en veturinn sá kaldari. Sömuleiðis verða á þessum tíma árviss fjörbrot vetrarins í háloftunum yfir landinu og sumarið tekur við, þá dregur að jafnaði mjög úr afli veðurkerfa.

Sumardagurinn fyrsti er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Skátar fylkja gjarnan liði á þessum degi.

Í Noregi og Svíþjóð var notað öllu frumstæðara misseristímatal, en þar er sumardagurinn fyrsti að gömlu tali þann 14. apríl og stendur sumarið til 14. október.

Árstíðaskipting er með ýmsu móti í heiminum. Ef við teljum árstíðirnar fjórar á Íslandi, stendur veturinn frá og með desember til og með mars, vorið er þá apríl og maí, sumarið júní til september og haustið er október og nóvember. Þessi skipting hefur verið notuð á Veðurstofunni í meir en 80 ár. Víðast hvar í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum eru árstíðirnar taldar jafnlangar, vetur er þá desember til febrúar, vorið mars til maí og svo framvegis. Að eldri hætti var vorið í Evrópu talið byrja við vorjafndægur, sumarið við sumarsólstöður, haustið við haustjafndægur og veturinn hófst við vetrarsólstöður. Allar þessar skiptingar eiga rétt á sér og eru skynsamlegar á sinn hátt. Víða í heiminum eru aðrar skiptingar.

Íslenska misseristalið var eitt fullkomnasta tímatal síns tíma. Það varð fullþroskað á 12. öld og full ástæða er til að sýna því þá ræktarsemi sem það á skilið. Lesa má margs konar fróðleik um það á fróðleikssíðum Almanaks Háskólans.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

25.4.2013

Síðast uppfært

23.4.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2013, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65157.

Trausti Jónsson. (2013, 25. apríl). Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65157

Trausti Jónsson. „Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2013. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65157>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?
Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl.

Dagurinn er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Árinu er þar skipt í tvo nærri jafnlanga helminga: Sumarhelming og vetrarhelming. Þó svalt sé oft í veðri á þessum árstíma er dagurinn vel valinn af forfeðrunum því sumarið ‒ frá sumardeginum fyrsta og til fyrsta vetrardags á haustin ‒ er einmitt hlýrri helmingur ársins, en veturinn sá kaldari. Sömuleiðis verða á þessum tíma árviss fjörbrot vetrarins í háloftunum yfir landinu og sumarið tekur við, þá dregur að jafnaði mjög úr afli veðurkerfa.

Sumardagurinn fyrsti er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Skátar fylkja gjarnan liði á þessum degi.

Í Noregi og Svíþjóð var notað öllu frumstæðara misseristímatal, en þar er sumardagurinn fyrsti að gömlu tali þann 14. apríl og stendur sumarið til 14. október.

Árstíðaskipting er með ýmsu móti í heiminum. Ef við teljum árstíðirnar fjórar á Íslandi, stendur veturinn frá og með desember til og með mars, vorið er þá apríl og maí, sumarið júní til september og haustið er október og nóvember. Þessi skipting hefur verið notuð á Veðurstofunni í meir en 80 ár. Víðast hvar í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum eru árstíðirnar taldar jafnlangar, vetur er þá desember til febrúar, vorið mars til maí og svo framvegis. Að eldri hætti var vorið í Evrópu talið byrja við vorjafndægur, sumarið við sumarsólstöður, haustið við haustjafndægur og veturinn hófst við vetrarsólstöður. Allar þessar skiptingar eiga rétt á sér og eru skynsamlegar á sinn hátt. Víða í heiminum eru aðrar skiptingar.

Íslenska misseristalið var eitt fullkomnasta tímatal síns tíma. Það varð fullþroskað á 12. öld og full ástæða er til að sýna því þá ræktarsemi sem það á skilið. Lesa má margs konar fróðleik um það á fróðleikssíðum Almanaks Háskólans.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

...