Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?

Geir Þ. Þórarinsson

Colosseum er án nokkurs vafa frægasta mannvirki Rómverja og sennilega frægasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það var stærst allra hringleikahúsa (amphitheatrum) Rómaveldis þótt það væri alls ekki stærsti leikvangurinn. Til dæmis tók Circus Maximus að minnsta kosti fimm sinnum fleiri áhorfendur í sæti. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek? dregur Colosseum núverandi nafn sitt af stórri styttu af keisaranum Neró sem eitt sinn stóð á þeim stað þar sem hringleikahúsið stendur nú.

Styttan af Neró var kölluð Colossus. Hún var úr bronsi, líklega um 36 metra há og stóð upphaflega í höll keisarans, Domus aurea, sem keisarinn lét reisa eftir brunann í Róm árið 64. Sunnan við höll Nerós var manngerð tjörn, Stagnum Neronis (sjaldnar nefnd Lacus Neronis) en að Neró látnum var höllin rifin niður og fyllt upp í tjörnina. Þar sem tjörnin var áður stendur hringleikahúsið nú. Styttunni var breytt svo að hún væri af sólguðnum Sol fremur en af hinum látna keisara og hún flutt við hlið hringleikahússins sem fór svo um síðir að draga nafn sitt af henni. Sjálf dró styttan af Neró nafn sitt upphaflega af Risanum á Ródos, Kolossos, sem var eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var stærðarinnar bronsstytta af sólguðinum Helíosi sem var reist snemma á 3. öld f.Kr. og stóð við höfnina á grísku eyjunni Ródos. Sú stytta eyðilagðist í jarðskjálfta árið 226 f.Kr. en styttan af Neró virðist hafa verið til allt fram á 5. öld.

Það má segja að hið formlega heiti hringleikahússins sé Amphitheatrum Flavium eða Flavíska hringleikahúsið en nafnið Colosseum á sér á hinn bóginn langa sögu og hefur náð slíkri útbreiðslu að það er vart hægt að segja að það sé rangt.

Í stuttu máli má því rekja núverandi nafn hringleikahússins í nokkrum skrefum til gríska orðsins kolossos (κολοσσός) sem var heiti á styttu á Ródos en var líka almennt notað um stórar styttur eða líkneski. Önnur algeng útgáfa nafnsins nú á dögum er Coliseum og má rekja hana til miðaldalatínu, Colisaeus; en sú mynd nafnsins er fjær upprunanum og því ef til vill „réttara“ að rita Colosseum.

Colosseum var reist á tíma flavísku keisaranna, Títusar Flaviusar Vespasianusar, sem ríkti frá 69 til 79, og sonar hans Títusar, sem ríkti frá 79 til 81. Þegar það var reist – áður en það fór að vera kennt við styttuna af Neró – dró það nafn sitt af keisurunum sem létu reisa það og hét þá Amphitheatrum Flavium eða Flavíska hringleikahúsið.

Því má segja að hið formlega heiti hringleikahússins sé Amphitheatrum Flavium eða Flavíska hringleikahúsið en nafnið Colosseum á sér á hinn bóginn langa sögu og hefur náð slíkri útbreiðslu að það er vart hægt að segja að það sé rangt. Um ritháttinn má svo deila en Colosseum er næst upprunanum. Að lokum má benda á að óþarft er að umrita C í K þegar nafnið er ritað á íslensku enda tíðkast það ekki í meðferð erlendra nafna almennt og yfirleitt.

Heimild:
  • Hopkins, Keith og Mary Beard. Colosseum (Harvard University Press, 2005).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

27.8.2013

Spyrjandi

Aron Flavio Luciano, f. 2002

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2013, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65451.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 27. ágúst). Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65451

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2013. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?
Colosseum er án nokkurs vafa frægasta mannvirki Rómverja og sennilega frægasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það var stærst allra hringleikahúsa (amphitheatrum) Rómaveldis þótt það væri alls ekki stærsti leikvangurinn. Til dæmis tók Circus Maximus að minnsta kosti fimm sinnum fleiri áhorfendur í sæti. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek? dregur Colosseum núverandi nafn sitt af stórri styttu af keisaranum Neró sem eitt sinn stóð á þeim stað þar sem hringleikahúsið stendur nú.

Styttan af Neró var kölluð Colossus. Hún var úr bronsi, líklega um 36 metra há og stóð upphaflega í höll keisarans, Domus aurea, sem keisarinn lét reisa eftir brunann í Róm árið 64. Sunnan við höll Nerós var manngerð tjörn, Stagnum Neronis (sjaldnar nefnd Lacus Neronis) en að Neró látnum var höllin rifin niður og fyllt upp í tjörnina. Þar sem tjörnin var áður stendur hringleikahúsið nú. Styttunni var breytt svo að hún væri af sólguðnum Sol fremur en af hinum látna keisara og hún flutt við hlið hringleikahússins sem fór svo um síðir að draga nafn sitt af henni. Sjálf dró styttan af Neró nafn sitt upphaflega af Risanum á Ródos, Kolossos, sem var eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var stærðarinnar bronsstytta af sólguðinum Helíosi sem var reist snemma á 3. öld f.Kr. og stóð við höfnina á grísku eyjunni Ródos. Sú stytta eyðilagðist í jarðskjálfta árið 226 f.Kr. en styttan af Neró virðist hafa verið til allt fram á 5. öld.

Það má segja að hið formlega heiti hringleikahússins sé Amphitheatrum Flavium eða Flavíska hringleikahúsið en nafnið Colosseum á sér á hinn bóginn langa sögu og hefur náð slíkri útbreiðslu að það er vart hægt að segja að það sé rangt.

Í stuttu máli má því rekja núverandi nafn hringleikahússins í nokkrum skrefum til gríska orðsins kolossos (κολοσσός) sem var heiti á styttu á Ródos en var líka almennt notað um stórar styttur eða líkneski. Önnur algeng útgáfa nafnsins nú á dögum er Coliseum og má rekja hana til miðaldalatínu, Colisaeus; en sú mynd nafnsins er fjær upprunanum og því ef til vill „réttara“ að rita Colosseum.

Colosseum var reist á tíma flavísku keisaranna, Títusar Flaviusar Vespasianusar, sem ríkti frá 69 til 79, og sonar hans Títusar, sem ríkti frá 79 til 81. Þegar það var reist – áður en það fór að vera kennt við styttuna af Neró – dró það nafn sitt af keisurunum sem létu reisa það og hét þá Amphitheatrum Flavium eða Flavíska hringleikahúsið.

Því má segja að hið formlega heiti hringleikahússins sé Amphitheatrum Flavium eða Flavíska hringleikahúsið en nafnið Colosseum á sér á hinn bóginn langa sögu og hefur náð slíkri útbreiðslu að það er vart hægt að segja að það sé rangt. Um ritháttinn má svo deila en Colosseum er næst upprunanum. Að lokum má benda á að óþarft er að umrita C í K þegar nafnið er ritað á íslensku enda tíðkast það ekki í meðferð erlendra nafna almennt og yfirleitt.

Heimild:
  • Hopkins, Keith og Mary Beard. Colosseum (Harvard University Press, 2005).

Mynd:

...