Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?

Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður úrelt á nokkrum mánuðum, er því betra að benda á ágætan vef Hagstofu Íslands.

Hagstofan birtir upplýsingar um mannfjölda á Íslandi tvisvar sinnum á ári og er þá miðað við 1. janúar og 1. júlí. Undir fyrirsögninni Talnaefni á vef Hagstofunnar má sjá flokkinn Mannfjöldi þar sem meðal annars er að finna nýjustu upplýsingar um mannfjölda á landinu, en einnig aftur í tímann.

Þegar þetta svar er skrifað eru nýjustu tölur um mannfjölda miðaðar við 1. janúar 2013. Þá voru alls 321.857 manns með lögheimili á Íslandi. Spár gerir ráð fyrir að eftir fimm ár verði mannfjöldi á Íslandi á bilinu 337.000-340.000.

Undir Mannfjölda er liður sem kallast Mannfjöldaspá og má þar sjá hverju er spáð um fólksfjölda á Íslandi næstu ár og áratugi út frá mismunandi forsendum. Nánar má lesa um mannfjöldaspár í svari við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050?

Athugasemd: Hlekkir á upplýsingar Hagstofu voru uppfærðir 3. maí 2018.

Mynd:

Útgáfudagur

1.8.2013

Spyrjandi

Arnar Logi Jónsson

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2013. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65568.

EDS. (2013, 1. ágúst). Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65568

EDS. „Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2013. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65568>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.