Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?

Jón Már Halldórsson

Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg hnúðlaxastofnum í rússneskum ám. Í framhaldi af því fór fljótlega að bera á hnúðlöxum í öðrum ám í Evrópu, þar á meðal í íslenskum ám.

Hnúðlaxinn, sem einnig er nefndur bleiklax, tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa. Stofnar hnúðlaxa eru þeir stærstu af tegundum Kyrrahafslaxa. Náttúrleg heimkynni tegundarinnar eru við strendur norðanverðs Kyrrahafs og við strendur Norður-Íshafsins. Asíu-megin nær útbreiðslan frá Lenu-fljóti við strendur Síberíu og allt suður til fljóta á Kóreuskaga og til Hondo-eyju í Japan en Ameríku-megin frá Mackenzie-á í Kanada suður til Sacramento-ár í norðurhluta Kaliforníu. Fyrir utan náttúrleg heimkynni hefur hnúðlaxastofnum verið komið upp víða um heim, svo sem í vötnunum miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, í vestanverðu Rússlandi og í Íran.

Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha).

Hnúðlaxinn dregur nafn sitt af stórum hnúð á baki hænganna. Hann myndast við kynþroska auk þess sem skoltur hængsins stækkar á sama tíma. Hnúðlaxinn er fremur smávaxinn lax. Við kynþroska er hann oftast á bilinu 1,75 til 2,5 kg að þyngd og 45-60 cm á lengd.

Hnúðlaxar hafa stystan lífsferil Kyrrahafslaxa. Þeir eru tvör ár að þroskast úr hrogni í kynþroska einstakling. Líkt og á við um aðrar tegundir Kyrrahafslaxa hrygnir hnúðlaxinn á haustin og þá yfirleitt neðarlega í ám, ólíkt Atlandshafslaxinum sem getur ferðast langt eftir ám. Að vori klekjast eggin og ganga seiðin þá umsvifalaust til sjávar. Þau hafa það sem fiskifræðingar kalla mjög þroskað sjógöngueðli. Laxarnir vaxa og dafna í sjó og koma fulltíða og tilbúnir til hrygningar eftir um 18 mánuði í sjónum. Þessi tveggja ára lífsferill hnúðlaxa getur valdið því að erfðafræðilega aðskildir stofnar nota sömu ána og getur stofnstærð þeirra einnig verið ólík þrátt fyrir að þeir noti sama vatnasvið sem hrygningarstöðvar.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.10.2013

Spyrjandi

Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?“ Vísindavefurinn, 3. október 2013. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65811.

Jón Már Halldórsson. (2013, 3. október). Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65811

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2013. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65811>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?
Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg hnúðlaxastofnum í rússneskum ám. Í framhaldi af því fór fljótlega að bera á hnúðlöxum í öðrum ám í Evrópu, þar á meðal í íslenskum ám.

Hnúðlaxinn, sem einnig er nefndur bleiklax, tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa. Stofnar hnúðlaxa eru þeir stærstu af tegundum Kyrrahafslaxa. Náttúrleg heimkynni tegundarinnar eru við strendur norðanverðs Kyrrahafs og við strendur Norður-Íshafsins. Asíu-megin nær útbreiðslan frá Lenu-fljóti við strendur Síberíu og allt suður til fljóta á Kóreuskaga og til Hondo-eyju í Japan en Ameríku-megin frá Mackenzie-á í Kanada suður til Sacramento-ár í norðurhluta Kaliforníu. Fyrir utan náttúrleg heimkynni hefur hnúðlaxastofnum verið komið upp víða um heim, svo sem í vötnunum miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, í vestanverðu Rússlandi og í Íran.

Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha).

Hnúðlaxinn dregur nafn sitt af stórum hnúð á baki hænganna. Hann myndast við kynþroska auk þess sem skoltur hængsins stækkar á sama tíma. Hnúðlaxinn er fremur smávaxinn lax. Við kynþroska er hann oftast á bilinu 1,75 til 2,5 kg að þyngd og 45-60 cm á lengd.

Hnúðlaxar hafa stystan lífsferil Kyrrahafslaxa. Þeir eru tvör ár að þroskast úr hrogni í kynþroska einstakling. Líkt og á við um aðrar tegundir Kyrrahafslaxa hrygnir hnúðlaxinn á haustin og þá yfirleitt neðarlega í ám, ólíkt Atlandshafslaxinum sem getur ferðast langt eftir ám. Að vori klekjast eggin og ganga seiðin þá umsvifalaust til sjávar. Þau hafa það sem fiskifræðingar kalla mjög þroskað sjógöngueðli. Laxarnir vaxa og dafna í sjó og koma fulltíða og tilbúnir til hrygningar eftir um 18 mánuði í sjónum. Þessi tveggja ára lífsferill hnúðlaxa getur valdið því að erfðafræðilega aðskildir stofnar nota sömu ána og getur stofnstærð þeirra einnig verið ólík þrátt fyrir að þeir noti sama vatnasvið sem hrygningarstöðvar.

Mynd:

...