Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Finnst raf á Íslandi?

Sigurður Steinþórsson

Raf (gr. elektron, þ. Bernstein, e. amber) finnst ekki hér á landi. Það er „steinrunnin“ trjákvoða af barrtrjám og telst ekki vera bergtegund heldur steind (e. mineral). Þó uppfyllir það hvorki þann þátt í skilgreiningu steindar að vera af ólífrænum uppruna né hinn, að hafa reglulega kristalgrind, því raf er myndlaust (amorf) líkt og gler.

Raf er steinrunnin trjákvoða af barrtrjám.

Af einhverjum ástæðum eru strandir Eystrasalts þekktasti fundarstaður rafs frá fornu fari – jafnvel Forn-Grikkir munu hafa sótt þangað eftir rafi. Í sumarhöll Katrínar miklu Rússlandskeisaraynju (1729-1796) er salur klæddur með rafi og í Pétursborg eru á boðstólum fyrir ferðamenn sýni af rafi, stór og smá, og sum þeirra með flugu í eða jafnvel sporðdreka – auðvitað svikin, en skína ekki áhrif frá Júragarðinum í gegn?

Rafskreytti salurinn í höll Katrínar var gjöf Friðriks Vilhjálms I Prússakonungs til Péturs mikla snemma á 18. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni var salurinn tekinn niður, fluttur til Prússlands og eyðilagðist líklega í lok stríðsins. Árið 2003 var endurgerð hans opnuð eftir áratuga vinnu.

Grikkir (Þales 600 f.Kr) fundu að raf sem núið var með silkiklút dró að sér létta hluti og af gríska heitinu elektron (á latínu elektrum) eru alþjóðlegu orðin fyrir rafmagn dregin. Af íslenska orðinu raf, sem sennilega er komið úr norsku/dönsku, rav, eru íslensku orðin fyrir rafmagn (rafurmagn) einnig dregin.

Myndir:


Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:
  • Er til bergtegund á Íslandi sem heitir á þýsku "Bernstein" (raf eða gullbrúnn á ísl.) og ef já hvar hefur þessi bergtegund fundist?
  • Finnst raf (steinrunnin trjákvoða) á Íslandi? Ég fann nokkra mola, sem ættaðir eru úr Héðinsfjarðargöngum, sem líta út eins og raf. Getur það staðist?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.1.2014

Spyrjandi

Katharina Ruppel, Ísar Guðni Arnarson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Finnst raf á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2014. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=65815.

Sigurður Steinþórsson. (2014, 24. janúar). Finnst raf á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65815

Sigurður Steinþórsson. „Finnst raf á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2014. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65815>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finnst raf á Íslandi?
Raf (gr. elektron, þ. Bernstein, e. amber) finnst ekki hér á landi. Það er „steinrunnin“ trjákvoða af barrtrjám og telst ekki vera bergtegund heldur steind (e. mineral). Þó uppfyllir það hvorki þann þátt í skilgreiningu steindar að vera af ólífrænum uppruna né hinn, að hafa reglulega kristalgrind, því raf er myndlaust (amorf) líkt og gler.

Raf er steinrunnin trjákvoða af barrtrjám.

Af einhverjum ástæðum eru strandir Eystrasalts þekktasti fundarstaður rafs frá fornu fari – jafnvel Forn-Grikkir munu hafa sótt þangað eftir rafi. Í sumarhöll Katrínar miklu Rússlandskeisaraynju (1729-1796) er salur klæddur með rafi og í Pétursborg eru á boðstólum fyrir ferðamenn sýni af rafi, stór og smá, og sum þeirra með flugu í eða jafnvel sporðdreka – auðvitað svikin, en skína ekki áhrif frá Júragarðinum í gegn?

Rafskreytti salurinn í höll Katrínar var gjöf Friðriks Vilhjálms I Prússakonungs til Péturs mikla snemma á 18. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni var salurinn tekinn niður, fluttur til Prússlands og eyðilagðist líklega í lok stríðsins. Árið 2003 var endurgerð hans opnuð eftir áratuga vinnu.

Grikkir (Þales 600 f.Kr) fundu að raf sem núið var með silkiklút dró að sér létta hluti og af gríska heitinu elektron (á latínu elektrum) eru alþjóðlegu orðin fyrir rafmagn dregin. Af íslenska orðinu raf, sem sennilega er komið úr norsku/dönsku, rav, eru íslensku orðin fyrir rafmagn (rafurmagn) einnig dregin.

Myndir:


Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:
  • Er til bergtegund á Íslandi sem heitir á þýsku "Bernstein" (raf eða gullbrúnn á ísl.) og ef já hvar hefur þessi bergtegund fundist?
  • Finnst raf (steinrunnin trjákvoða) á Íslandi? Ég fann nokkra mola, sem ættaðir eru úr Héðinsfjarðargöngum, sem líta út eins og raf. Getur það staðist?

...