Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:15 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:47 • Síðdegis: 17:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:03 • Síðdegis: 23:40 í Reykjavík

Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?

Hlynur Helgason

Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir margra heimspekinga fyrri tíma. Í þessum verkum nýtti hann sér hugmyndir forvera sinna til að þróa og skerpa á eigin hugmyndum, sem var aðferðafræði sem litaði störf hans alla tíð. Hann hlaut fyrst verulega athygli árið 1968, en það ár kom út meginverk hans, Greinarmunur og endurtekning ( f. Différence et répetition), þar sem hann endurskoðaði forsendur heimspekinnar um heiminn og veruleika fólks á grundvelli greinarmuns og endurtekningar. Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar átti hann í frjóu samstarfi við sálgreinandann Félix Guattari þar sem þeir unnu út frá nýstárlegum forsendum um eðli efnisheimsins og vitundarinnar í umfjöllun um sálarlíf, þjóðfélag, listir, heimspeki og vísindi. Á síðari hluta ferils síns vann Deleuze áfram með kenningar sínar um veruleikann í tvíþættu verki sínu sem byggði á hugmyndinni um kvikmyndina.

Veggur skreyttur með málverki af Deleuze.

Róttæk grundvallarafstaða Deleuze til heimsins byggir á forsendum íverusviðsins (f. plan d'imminence) sem er hugtak sem fyrir honum er tákn fyrir afstöðu til lífsins í anda hollenska heimspekingsins Spinoza. Íveran tekur einungis til þess sem gefið er og kemur til með að verða. Á íverusviðinu og í hugsun þess er ekki gerður greinarmunur á milli þess sem við erum vön að kalla hluti, einstaklinga, sjálf eða annað slíkt. Í stað þess ráðast allar þessar eindir af ævarandi samspili mishraðra áhrifa og krafta sem byggja upp misstórar og misbreytilegar einingar. Þessar einingar verða til og breytast vegna innri áhrifa sinna og samspils við aðrar einingar, en ekki af ytra formi eða fyrirfram gefinni lögun eða reglu sem ákvarðar hlutina.

Það felst í þessari afstöðu Deleuze að í stað þess að einblína á aðskilda hluti og reyna að skilja þá sé nauðsynlegt að skoða greinarmuninn sjálfan, það sem gerir það mögulegt að sjá hlutina aðskilda. Hann bendir á að í heimi þar sem ekkert er fyrirfram sjálfgefið eða skilgreint, sé ekki hægt að ganga út frá venjulegri aðgreiningu á milli þeirra hluta sem veruleikinn er úr, heldur þurfi að skoða forsendur þessarar aðgreiningar. Í því samhengi skiptir greinarmunurinn í samspili sínu við endurtekninguna höfuðmáli. Þegar greinarmunurinn birtist aftur og aftur og ítrekað — við endurtekningu — verður heimurinn og hlutar hans til; hann staðfestist vegna endurtekningarinnar þegar greinarmunurinn birtist. Greinarmunurinn er því eins og endurtekið stef, hann er eins og bilið á milli tóna í tónverki sem gerir veruleikanum mögulegt að birtast.

Afleiðingar þessa viðhorfs Deleuze brýtur upp algengar hugmyndir um veruleikann sem ganga út frá því að veruleikinn sé staðfastur og lítt breytanlegur grundvöllur tilverunnar. Í slíkri hugsun er tíminn einn ás tilverunnar á sama hátt og hæð, breidd og dýpt eru eiginleikar rýmisins. Í hugsun Deleuze er tíminn hins vegar grundvallandi og allt annars eðlis en rýmið. Tíminn er það svið þar sem greinarmunurinn endurtekur sig í sífellu, það er á því plani sem öll önnur tilvist á sér stað — í því að greinarmunurinn er staðfestur.

Verufræði Deleuze, sem kölluð hefur verið heimspeki þess sem er að verða (devenir á frönsku, „verðandin“ á íslensku) hlaut lokaútfærslu sína í Kvikmyndabókunum ( Cinema 1: L'image-mouvement, 1983 og Cinema 2: L'image-temps, 1985). Í þeim eru kvikmyndir notaðar sem hagnýtt dæmi um veruleikann vegna þess að hægt er að skoða þær endurtekið. Í bókunum útfærir Deleuze annað lykilhugtakapar sitt, sýndina (f. virtuel) og reyndina (f. actuel). Í sinni hreinustu mynd er sýndin það sem er að verða, það sem er að fara að gerast, það sem er að verða til en er þó ekki orðið. Reyndin er það sem hefur átt sér stað, það sem var að gerast, það sem er orðið, sannreynt. Bæði eru mikilvægur hluti heimsins og á milli þeirra er það sem við köllum veruleika. Frá þessu sjónarhorni er veruleikinn og reglulegt orsakasamhengi síður en svo sjálfgefið. Til skýringar þessu notar Deleuze dæmi úr kvikmyndum, eins og kvikmynd Alain Resnais, L'amour à mort (Ástin til dauða), þar sem hljóðið og myndin tengjast á óstöðugan hátt svo engin leið er að finna hvort sé „orsök“ hins. Oft er myndin einnig rofin með eyðum þar sem raunveruleikinn er í uppnámi. Í þessu birtist hvernig raunveruleg líðan tímans getur verið óregluleg, mótsagnarkennd og ótrúleg, hvernig samhengi sýndar og reyndar er ætíð mögulega í uppnámi í þeim veruleika sem við búum við.

Gilles Deleuze (1925-1995).

Það er lykilatriði í hugsun Deleuze að ekki sé hægt að byggja heimspeki upp án náins samspils við listir, stjórnmál eða lífvísindi. Þunginn í verkunum sem hann skrifaði, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, fólst í því að útfæra hugmyndirnar og verufræðilegu forsendurnar út frá raunverulegum dæmum; að greina virka möguleika íverunnar í flóknu samspili heimsins. Þetta gerir hann í verki sínu og Guattari, And-Ödipus (f. L’Anti-Œdipe, 1972), þar sem einstaklingurinn og vitundin er afmiðjuð í reynd sem gagnrýni á þá hefð vestrænnar heimspeki sem telur einstaklinginn hafa heildrænt og skynsamt sjálf. Í Þúsund sviðum (f. Mille plateaux, 1980) verða margbreytt svið sögu, stjórnmála, náttúruvísinda og listar grunnurinn að raunverulegri leit að aðferðum til afmiðjunar og virkrar sundrunar og samsetningar á nýjum grunni.

Ljóst er að heimspeki Deleuze hefur undanfarna áratugi haft víðtæk áhrif á sviði lista, stjórnmála og vísinda. Manuel DeLanda hefur unnið með kenningar Deleuze í tengslum við vísindaheimspeki og sögulegar forsendur; Antonio Negri og Michael Hardt byggja einnig á kenningum Deleuze í greiningu sinni á samfélagsástandi og stjórnmálum hnattvæðingar sem hefur verið áhrifarík í umræðu um andóf á undanförnum árum; Elizabeth Grosz, ástralskur fræðimaður, hefur einnig nýtt sér kenningar og forsendur Deleuze í femínískum rannsóknum sínum á aðstæðum í umhverfi mannsins og fjölmargir fræðimenn á sviði kvikmynda og lista leita stöðugt í kenningar þeirra Guattaris að fyrirmyndum og fordæmum fyrir nýrri og róttækri nálgun.

Þýðingar á textum Gilles Deleuze á íslensu:

  • Gilles Deleuze, „Hvernig Siðfræðin greinir sig frá hvers kyns siðferði,“ Björn Þorsteinsson (þýð.), Hugur 16 (2004): 170–179.
  • Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rísóm,“ Hjörleifur Finnsson (þýð.), í Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði, Geir Svanson (ritstj.), (Reykjavík: Reykjavíkur Akademían, 2002).
  • Gilles Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög,“ Garðar Baldvinsson (þýð.). Ritið (2002:1): 155–162.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða, s.s. heimspeki, arkitektúrs, kvikmyndafræða og samfélagsgreiningar?

Höfundur

lektor í listfræði

Útgáfudagur

13.8.2014

Spyrjandi

Sigrún Alba Sigurðardóttir

Tilvísun

Hlynur Helgason. „Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2014. Sótt 23. júní 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=65940.

Hlynur Helgason. (2014, 13. ágúst). Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65940

Hlynur Helgason. „Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2014. Vefsíða. 23. jún. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65940>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?
Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir margra heimspekinga fyrri tíma. Í þessum verkum nýtti hann sér hugmyndir forvera sinna til að þróa og skerpa á eigin hugmyndum, sem var aðferðafræði sem litaði störf hans alla tíð. Hann hlaut fyrst verulega athygli árið 1968, en það ár kom út meginverk hans, Greinarmunur og endurtekning ( f. Différence et répetition), þar sem hann endurskoðaði forsendur heimspekinnar um heiminn og veruleika fólks á grundvelli greinarmuns og endurtekningar. Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar átti hann í frjóu samstarfi við sálgreinandann Félix Guattari þar sem þeir unnu út frá nýstárlegum forsendum um eðli efnisheimsins og vitundarinnar í umfjöllun um sálarlíf, þjóðfélag, listir, heimspeki og vísindi. Á síðari hluta ferils síns vann Deleuze áfram með kenningar sínar um veruleikann í tvíþættu verki sínu sem byggði á hugmyndinni um kvikmyndina.

Veggur skreyttur með málverki af Deleuze.

Róttæk grundvallarafstaða Deleuze til heimsins byggir á forsendum íverusviðsins (f. plan d'imminence) sem er hugtak sem fyrir honum er tákn fyrir afstöðu til lífsins í anda hollenska heimspekingsins Spinoza. Íveran tekur einungis til þess sem gefið er og kemur til með að verða. Á íverusviðinu og í hugsun þess er ekki gerður greinarmunur á milli þess sem við erum vön að kalla hluti, einstaklinga, sjálf eða annað slíkt. Í stað þess ráðast allar þessar eindir af ævarandi samspili mishraðra áhrifa og krafta sem byggja upp misstórar og misbreytilegar einingar. Þessar einingar verða til og breytast vegna innri áhrifa sinna og samspils við aðrar einingar, en ekki af ytra formi eða fyrirfram gefinni lögun eða reglu sem ákvarðar hlutina.

Það felst í þessari afstöðu Deleuze að í stað þess að einblína á aðskilda hluti og reyna að skilja þá sé nauðsynlegt að skoða greinarmuninn sjálfan, það sem gerir það mögulegt að sjá hlutina aðskilda. Hann bendir á að í heimi þar sem ekkert er fyrirfram sjálfgefið eða skilgreint, sé ekki hægt að ganga út frá venjulegri aðgreiningu á milli þeirra hluta sem veruleikinn er úr, heldur þurfi að skoða forsendur þessarar aðgreiningar. Í því samhengi skiptir greinarmunurinn í samspili sínu við endurtekninguna höfuðmáli. Þegar greinarmunurinn birtist aftur og aftur og ítrekað — við endurtekningu — verður heimurinn og hlutar hans til; hann staðfestist vegna endurtekningarinnar þegar greinarmunurinn birtist. Greinarmunurinn er því eins og endurtekið stef, hann er eins og bilið á milli tóna í tónverki sem gerir veruleikanum mögulegt að birtast.

Afleiðingar þessa viðhorfs Deleuze brýtur upp algengar hugmyndir um veruleikann sem ganga út frá því að veruleikinn sé staðfastur og lítt breytanlegur grundvöllur tilverunnar. Í slíkri hugsun er tíminn einn ás tilverunnar á sama hátt og hæð, breidd og dýpt eru eiginleikar rýmisins. Í hugsun Deleuze er tíminn hins vegar grundvallandi og allt annars eðlis en rýmið. Tíminn er það svið þar sem greinarmunurinn endurtekur sig í sífellu, það er á því plani sem öll önnur tilvist á sér stað — í því að greinarmunurinn er staðfestur.

Verufræði Deleuze, sem kölluð hefur verið heimspeki þess sem er að verða (devenir á frönsku, „verðandin“ á íslensku) hlaut lokaútfærslu sína í Kvikmyndabókunum ( Cinema 1: L'image-mouvement, 1983 og Cinema 2: L'image-temps, 1985). Í þeim eru kvikmyndir notaðar sem hagnýtt dæmi um veruleikann vegna þess að hægt er að skoða þær endurtekið. Í bókunum útfærir Deleuze annað lykilhugtakapar sitt, sýndina (f. virtuel) og reyndina (f. actuel). Í sinni hreinustu mynd er sýndin það sem er að verða, það sem er að fara að gerast, það sem er að verða til en er þó ekki orðið. Reyndin er það sem hefur átt sér stað, það sem var að gerast, það sem er orðið, sannreynt. Bæði eru mikilvægur hluti heimsins og á milli þeirra er það sem við köllum veruleika. Frá þessu sjónarhorni er veruleikinn og reglulegt orsakasamhengi síður en svo sjálfgefið. Til skýringar þessu notar Deleuze dæmi úr kvikmyndum, eins og kvikmynd Alain Resnais, L'amour à mort (Ástin til dauða), þar sem hljóðið og myndin tengjast á óstöðugan hátt svo engin leið er að finna hvort sé „orsök“ hins. Oft er myndin einnig rofin með eyðum þar sem raunveruleikinn er í uppnámi. Í þessu birtist hvernig raunveruleg líðan tímans getur verið óregluleg, mótsagnarkennd og ótrúleg, hvernig samhengi sýndar og reyndar er ætíð mögulega í uppnámi í þeim veruleika sem við búum við.

Gilles Deleuze (1925-1995).

Það er lykilatriði í hugsun Deleuze að ekki sé hægt að byggja heimspeki upp án náins samspils við listir, stjórnmál eða lífvísindi. Þunginn í verkunum sem hann skrifaði, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, fólst í því að útfæra hugmyndirnar og verufræðilegu forsendurnar út frá raunverulegum dæmum; að greina virka möguleika íverunnar í flóknu samspili heimsins. Þetta gerir hann í verki sínu og Guattari, And-Ödipus (f. L’Anti-Œdipe, 1972), þar sem einstaklingurinn og vitundin er afmiðjuð í reynd sem gagnrýni á þá hefð vestrænnar heimspeki sem telur einstaklinginn hafa heildrænt og skynsamt sjálf. Í Þúsund sviðum (f. Mille plateaux, 1980) verða margbreytt svið sögu, stjórnmála, náttúruvísinda og listar grunnurinn að raunverulegri leit að aðferðum til afmiðjunar og virkrar sundrunar og samsetningar á nýjum grunni.

Ljóst er að heimspeki Deleuze hefur undanfarna áratugi haft víðtæk áhrif á sviði lista, stjórnmála og vísinda. Manuel DeLanda hefur unnið með kenningar Deleuze í tengslum við vísindaheimspeki og sögulegar forsendur; Antonio Negri og Michael Hardt byggja einnig á kenningum Deleuze í greiningu sinni á samfélagsástandi og stjórnmálum hnattvæðingar sem hefur verið áhrifarík í umræðu um andóf á undanförnum árum; Elizabeth Grosz, ástralskur fræðimaður, hefur einnig nýtt sér kenningar og forsendur Deleuze í femínískum rannsóknum sínum á aðstæðum í umhverfi mannsins og fjölmargir fræðimenn á sviði kvikmynda og lista leita stöðugt í kenningar þeirra Guattaris að fyrirmyndum og fordæmum fyrir nýrri og róttækri nálgun.

Þýðingar á textum Gilles Deleuze á íslensu:

  • Gilles Deleuze, „Hvernig Siðfræðin greinir sig frá hvers kyns siðferði,“ Björn Þorsteinsson (þýð.), Hugur 16 (2004): 170–179.
  • Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rísóm,“ Hjörleifur Finnsson (þýð.), í Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði, Geir Svanson (ritstj.), (Reykjavík: Reykjavíkur Akademían, 2002).
  • Gilles Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög,“ Garðar Baldvinsson (þýð.). Ritið (2002:1): 155–162.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða, s.s. heimspeki, arkitektúrs, kvikmyndafræða og samfélagsgreiningar?
...