Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleifur herjaði víða um Írland og fékk þar mikið fé. Þar tók hann þræla tíu …“ Hafi þetta verið eina leið norrænna manna til að eignast þræla hafa þeir varla getað hafið þrælahald fyrr en á víkingaöld, um það bil frá aldamótunum 800 því að það var varla fyrr sem þeir tóku að herja á önnur lönd. Hins vegar hefur líka verið bent á líkur til þess að hingað hafi flust með landnámsmönnum ánauðugt fólk af gömlum norrænum þrælastofni.

Bent hefur verið á að þrælahald hafi verið ævagamalt meðal germanskra þjóða og segir frá því í riti rómverska sagnaritarans Tacitusar um 100 e.Kr. Í Eddukvæðum koma þrælar fyrir, til dæmis í Rígsþulu þar sem guðinn Heimdallur getur með konum syni sem verða ættfeður samfélagsstétta, þar á meðal þræla. Óvíst er um aldur og uppruna kvæðisins en þarna er sýnilega gert ráð fyrir að þrælar séu frá fornu fari hluti norræns samfélags. Hér er því lítið um örugg svör. En segja má að frásagnarheimildir bendi til þess að flestir þrælar Íslendinga hafi verið af breskum, keltneskum, uppruna.

Þetta hlýtur stuðning frá nýjustu erfðarannsóknum sem sýna að meirihluti íslenskra kvenna nú á dögum sé skyldari konum á Bretlandseyjum en norrænum kynsystrum sínum. Íslenskir karlar reynast aftur á móti skyldari norrænum körlum. Það bendir til þess að Ísland hafi að verulegu leyti byggst af norrænum körlum sem höfðu farið kvenmannslausir í víking á Bretlandseyjum, náð sér í innfæddar konur þar og flutt þær með sér til Íslands. Ætla má að margar þeirra kvenna hafi farið nauðugar og verið þrælkaðar á Íslandi, þótt hitt hafi sjálfsagt gerst líka að þær hafi farið viljugar með myndarlegum norrænum víkingum og orðið eiginkonur þeirra.

Loks var heimilt samkvæmt lögum að hneppa fólk í skuldaþrældóm uns það hafði unnið af sér skuld.

Margt bendir til að þrælar á Íslandi á fyrstu öldum byggðar hafi verið herfang frá Bretlandseyjum.

Enginn veit hve algengt þrælahald var á Íslandi og hafa fræðimenn verið gróflega ósammála um það. Allt er það reist á líkum, einkum á ályktunum um hvort þrælahald hafi verið meira eða minna hagkvæmt.

Þrælahald var aldrei bannað á Íslandi. Í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins sem telst hafa verið í gildi fram yfir 1270, er víða gert ráð fyrir þrælum. Þar er að vísu mikið um ákvæði sem hljóta að hafa verið úrelt þegar varðveitt handrit lögbókarinnar voru skráð, um og eftir miðja 13. öld. En einn hluti lögbókarinnar, Kristinréttur eldri eða Kristinna laga þáttur, var ekki settur fyrr en á árabilinu 1122–33 og þar er gert ráð fyrir þrælahaldi. Þar segir til dæmis í ákvæðum um helgidagavinnu: „Hvítabjörn eigu menn að veiða og gera heiman för til, og á sá björn er banasári kemur á … nema þrælar veiði eða skuldarmenn …“. Því hafa flestir fræðimenn ályktað að á þessum tíma hafi enn verið þrælar á Íslandi. Sá sem einna minnst hefur viljað gera úr þrælahaldi, enski norrænufræðingurinn Peter Foote, taldi þó að það gæti skýrst af því að alltaf hafi verið hugsanlegt að þrælar flyttust til Íslands, enda voru þá enn þrælar á Norðurlöndum, í Svíþjóð allt fram á 14. öld.

Frá því um miðja 12. öld er til og varðveitt í safnritinu Sturlunga sögu fjöldi samtíðarsagna sem gerast á Íslandi. Þar er aldrei minnst á þræl, nema líklega einn skuldaþræl í Sturlu sögu þar sem segir frá atburðum sem gerast um eða upp úr 1170. Þar segir frá Þorsteini nokkrum drettingi sem kvæntist dóttur Þórhalls bónda á Hólmlátri á Skógarströnd en reyndist svo hafa gert tveimur öðrum konum börn. (Kona hans átti raunar von á barni með öðrum manni líka.) En „þá lét Þórhallur kenna mannamunar og dró fé Þorsteins allt undir sig, en hann var sjálfur lagður í vinnu. En ef hann lagði til [þ.e. kvartaði] þá var hann hraktur í orðum eða barður.“ Í nýjum lögbókum sem gengu í gildi á árunum 1271–81, Járnsíðu, Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar og Jónsbók, er hvergi gert ráð fyrir tilvist þræla.

Heimildir og mynd:

  • Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar“ Hlutavelta tímans (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 48–55.
  • Anna Agnarsdóttir og Ragnar Árnason: „Þrælahald á þjóðveldisöld.“ Saga XXI (1983), 5–26.
  • Foote, Peter G.: „Þrælahald á Íslandi. Heimildakönnun og athugasemdir.“ Saga XV (1977), 41–74.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. I. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Mynd: 10 Amazing Facts About Viking Boats and Ships. (Sótt 10. 2. 2014).

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.2.2014

Spyrjandi

Sandra Rós Björnsdóttir

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65954.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2014, 25. febrúar). Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65954

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleifur herjaði víða um Írland og fékk þar mikið fé. Þar tók hann þræla tíu …“ Hafi þetta verið eina leið norrænna manna til að eignast þræla hafa þeir varla getað hafið þrælahald fyrr en á víkingaöld, um það bil frá aldamótunum 800 því að það var varla fyrr sem þeir tóku að herja á önnur lönd. Hins vegar hefur líka verið bent á líkur til þess að hingað hafi flust með landnámsmönnum ánauðugt fólk af gömlum norrænum þrælastofni.

Bent hefur verið á að þrælahald hafi verið ævagamalt meðal germanskra þjóða og segir frá því í riti rómverska sagnaritarans Tacitusar um 100 e.Kr. Í Eddukvæðum koma þrælar fyrir, til dæmis í Rígsþulu þar sem guðinn Heimdallur getur með konum syni sem verða ættfeður samfélagsstétta, þar á meðal þræla. Óvíst er um aldur og uppruna kvæðisins en þarna er sýnilega gert ráð fyrir að þrælar séu frá fornu fari hluti norræns samfélags. Hér er því lítið um örugg svör. En segja má að frásagnarheimildir bendi til þess að flestir þrælar Íslendinga hafi verið af breskum, keltneskum, uppruna.

Þetta hlýtur stuðning frá nýjustu erfðarannsóknum sem sýna að meirihluti íslenskra kvenna nú á dögum sé skyldari konum á Bretlandseyjum en norrænum kynsystrum sínum. Íslenskir karlar reynast aftur á móti skyldari norrænum körlum. Það bendir til þess að Ísland hafi að verulegu leyti byggst af norrænum körlum sem höfðu farið kvenmannslausir í víking á Bretlandseyjum, náð sér í innfæddar konur þar og flutt þær með sér til Íslands. Ætla má að margar þeirra kvenna hafi farið nauðugar og verið þrælkaðar á Íslandi, þótt hitt hafi sjálfsagt gerst líka að þær hafi farið viljugar með myndarlegum norrænum víkingum og orðið eiginkonur þeirra.

Loks var heimilt samkvæmt lögum að hneppa fólk í skuldaþrældóm uns það hafði unnið af sér skuld.

Margt bendir til að þrælar á Íslandi á fyrstu öldum byggðar hafi verið herfang frá Bretlandseyjum.

Enginn veit hve algengt þrælahald var á Íslandi og hafa fræðimenn verið gróflega ósammála um það. Allt er það reist á líkum, einkum á ályktunum um hvort þrælahald hafi verið meira eða minna hagkvæmt.

Þrælahald var aldrei bannað á Íslandi. Í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins sem telst hafa verið í gildi fram yfir 1270, er víða gert ráð fyrir þrælum. Þar er að vísu mikið um ákvæði sem hljóta að hafa verið úrelt þegar varðveitt handrit lögbókarinnar voru skráð, um og eftir miðja 13. öld. En einn hluti lögbókarinnar, Kristinréttur eldri eða Kristinna laga þáttur, var ekki settur fyrr en á árabilinu 1122–33 og þar er gert ráð fyrir þrælahaldi. Þar segir til dæmis í ákvæðum um helgidagavinnu: „Hvítabjörn eigu menn að veiða og gera heiman för til, og á sá björn er banasári kemur á … nema þrælar veiði eða skuldarmenn …“. Því hafa flestir fræðimenn ályktað að á þessum tíma hafi enn verið þrælar á Íslandi. Sá sem einna minnst hefur viljað gera úr þrælahaldi, enski norrænufræðingurinn Peter Foote, taldi þó að það gæti skýrst af því að alltaf hafi verið hugsanlegt að þrælar flyttust til Íslands, enda voru þá enn þrælar á Norðurlöndum, í Svíþjóð allt fram á 14. öld.

Frá því um miðja 12. öld er til og varðveitt í safnritinu Sturlunga sögu fjöldi samtíðarsagna sem gerast á Íslandi. Þar er aldrei minnst á þræl, nema líklega einn skuldaþræl í Sturlu sögu þar sem segir frá atburðum sem gerast um eða upp úr 1170. Þar segir frá Þorsteini nokkrum drettingi sem kvæntist dóttur Þórhalls bónda á Hólmlátri á Skógarströnd en reyndist svo hafa gert tveimur öðrum konum börn. (Kona hans átti raunar von á barni með öðrum manni líka.) En „þá lét Þórhallur kenna mannamunar og dró fé Þorsteins allt undir sig, en hann var sjálfur lagður í vinnu. En ef hann lagði til [þ.e. kvartaði] þá var hann hraktur í orðum eða barður.“ Í nýjum lögbókum sem gengu í gildi á árunum 1271–81, Járnsíðu, Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar og Jónsbók, er hvergi gert ráð fyrir tilvist þræla.

Heimildir og mynd:

  • Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar“ Hlutavelta tímans (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 48–55.
  • Anna Agnarsdóttir og Ragnar Árnason: „Þrælahald á þjóðveldisöld.“ Saga XXI (1983), 5–26.
  • Foote, Peter G.: „Þrælahald á Íslandi. Heimildakönnun og athugasemdir.“ Saga XV (1977), 41–74.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. I. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Mynd: 10 Amazing Facts About Viking Boats and Ships. (Sótt 10. 2. 2014).

...