Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var módernisminn miklu fyrr á ferðinni og blómstraði í kringum 1930.

Þennan tímamun á íslenskum módernisma og erlendum má skýra út frá því að Ísland var ennþá bændasamfélag þegar löndin í nágrenni við okkur voru löngu orðin iðnvædd, en borgarsamfélög erlendis urðu til miklu fyrr en á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir seinna stríð að hreyfing fór að komast á hlutina á Íslandi, Reykjavík stækkaði hratt og borgarsamfélag tók að myndast. Þetta var góður jarðvegur fyrir módernískar bókmenntir, sem meðal annars fjalla um firringu mannsins í kjölfar breytts veruleika.

Módernískar bókmenntir gera miklar kröfur til lesenda sinna. Textinn er oft óreiðukenndur og lýsingar geta verið langar og ljóðrænar. Áhersla er lögð á að skapa ákveðna stemningu og að ná fram einhverjum hughrifum á kostnað hefðbundinnar söguframvindu. Sterk meðvitund um tungumálið kemur jafnframt oft fram í textanum.

Módernískar bókmenntir geta verið afar pólitískar, en þegar þær komu fram á sjónarsviðið var mikið umbrotatímabil í hinum vestræna heimi. Veröldin var orðin gjörbreytt í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Gerðar voru kröfur um jafnrétti kynja og kynþátta og og kalda stríðið var skollið á. Fólk vissi ekki í hvorn fótinn það átti að stíga og veröldin var brotakennd.

Skáldsaga Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson: metsölubók markar upphaf módernískrar skáldsagnagerðar á Íslandi. Hún kom út árið 1966 og þar kvað við nýjan tón sem var í sterkri andstöðu við raunsæið sem áður hafði einkennt íslenskt bókmenntalíf.

Aðrir höfundar módernískra skáldsagna á þessu tímabili eru til dæmis Thor Vilhjálmsson með bók sína Fljótt, fljótt sagði fuglinn (1968) og Jakobína Sigurðardóttir með Snöruna (1968). Smásagnasöfn Svövu Jakobsdóttur (1930-2004), 12 konur (1965) og Veizla undir grjótvegg (1967) bera jafnframt sterkan módernískan blæ, en í verkum sínum fjallar Svava um stöðu konunnar í breyttum heimi.

Árin liðu hins vegar og tíðarandinn breyttist. Módernisminn, sem var barn síns tíma, vék að lokum fyrir nýjum eða endurvöktum stefnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

17.4.2007

Spyrjandi

Vilborg Guðjónsdóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2007. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6596.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 17. apríl). Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6596

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2007. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6596>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?
Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var módernisminn miklu fyrr á ferðinni og blómstraði í kringum 1930.

Þennan tímamun á íslenskum módernisma og erlendum má skýra út frá því að Ísland var ennþá bændasamfélag þegar löndin í nágrenni við okkur voru löngu orðin iðnvædd, en borgarsamfélög erlendis urðu til miklu fyrr en á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir seinna stríð að hreyfing fór að komast á hlutina á Íslandi, Reykjavík stækkaði hratt og borgarsamfélag tók að myndast. Þetta var góður jarðvegur fyrir módernískar bókmenntir, sem meðal annars fjalla um firringu mannsins í kjölfar breytts veruleika.

Módernískar bókmenntir gera miklar kröfur til lesenda sinna. Textinn er oft óreiðukenndur og lýsingar geta verið langar og ljóðrænar. Áhersla er lögð á að skapa ákveðna stemningu og að ná fram einhverjum hughrifum á kostnað hefðbundinnar söguframvindu. Sterk meðvitund um tungumálið kemur jafnframt oft fram í textanum.

Módernískar bókmenntir geta verið afar pólitískar, en þegar þær komu fram á sjónarsviðið var mikið umbrotatímabil í hinum vestræna heimi. Veröldin var orðin gjörbreytt í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Gerðar voru kröfur um jafnrétti kynja og kynþátta og og kalda stríðið var skollið á. Fólk vissi ekki í hvorn fótinn það átti að stíga og veröldin var brotakennd.

Skáldsaga Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson: metsölubók markar upphaf módernískrar skáldsagnagerðar á Íslandi. Hún kom út árið 1966 og þar kvað við nýjan tón sem var í sterkri andstöðu við raunsæið sem áður hafði einkennt íslenskt bókmenntalíf.

Aðrir höfundar módernískra skáldsagna á þessu tímabili eru til dæmis Thor Vilhjálmsson með bók sína Fljótt, fljótt sagði fuglinn (1968) og Jakobína Sigurðardóttir með Snöruna (1968). Smásagnasöfn Svövu Jakobsdóttur (1930-2004), 12 konur (1965) og Veizla undir grjótvegg (1967) bera jafnframt sterkan módernískan blæ, en í verkum sínum fjallar Svava um stöðu konunnar í breyttum heimi.

Árin liðu hins vegar og tíðarandinn breyttist. Módernisminn, sem var barn síns tíma, vék að lokum fyrir nýjum eða endurvöktum stefnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: