Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvað merkir orðið Evrópa?

Sverrir Jakobsson

Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trúarbrögðum Pelasga, það er þeirra sem byggðu Grikkland á undan Akkeum, og ýmsar vísbendingar eru til sem tengja þessa gyðju við helgidýrkun í Dodona. Þar var einnig til karlkyns goðið Euryope sem rann að lokum saman við Seif.2 Í elstu heimildum merkir hugtakið meginland Grikklands gagnstætt eyjunum á Eyjahafi.3


Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit. Á myndinni sést Seifur á fornu grísku leirkeri..

Tilvísanir:

1 Hesiod, Theogony, útg. Martin L. West, Oxford: Clarendon Press, 1966, bls. 266-267. Sjá einnig Peter H. Gommers, Europe. What´s in a Name?, Leuven: Leuven University Press, 2001, bls. 52, sem bendir á að „Europa was a quite popular name in ancient Greece“.

2 Peter H. Gommers, Europe. What´s in a Name? , bls. 37-57. Dodona var helgistaður „hinna ágætu Pelasga“ sem svo eru nefndir í Ilíonskviðu (sjá Fyrsta og ønnur [-tuttugasta og fjórda] bók af Homeri Odyssea, þýð. Sveinbjörn Egilsson, Bessastaðir: Bessastaðaskóli, 1829, bls. 46), en deilt er um hvort þeir voru forverar Grikkja eða hvort þeir töluðu tungumál utan hinnar indó-evrópsku málafjölskyldu. Sjá meðal annars Gilbert Murray, The Rise of the Greek Epic, New York: Oxford University Press, 1960, bls. 43; Erich S. Gruen, Rethinking the Other in Antiquity, Princeton: Princeton University Press, 2010, bls. 236-242.

3 Sjá Denys Hay, Europe: The Emergence of an Idea, Edinborg: Edinburgh University Press, 1968 [1957], bls. 2.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr greininni „Hugmyndin um Evrópu fyrir 1800“, Ritið 3/2011, bls. 9-23 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

18.10.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvað merkir orðið Evrópa?“ Vísindavefurinn, 18. október 2013. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=66091.

Sverrir Jakobsson. (2013, 18. október). Hvað merkir orðið Evrópa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66091

Sverrir Jakobsson. „Hvað merkir orðið Evrópa?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2013. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66091>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið Evrópa?
Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trúarbrögðum Pelasga, það er þeirra sem byggðu Grikkland á undan Akkeum, og ýmsar vísbendingar eru til sem tengja þessa gyðju við helgidýrkun í Dodona. Þar var einnig til karlkyns goðið Euryope sem rann að lokum saman við Seif.2 Í elstu heimildum merkir hugtakið meginland Grikklands gagnstætt eyjunum á Eyjahafi.3


Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit. Á myndinni sést Seifur á fornu grísku leirkeri..

Tilvísanir:

1 Hesiod, Theogony, útg. Martin L. West, Oxford: Clarendon Press, 1966, bls. 266-267. Sjá einnig Peter H. Gommers, Europe. What´s in a Name?, Leuven: Leuven University Press, 2001, bls. 52, sem bendir á að „Europa was a quite popular name in ancient Greece“.

2 Peter H. Gommers, Europe. What´s in a Name? , bls. 37-57. Dodona var helgistaður „hinna ágætu Pelasga“ sem svo eru nefndir í Ilíonskviðu (sjá Fyrsta og ønnur [-tuttugasta og fjórda] bók af Homeri Odyssea, þýð. Sveinbjörn Egilsson, Bessastaðir: Bessastaðaskóli, 1829, bls. 46), en deilt er um hvort þeir voru forverar Grikkja eða hvort þeir töluðu tungumál utan hinnar indó-evrópsku málafjölskyldu. Sjá meðal annars Gilbert Murray, The Rise of the Greek Epic, New York: Oxford University Press, 1960, bls. 43; Erich S. Gruen, Rethinking the Other in Antiquity, Princeton: Princeton University Press, 2010, bls. 236-242.

3 Sjá Denys Hay, Europe: The Emergence of an Idea, Edinborg: Edinburgh University Press, 1968 [1957], bls. 2.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr greininni „Hugmyndin um Evrópu fyrir 1800“, Ritið 3/2011, bls. 9-23 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

...